Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 38
Eftir að barnið kemst á ung-
lingsaldurinn, verður heimurinn
utan heimilisins eðlilega mikil-
vægari og áhrifameiri fyrir það,
en hinn þröngi heimur fjölskyld-
unnar. Það er hin eðlilega löng-
un móðurinnar til að hafa barn-
ið' heima og undir sinni vernd-
arhendi, sem orsakar mest af
vandræðum unglinganna, álít
ég. Þú vilt að þau fari út að
skemmta sér, en þú vilt að þau
geri það eftir þínu höfði. Af því
þú ert eldri, sérðu hætturnar
alls staðar leynast. En það, sem
ég held að við foreldrarnir ætt-
um að muna, er, að margt af því,
sem við óttumst, er einungis
hluti af útsýni unglingsins. Það
er þeirra útsýni, en ekki okkar.
Þó að við mæður reynum eftir
l>eztu getur — og ég held allar
skynsamar mæður reyni það —
að sjá allt þetta frá sjónarmiði
dætra okkar, getum við ekki ætl-
ast til að þær skilji afstöðu okk-
ar miðaldra líkama, fmnur en
tízkuna á okkar æskuárum.
En samt verðum við að' reyna.
Eins var það þetta kvöld, sem
Dídí fór á dansleikinn, og það
leið fram á nótt, án þess hún
kæmi heim. Eg var hrædd. Eg
vissi, að það var venja að fara
eitthvao á eftir og fá sér bita,
við pylsuvagn eða slíkan stað'.
Það var látið heita, að kókakóla
væri helzti drykkurinn, en þó
höfðu stöku sinnum hlotist vand-
ræði af því, að piltarnir drukku
eitthvað sterkara. Það hafði ver-
ið' setið í bílum og daðrað. Og
það höfðu orðið árekstrar með
slysum á vegunum. Allt þetta
leitaði á huga minn, er ég beið
í setustofunni og fylgdist með
klukkunni.
Eg gat ekki að því gert, að ég
fór að ganga um gólf og gæta út
um gluggann eftir bílljósum. En
svo áttaði ég mig. Skynsemi mín
fékk aftur yfirhöndina. Ef Dídí
kæmi og fyndi mig í slíku eymd-
arástandi, taugaóstyrka og
grama við hana, myndi öllum
trúnaði lokið okkar í milli. Svo
mikið vissi ég.
Hún var rétt að byrja erfið-
asta tímabil ævinnar, og ef ég
brygðist henni í skilningi nú,
myndi ég vel-ða síðasta mann-
eskjan, sem hún leitaði til, ef
hún þarfnaðist samúðar og
hjálpar.
Réttast væri, hugsaði ég, að
hátta, eins og ég liefði engar á-
hyggjur. Nei, það væri heimsku-
legt. Hún myndi hugsa sem svo,
að ég kærði mig kollótta. um,
hvenær hún kæmi heim. Ég varð
að' vaka og bíða eftir henni, en
það varð að líta ofur eðlilega út.
Traust. Það var orðið. Hún varð
að trúa því, að ég treysti henni.
36
HEIMILISRITIÐ