Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 22

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 22
barnafjölda, sem hver kona verður að eiga. Útrýming drep- sótta er því veigamikill þáttur í fækkun bamsfaradauðsfalla. Fyrrum var litið á sjúkdóma sem guðlegar ráðstafanir, synda- gjöld. Jafnvel enn þann dag í dag eru sumar tegundir af ó- böppum og slysum kallaðar „ráðstafanir Guðs“ á máli lag- anna, svo sem þau, er orsakast af óviðráðanlegum náttúruöfl- um, eins og fellibyljum og eld- gosum. Sérstaklega voru sjúk- dómar, sem breiddust út sem drepsóttir, skoðaðir sem hin refsandi hönd hefnigjarnra mátt- arvalda. Þeir voru álitnir vera syndagjöld mannanna, og kirkj- an boðaði, að mönnum bæri að taka þeim með þolgæði og auð- mýkt. Job rakti þjáningar sínar til örva hins Almáttuga. Er Boccaccio lýsir pestinni í Flór- ens 1348, kemur fram hjá hon- um álit almennings á orsökum slíkrar plágu. Hann segir: „Og svo mikil var grimmd himnanna, eða kannske mannanna, að allt að 100.000 manns létust í borg- inni“. Marteinn Liither sagði: „Drepsóttir, hitasóttarfaraldur og aðrir skæðir sjúkdómar, eru ekkert annað en gerningar djöf- ulsins.“ Aríð 1495 gaf Maximi- lian keisari út tilskipun, þar sem hann heldur því fram, að „hinn nýi, franski sjúkdómur,“ sýfilis, væri refsing Guðs fyrir syndir mannanna. Tveim öldum síðar lýsti Cotton Mather í Nýja Englandi yfir því, að þessi sami sjúkdómur væri refsing, sem hinn réttláti dóm- stóll Drottins hefði geymt handa „þessum vorum síðari tímum . .“ I kafla hér á undan var sagt. frá því, að klerkastétt Skotlands hefði haldið því fram, að bóhi- sótt væri „refsidómur Guðs.“ Samkvæmt trúnni á guðlegan nppruna drepsótta, voru bænir, messur, verndargripir og fórnir dýra og jafnvel manna, helztu gagnráostafanir til þess að reyna að milda hinn reiða Guð. Með vaxandi menningu vék trúin á guðlegan uppruna flestra sjúkdóma smám saman fyrir trúnni á það, að' sjúkdómar eigi rætur sínar að rekja til truflana í alheimskerfinu. Jafnvel allt til vorra tíma hafa náttúrufyrir- bæri, svo sem myrkvar, hala- stjörnur, jarðskjálftar og flóð- bylgjur verið álitin fyrirboðar yfii-vofandi farsótta. Og það er fyrst á síðustu thnum, að við höfum komizt að raun um, að mýragufur og næturloft eru ekki sj úkdómsorsakir. Þegar guðfræðilegar ráðstaf- anir brugðust sem vörn gegn drepsóttunum, reyndu menn 20 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.