Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 62

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 62
gægðist upp yfir trjátoppana og skar mig í augun. Eg lokaði þeim. „Tom, þetta er meira en lítið und- arlegt,“ heyrði ég Lindu segja. Ég opnaði augun og spurði hana, hvað væri undarlegt. „Að Daisy skyldi finnast svona í hcrberginu mínu cn ekki í gestaher- berginu, þar sem hún hcfði átt að vera,“ sagði Linda. Ég rétti úr mér. „Hvað áttu við með því?“ „Mér datt svolítið í hug, sem kom fyrir núna fyrir nokkmm vikum — eða kannske er lengra síðan. Ég man það ekki fyrir víst,“ sagði Linda. „Hvað kom þá fyrir?“ spurði ég.'' „Ekkert sérstakt. Ég stoppaði á leið- inni til að fá bensín, og bensínsölumað- urinn vakti athygli mína á því, að rærn- ar á öðru framhjólinu hefðu næstum verið skrúfaðar af. Og ég var þar að auki að flýta mér . . .“ „Hvert þó í .. . !“ „Já, ég hefði getað farið mér að voða.“ „Guð sé oss næstur," sagði ég og rcif upp nokkur grasstrá. „En af hverju dettur þér þetta í hug í þessu sam- bandi?“ „Þú ert seinn í hugsun í dag, ást- in,“ sagði hún. „Þú veizt, að í rauninni hefði það átt að vera ég, sem svaf þarna í herberginu í nótt, eðlilega.“ „Meinarðu, að það hafi átt að myrða þig, en ekki Daisy?“ Hún kinkaði kolli. Ég stóð up, þrýsti höndunum djúpt niður í vasana og fór að ganga fram og aftur. 9. KAPÍTULI UM SÍÐIR sneri ég mér að Lindu. „Heyrðu,“ sagði ég. „Það verður að gera eittlivað til þess að ná í lögregluna. Éír verð að komast í samband við hana með einhverjum ráðum.“ „Hvaðan hringdirðu?“ „Úr — úr svefnherberginu þínu.“ Hún gretti sig. Svo minnti hún mig á það, að í bókastofunni væri einnig sími, og að einnig væri til bíll, sem hægt væri að aka. „Komdu, þá förum við inn,“ sagði ég- . Linda sagði einbeitt á svip, að hún skyldi aldre.i framar stíga fæti sínum inn í þetta hús. Hún ætlaði að vera, þar sem hún var. „En ástin mín,“ mótmælti ég, „ég skal hringja í lögregluna. Og ég hef ekki ætlað mér að skilja þig hér eftir eina og yfirgefna. Hvers vegna viltu ekki koma með inn í húsið?“ Hún hristi höfuðið. „Nei,“ sagði hún. „Farðu bara. Ég verð hér.“ Hún reyndi að brosa, en það gekk erfiðlega. Loks- ins brauzt brosið fram, og ég fann til hamslausrar löngunar til þess að kyssa hana. En ég hélt aftur af mér. „Nú jæja“ sagði ég, „en ef eitthvað skyldi koma fyrir, skaltu æpa eins ægi- lega og þú getur." „En, ástin mín, hvað ætti að koma fyrir hérna?“ Það hafði ég ekki hugmynd um. • „Farðu nú. ástin mín. Taktu við stjórninni. Ég gleðst yfir því.“ Ég naut þess að heyra hana segja þetta. Þegar ég kom að dyrunum, sneri ég mér við og veifaði til hennar;' hún veif- aði á móti. Svo gekk ég inn. Það var cnginn í eldhúsinu, ekki heldur í borð- stofunni. Það var einhver í bókaher- stofunni. Það var Eddi. Hann hallaði sér letilcga aftur á bak í hægindastól. Hann lcit til mín og glotti. „Ertu að leita að einhverju?“ 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.