Heimilisritið - 01.07.1955, Page 33

Heimilisritið - 01.07.1955, Page 33
Þá hefur þú orðið, Quarles. — Ég hef sannarlega fundið nokkuð, sem getur verið mjög mikilvægt, sagði' einkaspæjar- inn. Það er þó ekki svo mikil- vægt, að það geti leyst gátuna alla. Það segir til dæmis ekkert um ástæðuna fyrir því, sem skeð hefur hér. Franklin var ekki elskaður — hvorki hér í þessu héraði né annars staðar. Hann var mjög ónotalegur 1 framkomu og átti fjölmarga óvini. Einn þessara óvina hefur myrt hann. Það vitum við með vissu. Við vitum einnig, að við morðið hef- ur verið notuð eiturtegund, sem heitir nitrobenzin. En hvaðan hefur morðinginn fengið eitrið? Hann getur hafa búið það til sjálfur ef hann hefur haft eitt- hvað vit á efnafræði. — Þér sögðuð fyrst, að þér hefðuð komizt að einhverju mik- ilvægu, en mér finnst að þér vitið ekki neitt, sagði Desmond Carr hæðnislega. — Það, sem ég hef fundið, hefur gefið mér nafnið á morð- ingjanum, sagði Quarles hvasst. — Sá möguleiki hefur verið ræddur, að Franklin hafi fengið eitrið í appelsínuvatni, sem hann drakk. Ég trúi nú ekki á þá kenningu. Hver gat vitað fyrir- fram, að Franklin myndi drekka einmitt þetta appelsínuvatn á einmitt þessum stað? Ég er einn- ig viss um að hann hefði fundið lyktina af beizkum möndlum og það hefði vakið grunsemdir hans. — Lyktin hefur nú verið sú sama á hvaða hátt sem hann hefur fengið eitrið, er það ekki? skaut frú Meaker inn. — Franklin átti erfitt með að finna þef og lykt í dag vegna þess að hann var illa kvefaður. Munið þið ekki hve oft hann snýtti sér meðan hann talaði? Morðinginn er maður, sem hef- ur þekkt hann mjög vel og vissi að einmitt í dag átti Franklin mjög erfitt með að finna nokkra lykt. Morðinginn getur með öðr- um orðum ekki verið neinn héð- an úr bænum. Fr^nklin kom hingað rétt í sama mund og hann átti að stíga upp á sviðið og enginn hér gat vitað fyrir- fram að hann var kvefaður. Morðinginn getur aðeins verið einn maður, nefnilega maðurinn, sem keyrði með honum frá Lond- on — einkaritari hans Desmond Carr. — Þetta er furðu djörf ákæra! — Carr hló hátt. — Þér vitið þá auðvitað hvemig ég myrti hann, er það ekki? Spurningin var sett fram af ískaldri hæðni,' en nokkurs skjálfta varð vart í röddinni. # JÚLÍ, 1955 31

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.