Heimilisritið - 01.07.1955, Page 28

Heimilisritið - 01.07.1955, Page 28
Ein af hinum ágætu sögutn um lögreglu- manninn Francis Quarles — Beiskar möndlur eftir Julian Symons StúU^an, sem afgreiddi Vi5 barinn, bauð Franklin eitt glas af appelsín. MICHAEL Franklin, sem var leikari, en næstum eins kunnur fyrir ónotalega framkomu og skaplyndi og hin miklu afrek sín á leiksviðinu, leit yfir á- heyrendaskarann, brosti ólund- arlega og fékk sér sopa úr vatns- glasi, sem stóð á borðinu við hlið hans: — Það versta, sem ég veit í þessum heimi, er að halda ræður, sagði hann, og áheyrendur hlógu og bjuggust við meira af svo góðu. Hann hélt áfram: — Og ef það er einn staður í heiminum, sem ég þoli ekki, þá er það þessi leiðindabær Dembry í drepleiðinlegasta hluta Norð- ur-Englands. Ég hef orðið fyrir þeirri ógæfu að ala barnsaldur minn hér, og það veldur mér sárum vonbrigðum að sjá hér meðal áheyrenda ýmsar þær manneskjur enn á lífi, sem ég gat ekki með nokkru móti þol- að á barnsaldri. Hann tók sér málhvíld og snýtti sér. Að þessu sinni bar ekki á neinni hrifningu í undir- tektum áheyrenda. Hinn ungi einkaritari Frank- lins, Desmond Carr, mjakaði sér vandræðalega í sætinu og það var eins og honum liði mjög illa. Uppi á sviðinu stóð húsbóndi hans og hallaði aftur höfðinu og vaggaði sér fram og til baka og hæðnisbros lék um varir hans er hann leit á gamla fólkið úr fínu 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.