Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 39

Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 39
Eg varð að' hafa nógu mikla trú á henni, þó ung væri, til þess að efast ekki um, að hún myndi ekki fara í drykkjulag eftir ball- ið, og að hún hefði haft vit á að fara ekki með Jim, ef hann liefði haft slæmt orð á sér meðal skóla- systkinanna, ÉG HAFÐI átt Dídí í fjórtán ár. Þekkti ég hana svo lítið, að ég þyrfti nú að hafa áhyggjur út af skorti hennar á heilbrigðri skynsemi eða sjálfstjómp Þurfti ég að vera dauðhrædd um, að hún myndi fara sér að voða við fyrtu raun, ef sú raun vrði á vegi hennar í nótt? Og svo hugsaði ég um annað. Hve mikið vissi hún í raun og veru um sitt eigið kvneðli, eða hvert það gæti leitt hana? Um unað þess og hættur? Það er sitthvað að segja litlu barni frá tímgun dýra og jurta, eða skýra fyrir fjórtán ára dóttur sinni þær líkamlegu hvatir og tilfinningar, sem stafa af kyneðli hennar eig- in líkama. Hún hafði alizt upp hjá for- eldrum, sem elskuðu hvort ann- að, og lifðu hamingjusömu kyn- ferðislífi. Ég hrökk við, er ég heyrði skellt bílhurð og fótatak upp stíginn. Ég sat kyrr í stólnum. IJtidyrahurðin opnaðist ofurlít- ið. Ég heyrði lágan hlátur og: „O, Jim, ég verð að fara inn, já, á morgun eftir skóla, já, góða nótt.“ Hún kom inn. Það var aðeins sekúnda, sem hún horfði á mig yfir stofuna, Mér fannst það ei- lífð. Ég vissi auðvitað, að Jim hafði boðið henni góða nótt með kossi. Það var í augum hennar. Þau voru eins og stjörnur. Ég vissi, að hana langaði mest til að hátta og vera ein með draumum sínum og tilfinningum, sem hún þekkti nú í fyrsta sinn. En ég fann líka, að þetta var einstök stund fyrir okkur tvær. Ekki sem móður og dóttur, heldur vinkonur, sem tækju þátt í gleði hvorrar annarrar. „Komdu inn, elskan,“ sagði ég. „Var ekki óskaplega gaman?“ „Jú — en — klukkan er orðin svo voðalega margt, og —“ Hún vildi vita, hvað ég ætlaði að segja. Myndi ég ávíta hana, eða Jim, fyrir að hafa verið svona lengi? „Það vill verða svo, þegar garnan er, ég hefði átt að hugsa. um það, áður en þú fórst. Þá hefðum við getað gert ráð fyrir því, hvenær þú kæmir. Það var mér að kenna, en ekki þér. Skemmtirðu þér ekki vel á ball- inu?“ Mið langaði til að segja: JÚLÍ, 1954 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.