Heimilisritið - 01.07.1954, Page 47

Heimilisritið - 01.07.1954, Page 47
Þeir draga ekki úr afrekum sínum, karlarnir, þegar þeir eru að rifja upp það, sem á dagana hefur drifið Krítað liðugt Smásaga eftir enska rithöfundinn HERBERT ERNEST BATES, frýdd af Elíasi Mar Silas og Cosmo frændur mínir voru hvor af sínum heimi; en samt var eins og þeir væru báð- ir runnir af sömu rót. Cosmo frændi var lítill og þéttvaxinn og bar uppsnúið yfirskegg, gull- baug á hægri hendi, vínrautt innsigli í gullúrkeðjunni og grænan Hamborgarhatt. Hann gekk við staf með gljáandi silf- urhandfangi og leit út fyrir að vera öldungis sá, sem hann var — geysilegur spjátrungur. Hafi Silas frændi verið hinn svarti sauður í öðrum fjölskylduhópn- um, þá var Cosmo það' í hinum. Hann lagði þann skelfilega hlut í vana sinn, sem ég geri ekki ráð fyrir, að nokkur hafi getað fyrír- gefið honum: að dveljast erlend- is á veturna. Þá sendi hann okk- ur landslagsmyndir með appel- sínutrjám í Mentone, flóanum við Neapel, Vesuvíusi, gondól- um Feneyja og sér sjálfum með stráhatt í Pompei á jóladaginn, og skrifaði glaðklaldcalega: „Held áfram til Hellas og Port Said á morgun, en lokatakmark- ið' er Ceylon.“ Sagt var, þótt enginn gæti fært á það sönnur, að hann ætti unnustu í Nice, og svo var talað um eitthvað hneykslisvert í sambandi við veru hans í Colombo. Þegar hann kom svo til baka að vor- inu ár hvert, hafði hann með- ferðis appelsínur, ferskar af trjánum, sikileyska Jeinnuni, austurlenzkar dúfur, skeljar úr suðurhöfum, kvartshnullunga blandna gulli og stríðsaxir frá hinum og þessum höfðingjum fjariægra þjóðflokka, að ó- gleymdum ágætum leiðbeining- um varðandi það, hvernig mað- ur ætti að fara að því að snæða spaghetti. Hann gældi við inn- JÚLÍ, 1954 45

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.