Heimilisritið - 01.07.1955, Side 41

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 41
Hann náði í stól og settist rétt hjá henni. — Þetta er ágætt — að sitja svona úti heldur en að hanga þarna inni í svækjunni, sagði hann. Hann beygði sig fram og leit á hana. — Þú er víst sú einasta, sem lætur þér detta svona nokkuð í hug, Sue. Ég hef tekið eftir þér undanfama daga. Hún horfði fast á hann. — Er það satt? hvíslaði hún. — Já. Hann leitaði 1 vasa sín- um og kom upp með reyktóbaks- pakkann sinn. — Þú ert allt öðru vísi en hinar stúlkumar. Það eina, sem þær hugsa um eru föt og karlmenn. Hann hvessti brýrnar. Susan gat ekki látið sér detta neitt í hug, sem hún gæti sagt við hann. En Mike hélt áfram að tala: — Þú ert öðru vísi. Ég hef tekið eftir því, að þú ferð þínar eigin leiðir. Þú heldur þér frá hinum. Þú lest og ferð í göngu- ferðir, teiknar og málar og færð einhverja ánægju út úr sumar- leyfinu. Augu þeirra mættust. — Ég hef verið hrifinn af þessu, sagði hann. Mig hefur alltaf langað til þess að tala við þig. Loksins fékk hún málið. — Hefur þú orðið hrifinn af mér? spurði hún. Hann kveikti á eldspýtu. — Já, svo sannarlega, sagði hann, og leit aftur á hana. — Þú berð alveg af hinum stúlkunum. Hann brosti. — Segðu mér eitt- hvað um sjálfa þig. Ég trúi þessu ekki, hugsaði hún með sjálfri sér. En hún fann að gleðistraumur fór um hana alla. Hún andaði djúpt og hall- aði sér aftur í stólnum. Úr þessu vissi hún hvað hún átti að gera. Nú var það ekki erfitt lengur. — Nei, fyrst verður þú að segja mér eitthvað um þig, Mike. Það var mörgum klukkutím- um seinna, sem hún gekk yfir mjóa stíginn til álmunnar, sem hún bjó í. Bett var komin í rúm- ið og hún sat þar upprétt og var reið á svipinn. — Hvar hefur þú verið? spurði hún önug. — Hér sit ég og er í vondu skapi og hef ekki nokk- urn mann, sem ég get trúað fyr- ir vandræðum mínum. Susan leit á Bett annars hug- ar. — Er það . . . Bob? spurði hún hikandi. — Nefndu ekki þann bjána á nafn, sagði Bett og hallaði sér fram og augun skutu gneistum. — Veiztu hvað hann sagði við mig í kvöld? Hann sagði: Ef þú kemur einhvern tíma til Manc- hester, þá hringdu í mig. Og svo tók hann í höndina á mér og JXJLÍ, 1955 39

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.