Heimilisritið - 01.07.1955, Page 26

Heimilisritið - 01.07.1955, Page 26
hildar. Til að villa Brynhildi sýn tekur Sigurður á sig gerfi Gunn- ars og fer úr höllinni. I næsta atriði er hetjan komin til Val- kyrjuhamars. Sigurður hittir Brynhildi, en hún undrast komumann, því að hann hefur eigi útlit Sigurðar. Hiin fær eigi skilið livernig öðrum en honum hafi getað tekizt að ríð'a vafur- logann, sem lykur um hamar- inn. Hún heldur á loft hringnum í því trausti, að hann verði sér til vamar. Sigurður tekur hring- inn af fingri hennar og dregur hana inn í hellinn. II. þáttur Á bökkum Rínar. Högni og Hjálprekur, faðir hans, leggja á ráð um að ná hringnum aftur. Sigurður, sem aftur er kominn í sinn eigin ham, kemur til þeirra og er heilsað vinsamlega. Hann segir Högna, að hann hafi unn- ið konuna fyrir Gunnar og að þau séu að koma. Guðrún heils- ar Sigurði ástúðlega, en síðan fara þau til að undirbúa mót- tökuhátíð Gunnars og Bryn- hildar. Þegar þau koma verður Brynhildur harmi lostin af að sjá Sigurð við hlið Guðrúnar. Einnig sér hún hringinn á fingri hans og krefst skýringar. Sigurð- ur, sem enn man ekki eftir sam- bandi sínu við hana, getur ekki gefið fullnægjandi svar. Hún á- kærir hann fyrir svik hans og vekur illan grun Gunnars, sem Sigurður hefur blekkt. Hetjan tekur það til bragðs sér til varn- ar, að vinna vopnaeið. „Ileljar- geir, helga vopns“. En Brynhild- ur heldur áfram ásökunum sín- um og Sigurður álítur hana hafa misst vitið. Högni fullvissar Brynhildi um, að hann muni liefna þeirrar svívirðú, sem hún hafi orðið fyrir, og segir liún honum þá að vopn bíti Sigurð einungis á baki. Bak hans sé ekki varið töfrum, því að hann muni aldrei flýja. Gunnar, Brjmhildur og Högni verða á- sátt um, að Sigurður verði að týna lífinu fyrir svik sín. III. þáttur Skógi vaxið' dalverpi við Rín. Sigurður hvílist eftir veiðar. Rínardísir koma upp á yfirborð fljótsins og syngja um Rínar- gullið. Þær reyna að fá hann til að gefa sér hringinn, en hann synjar þess. „Hajmeyja og horskra kvenna, háttu ég þelcki“. Dísimar firrtast við og segja honum, að hann muni deyja áð- ur en dagur sé að kvöldi kom- inn. Lúðraþytur kveð'ur við. Gunnar og Högni koma og Sig- urður heilsar þeim glaðlega. Þeir eta og drekka og Sigurður segir 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.