Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 43

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 43
unglingar stofni sér í vandræði.“ Augu Dídí leiftruðu. „Það hefur anima átt við! Hún lield- ur að Jim og ég — ó, mamma, þú veizt, að við' myndum ekki gera neitt slíkt!“ Eg varð að vera hreinskilin. „Nei, ég trúi ekki, að þú gerir slíkt. En við pabbi þinn værum ekki góðir foreldrar, ef við hefð- um ekki ofurlitlar áhyggjur og legðum þér lífsreglur til öryggis. Enginn getur sagt þér neitt um þínar eigin tilfinningar. Þú verð- ur sjálf að læra að' þekkja þær með tíma og reynslu, og okkur tæki það sárt, ef þú gerðir eitt- hvað, sem þú myndir sjá eftir síðar. Þess vegna kysum við heldur, að þú færir með félögum þínum, en að þú sért ein með Jim.“ DÍDÍ VAR hugsandi. „Stund- um er betra að vera ein með pi)ti,“ sagði hún seinlega, „held- ur en vera með þeim fleiri. Sum- ir þeirra drekka og daðra og fara í kappakstur á bílunum. Jim og ég erum ekkert fyrir slíkt.“ „Það gleður mig að heyra,“ sagði ég. „Þú verður að vanda vál á félögum þínum. Eg lield að margir unglingar lendi í vand- ræðum af því, að þeir eru hrædd- ir um að vera kallaðir heiglar. En þá fvrst er maður heigull, ef t-------------------------------> Skrýtlur Hann: „Mér er dansinn alveg í blóð borinn, skal ég segja yður.“ Hún: „Þá hljótið þér að hafa lágan blóðþrýsting — því fæturn- ir hafa farið á mis við þetta.“ „Ertu alltaf með baðmull í eyr- unum?“ „Já, ég hef þann óvana að hamra með fingrunum á borð- plötur, og ég þoli ekki að lilusta á hávaðann af því.“ s.______________________________ maður gerir eitthvað, sem mann langar ekki til, einungis af því að maður er hræddur við það, sem aðrir segja.“ Eftir andartak sagði Dídí: „Það eru ekki stúlkurnar — það eru strákarnir, sem koma illu af stað. Lára Turner sagði mér, að í fyrsta sinn, sem hún fór út með Roy Michelis, vildi hann faðma hana og kyssa allan tímann í aftursætinu í bílnum, og þegar hún varð reið, sagði hann, að hún væri leiðindaskjóða og sagð- ist aldrei ætla að bjóða henni út framar.“ „Ég þekki ekki Roy,“ sagði ég, „en þetta er svona um marga pilta. Því miður verða þeir mik- ið fyrr fullþroska kynferðislega en stúlkur. Sextán ára piltur get- ur haft kynhvatir, sem ekki fá neina útrás. Auk þess er það JÚLÍ, 1954 4t

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.