Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 33

Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 33
Þá hefur þú orðið, Quarles. — Ég hef sannarlega fundið nokkuð, sem getur verið mjög mikilvægt, sagði' einkaspæjar- inn. Það er þó ekki svo mikil- vægt, að það geti leyst gátuna alla. Það segir til dæmis ekkert um ástæðuna fyrir því, sem skeð hefur hér. Franklin var ekki elskaður — hvorki hér í þessu héraði né annars staðar. Hann var mjög ónotalegur 1 framkomu og átti fjölmarga óvini. Einn þessara óvina hefur myrt hann. Það vitum við með vissu. Við vitum einnig, að við morðið hef- ur verið notuð eiturtegund, sem heitir nitrobenzin. En hvaðan hefur morðinginn fengið eitrið? Hann getur hafa búið það til sjálfur ef hann hefur haft eitt- hvað vit á efnafræði. — Þér sögðuð fyrst, að þér hefðuð komizt að einhverju mik- ilvægu, en mér finnst að þér vitið ekki neitt, sagði Desmond Carr hæðnislega. — Það, sem ég hef fundið, hefur gefið mér nafnið á morð- ingjanum, sagði Quarles hvasst. — Sá möguleiki hefur verið ræddur, að Franklin hafi fengið eitrið í appelsínuvatni, sem hann drakk. Ég trúi nú ekki á þá kenningu. Hver gat vitað fyrir- fram, að Franklin myndi drekka einmitt þetta appelsínuvatn á einmitt þessum stað? Ég er einn- ig viss um að hann hefði fundið lyktina af beizkum möndlum og það hefði vakið grunsemdir hans. — Lyktin hefur nú verið sú sama á hvaða hátt sem hann hefur fengið eitrið, er það ekki? skaut frú Meaker inn. — Franklin átti erfitt með að finna þef og lykt í dag vegna þess að hann var illa kvefaður. Munið þið ekki hve oft hann snýtti sér meðan hann talaði? Morðinginn er maður, sem hef- ur þekkt hann mjög vel og vissi að einmitt í dag átti Franklin mjög erfitt með að finna nokkra lykt. Morðinginn getur með öðr- um orðum ekki verið neinn héð- an úr bænum. Fr^nklin kom hingað rétt í sama mund og hann átti að stíga upp á sviðið og enginn hér gat vitað fyrir- fram að hann var kvefaður. Morðinginn getur aðeins verið einn maður, nefnilega maðurinn, sem keyrði með honum frá Lond- on — einkaritari hans Desmond Carr. — Þetta er furðu djörf ákæra! — Carr hló hátt. — Þér vitið þá auðvitað hvemig ég myrti hann, er það ekki? Spurningin var sett fram af ískaldri hæðni,' en nokkurs skjálfta varð vart í röddinni. # JÚLÍ, 1955 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.