Heimilisritið - 01.07.1954, Side 8
ÓPERUÁGRIP XV
Vald örlaganna
Ópera í fimm þáttum eftir
Giuseppe Verdi. Texti eftir Piave.
Fyrst leikin í St. Pétursborg 11.
nóvember 1862.
PERSÓNUR:
Calatrava, inarkgreifi ........... Bassi
Donna Leonora, dóttir lians ....Sópran
Don Carlo, sonur hans .......... Bariton
Don Alvaro ....................... Tenór
Ábóti grámunka ................... Bassi
Melitone, munkur ............... Buriton
Curra, ])jónuslustúlka Leonoru ..... Alt
Trabueco, essreki, síðar varnings-
sali ......................... Tenór
Spánskúr herlæknir ............... Tenór
Alcade ........................... Bassi
Essrekar, spánskt og ítalskt bændafólk
og liermenn, grámunkar p. fl.
Staður og tími: Spánn og Ítulía um
miðja átjándu öld.
1. þáttur
' Viðhafnarsalur í húsi Cala-
trava raarkgreifa. Don Alvaro,
ungur aðalsmaður frá Perti, með
Inkablóð í æðum, hefur fest ást
á Donnu Leonoru dóttur mark-
greifans, en faðir hennar er mjög
andvígur hjónabandi þeirra.
Leonora veit um þessa andstöðu
föður síns og ákveður að' flýja
með Alvaro með aðstoð Curru,
þjónustustúlku sinnar og trún-
aðarkonu. Þegar hún er í þann
veginn að flýja kemur faðir
hennar að henni, en unnusti
hennar verður honum þá óvilj-
andi að bana. Skelfingu losin
krýpur Leonora hjá föður sín-
um, sem í síðustu andartökun-
um lýsir bölvun sinni yfir henni.
II. þáttur
1. atriSi
Veitingastofa í Hornacuelos.
Þar er Don Carlo, sonur hins
látna markgreifa, og hefur dul-
búizt sem stúdent til að eiga
hægara með að koma fram
hefndum eftir föður sinn. Leo-
nora, sem búizt hefur karl-
mannsklæðum, kemur í veitinga-
stofuna og skelfist við að sjá
bróður sinn, sem hefur strengt
þess heit að ráða bæði henni og
Alvaro bana. Ilún flýr til klaust-
ursins í Hornacuelos og kemur
þangað að nóttu.
2. atríSi
Klaustrið í Hornacuelos. I
tunglsljósinu krýpur Leonora í
6
HEIMILISRITIÐ