Heimilisritið - 01.07.1955, Page 49
Danslagatexlar
RÓSA MARIE
(lslenzkur texti eftir Gitðm. SignrSsson
viS þennan vinstda þýzka folka. —
Kynnt á Tónika-hljómplötu
Það eykur, það eykur
oss ánægju og þor
á stundum, á stundum
að stíga polkaspor.
Ei sakar, ei sakar
þó sé hann gamaldags,
því unga fólkið örvast æ
við óma fjörugs lags.
Fljóð og menn, fljóð og menn
fjör og kæti lifa enn.
Hver er fríðust, bezt og blíðust
bæði fjær og nær?
Rósa Marie.
Allar stundir létt í lundu
líkt og þýður blær
Rósa Marie.
Hver er fim og fagurlimuð
fín og öllum kær?
Rósa Marie.
Hveni er til lista lagið flest,
ljúf og töfrar mcst,
þegar sól er sezt?
Hver er það sem kyssir alltaf bezt?
Fasra Rós Marie.
SÍLDARSTÚLKURNAR
(Lag: Oddg. Kristjánsson — Texti: Asi
í Bæ. — Sungið á Tánik a-hljómplötu
af Ragnari Bjarnasyni)
Þær heilsuðu okkur með svellandi söng
síldarstúlkurnar,
og þá voru dægrin svo ljós og löng,
en ljúfastar næturnar.
Því við vorum ung og ástin hrein
og ólgandi hjartans blóð.
Og sumarið leið og sólin skein
og síldin á miðunum óð.
Ennþá er mér í minni
myjarbros og tár,
skellóttur skýluklútur,
skollitað undirhár.
Glettni í gráum augum,
gamanyrði á vör.
Dansinn á bátabryggju,
blossandi æskufjör.
Spriklandi silfur í sólareldi,
sökkhlaðinn bátur í áfangastað.
Landað í skyndi og kysst að kveldi,
kannastu bróðir við lífið það.
Köld voru kynni haustsins,
kveðjustundin sár.
Ennþá er mér í minni
meyjarbros og tár.
JÚLÍ, 1955
47