Heimilisritið - 01.07.1955, Page 53
sem ekki þarf um að deila. Það
er nikótínið, sem hefur alvarleg
áhrif á blóðrásina, herpir saman
smáæðarnar og veldur auknum
blóðþrýstingi. Það er til fólk,
sem aldrei ætti að reykja, ein-
faldlega vegna þess, að blóðrás
þess er í ólagi, svo sem þeir er
líða af Buergers-veiki. Þetta við-
urkenna allir, einnig framleið-
endur tóbaks. En enginn grunur
kefur fallið á nikótínið hvað
irabbamein snertir.
Reykingamennirnir voru fljót-
ir að benda á, að margir hlutir
væru ekki síðu líklegir til að
-valda krabbameini í lungum.
Forsvarsmenn tóbaksframleið-
endanna birtu tafarlaust niður-
stöður rannsókna, sem dr. E.
Cuyler Hammond yfirmaður
staðtölurannsóknardeildar sama
sjúkrahússins og Wyender vinn-
ur við hafði framkvæmt og
bentu til, að þrjár orsakir gætu
að minnsta kosti leitt til lungna-
kabba. Fyrsta, sígarettureyking-
ar, önnur, sót frá útblástursröri
bifreiða og frá olíukyndingum,
og þiðja, óhollusta í lofti frá
verksmiðjum.
Að margra áliti sýnir mismun-
ur á krabbameins tilfellum, eftir
því hvort fólk býr í sveit eða
bæjum, það, að óhollusta í and-
rúmsloftinu geti verið helzta á-
stæðan. Brezkar rannsóknir sýna,
JXJLÍ, 1955
að krabbameinstilfellin standa í
réttu hlutfalli við tölu reykháfa
á gefnu svæði. Dr. Daniel Horn,
starfandi við Ameríska krabba-
meinsfélagið, hefur sagt, að auk-
in óhollusta í lofti geti ert lung-
un svo að í þeim myndist krabba-
mein.
Eins og stendur munu hundr-
uð vísindamanna starfa í rann-
sóknarstofum að því, að sanna
eða afsanna hlutdeild sígarettu-
reykinganna í krabbameini í
lungum. Tóbaksiðnaðurinn kost-
ar sumar af þessum rannsókn-
um, auðvitað í þeirri von, að
þær sanni sakleysi sígarettunn-
ar. Aðrir vinna að því, að finna
hin carcinogenísku efni, sem
leynast í tóbakstjörunni, og enn
aðrir leita möguleikanna til að
hindra tjöruna í að ná til lungn-
anna. Rannsóknardeildir tóbaks-
iðnaðarins reyna jafnframt að
finna út hvort óhollusta 1 lofti
eigi aðalsök á lungnakrabban-
um.
í New York-ríki einu saman
voru 600,000-,000 færri sígarettur
reyktar 1953 en árið áður. Þetta
mun stafa af umræðunum um
samband reykinganna og lungna-
krabbans.
Fyrir nokkru sagði dr. Ham-
mond, sá er áður var nefndur, í
viðtali við hagfræðirit í Amer-
íku, meðal annars: „Við verðum
51