Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 37

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 37
kvölds — eilífur úrhellingur, sem gerði sængurfötin rök og fór hroðalega í skapið. í hvert skipti, sem Susan sá sundfötin sín, fékk hún gæsa- húð, og strandfötin hennar Bett, eftir nýjustu tízku, voru eins og frá öðrum hnetti. En þegar sólin brauzt fram á fjórða degi breyttist allt á svip- stundu. Eftir eins dags steikj- andi sólarhita mættu allir gest- imir eldrjóðir við kvöldverðar- borðið, þreyttir og hamingju- samir eftir svo mikið útiloft og sjóböð. Og til þess að bæta upp síðustu dagana, kom bíll hótels- ins hlaðinn nýjum gestum og 1 þeim hóp var bara ein stúlka, hitt voru allt ungir kerlmenn. Þetta kvöld skartaði Bett í fallegasta kjólnum sínum og hún var í ljómandi skapi og skemmti sér konunglega. Það leið ekki á löngu þar til hún var orðin hrókur alls fagnaðar 1 hóp ungmenna, sem eltu hana á röndum, en Susan lét lítið á sér bera. Nokkru seinna, þegar þau voru öll sezt við eitt borð, gaf Bett Susan merki og þær gengu sam- an út á svalirnar. — Sjáðu nú til, Susan, sagði Bett og greip í handlegg hennar. — Ég vil fá að tala við þig. Þú verður að reyna að tala eitthvað við strák- ana. Það er ekki nóg að sitja bara og anda. Þú verður að vera fjörug og skemmtileg, annars er kvöldið ónýtt. Maður verður að hafa það á tilfinningunni, að þú sért með. — Ég vildi bara að þú létir mig í friði, sagði Susan reiðilega. Ég veit ekki hvemig ég á að vera fjörug og ef ég reyndi það myndi ég bara verða mér til skammar. Mér er líka alveg sama þó að þessir krakkar þarna inni haldi að ég sé drepleiðinleg. Mér er návæmlega sama hvað þau halda. Rétt í þessu ók bíll upp að hótelinu og þær heyrðu karl- mannsraddir. Bett rýndi út í myrkrið og kom auga á þrjá karlmenn, sem komu í áttina að svölunum. •— Jæja, heillin, sagði hún ánægð — hér koma fleiri til við- bótar. Ungu mennirnir þrír gengu upp tröppurnar og námu staðar þegar þeir sáu stúlkurnar. * — Kvöldið, sagði sá fremsti, — er þetta hótelið? Bett mældi þá út án þess að sýna nokkum áhuga. — Já, það er rétt, sagði hún kuldalega. En þið komið hingað inn á eigin ábyrgð, það er hreint þvaður, sem stendur í auglýsingunni frá hótelinu. JIJLÍ, 1955 35

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.