Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 55

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 55
Veitingahúsið „Skytturn- ar þrjár“ var farið að fá á sig slæmt orð vegna hinna tíðu þjófnaða úr veskjum gestanna. Það var því tímabært fyrir Sprott lögreglumann að taka til sinna ráða . . . Grænir fingur ,,£g er lasin í dag, ungjrú Meldicott,ii sagði Connie um leið og hún þaut út. Smásaga eftir Doris CaldwelI-BIa\eIey FRÖKEN MELDICOTT í veit- ingastofunni „Skytturnar þrjár“ var í æstu skapi. Hvasst nef hennar titraði og bleiku fiskaugun reyndu árang- urslaust að skilja svipinn í aug- um hins imga leynilögreglu- manns. Hún andvarpaði og hélt áfram: — . . . en það skiptir mestu máli, að ég veit hver þjófurinn er, er það ekki? Auðvitað verð- ur að fá sannanir — það veit ég eins vel og þér. Þið í lögreglunni gerið ekkert nema þið hafið sannanir, en það ætti ekki að vera erfitt að fá þær úr því að ég veit hver það er . . . — Já, það er ágætt, sagði leynilögreglumaðurinn þurrlega. Fröken Meldicott leit efagjörn á hann meðan hann skrifaði eitt- hvað í vasabók sína og svo sagði hún önuglega: — En rétt skal vera rétt. — Connie er ágæt þjónustustúlka og gestimir eru mjög ánægðir með hana. í hvert skipti, sem þeir tala við mig, hrósa þeir henni til skýjanna. Það yrði mik- il óánægja hjá þeim, ef ég ræki hana, þó að það sé auðvitað auð- veldasta leiðin til þess að losna við hana. Fröken Meldicott tók sér mál- hvíld, en bætti svo við: — Annars er hún líka ein af þeim, sem myndu lögsækja okk- ur, ef hún yrði rekin að ástæðu- lausu áður en ráðningartíminn JÚLÍ, 1955 53

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.