Heimilisritið - 01.07.1955, Side 30
unni — þar eru menn ekki svo
vandlátir þegar velja þarf yfir-
menn.
Rödd hans var hás og rám, en
hann talaði mjög hátt, þannig að
tugir manna heyrðu til hans er
hann móðgaði ofurstann. Ofurst-
inn sneri baki við Franklin.
Konan, sem afgreiddi við barinn,
bauð Franklin upp á appelsínu-
límonaði. Hann drakk það, en
gretti sig hræðilega:
— Hvers konar fjárans gutl
er þetta! þrumaði hann. Og hver
eruð þér?
Hann glápti beint framan í
konuna, sem dró sig vandræða-
lega til baka. Hún var um það
bil f jörutíu ára og leit ekki sér-
lega vel út.
— Ég heiti Doris Parkes, svar-
aði hún. — Þér munið kannske
eftir mér, herra Franklin?
— Auðvitað. Þegar maður hef-
ur einu sinni séð yfirskegg yðar
gleymir maður því aldrei. . . .
Hann sneri sér að einkaritara
sínum: — Horfðu vel á þessa
konu, Carr. Þegar hún var ung
var hún ljótasta stúlkan í Dem-
bry. Það er eiginlega synd að hún
skul ekki hafa fríkkað neitt með
aldrinum.
Hann slangraði hægt áfram,
en virtist óstyrkur á fótum. Frú
Meaker gekk á eftir honum.
— Það er víst óhætt að segja
að það hafi verið óheppilegt að
biðja Franklin að setja samkom-
una, sagði Quarles og horfði á
eftir þeim. — Hver átti hug-
myndina að því?
— Ég held að það hafi verið
frú Meaker, sem stakk upp á því,
svaraði ofurstinn. — En við er-
um mörg í undirbúningsnefnd-
inni og það var einróma sam-
þykkt að við skyldum snúa okk-
ur til Franklins, svo að við ber-
um öll sameiginlega ábyrgð á
þessu glappaskoti. Við gátum
ekki vitað að hann yrði svona
furðulega ósvífinn. Ég skil það
bara ekki að hann skyldi leyfa
sér að koma hingað svona á sig
kominn.. . . Nú, hvað er nú þetta
eiginlega?
Fjöldi manna æptu hver upp
í annað nokkuð í burtu.
Quarles og Hewkley ofursti
þutu á staðinn og sáu að Frank-
lin hafði dottið. Hann lá á veg-
inum, meðvitundarlaus að því
er virtist. Andlit hans var rautt
og þrútið. Hinn kvrnni læknir
Lacey, sem bjó í villu utantil
við bæinn, var einnig kominn á
vettvang. Hann beygði sig yfir
hinn sjúka leikara, en einkarit-
arinn Desmond Carr stóð yfir
þeim og bar sig mjög vandræða-
lega.
— Vinsamlegast farið frá!
sagði læknirinn og stóð upp. —
28
HEIMILISRITIÐ