Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 56

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 56
„En nýja auglýsingin mín verð- ur áreiðanlega góð'. Takið þér bara eftir.“ „Og hvernig á hún að hljóða?“ spurði afgreiðslustúlkan kurteis- lega. „Druslulegur piparsveinn með lieilt fjall af óstoppuðum sokk- um óskar eftir að kynnast stúlku, sem kann að bæta, pressa, stoppa í sokka og bursta skó, með hjónaband fyrir aug- um.“ „Er þetta allt ?“ spurði stúlk- an. „Já, haldið þér ekki, að ég muni finna þá réttu?“ spurði Marteinn. Stúlkan fór hjá sér og vissi ekki vel, hverju hún átti að svara. „Það vildi ég óska yðar vegna,“ svaraði hún loks. Kvöldið eftir, þegar Marteinn kom heim, gáði hann strax í póstkassann, en honum til mik- illar undrunar var hann tómur. Daginn eftir fékk liann ekki heldur eitt einasta bréf. Og þeg- ar hann spurði veitingakonuna, fékk hann það ómilda svar, að það væri varla að búast við því, að hann fengi mörg kíló af bréf- urn daglega. Hryggur í bragði gekk hann þriðja daginn upp stigann til herbergis síns. Hann þorði ekki lengur að vonast eftir bréfum frá giftingarsjúkum stúlkum. Bara að hann hefði valið einhverja af einmana stúlkunum eða eina af þeim, sem áttu einkabíl og tjekk- hefti. Þegar hann ætlaði að' fara að opna dyrnar að lierberginu sínu, kom veitingakonan honum í opna skjöldu. Hún var ákaflega æst og reiðileg. „Nú er nóg komið!“ æpti hún. „Nú látið þér yður ekki lengur nægja að brenna gat á gólftepp- ið og fægja skóna yðar með gar- dínunum mínum.“ „En kæra frú.“ Marteinn reyndi að róa liana. „Hvað' í ó- sköpunum hefur komið fyrir?“ „Verið þér ekki svona sak- leysislegur, bannsettur .. .“ Tií allrar hamingju gat hún ekki fundið heppilegt orð. „Auðvit- að á ég við það, að þér skuluð leyfa kvenmanni að' koma og' heimsækja yður . . .“ „Kvenmaður í heimsókn?“ spurði Marteinn undrandi, ýtti kerlingunni til liliðar og opnaði dyrnar á herberginu. Við honum blasti vel ræstað og hreinlegt herbergi, sem hann 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.