Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 61

Heimilisritið - 01.07.1955, Síða 61
við Maurice, skaltu segja henni það sjálfri. Ég fyrir mitt leyti ’vil ekki heyra meira um þetta, •og ég verð að biðja þig um að láta þennan leiða söguburð ekki ganga lengra. Skilurðu mig?“ Frú Kinlock stóð upp og setti á sig snúð. Hún var næstum því eins há og sonurinn, og það var engu líkara en að þau ætluðu í hár saman. „Hvernig vogarðu þér að tala svona til mín, Bruce!“ „Ef ég hef sært þig, þá verð- urðu að afsaka, en ég endurtek það, að þú mátt til með að vera upp yfir svona gróusögur hafin og leggjast ekki svo lágt að láta þær ganga lengra. Ég fyrirbýð þér það!“ „Þú tekur þá málstað þessa stelpuræksnis, sem við höfum tekið á heimilið,“ sagði frú Kin- lock og sauð niðri í henni reið- in. „Þú . . Bruce stóð upp og hneigði sig kurteislega. Svo fór hann. Hann gekk lengi, lengi um flötina fyrir framan húsið og hugsaði um það, sem móðir hans hafði sagt. Að lokum ákvað hann að spyrja Lindu hreinskiln- islega um, hvað hæft væri í þessu. Hún myndi að minnsta kosti ekki segja honum ósatt. En atvikin höguðu því svo til, að hann fékk ekki tækifæri til að tala við hana fyrr en dag nokkurn í byrjun júnímánaðar. Þá riðu þau út saman í fögru veðri að heimsækja einn leigu- liðann, sem var kominn í fjár- hagskröggur. Maðurinn hét Peter Gow og bjó í hrörlegu hreysi með konu sinni og fimm börnum. Hann hafði aðeins haft nóg að bíta og brenna, en þegar hann missti einu kúna sína, komst hann á vonarvöl. Þegar Linda og Bruce komu til Gow var nýbúið að bera fisk, kartöflur og brauð á borð, og þeim var boðið að borða. Linda var í þann veginn að afþakka það kurteislega, en Bruce þáði boðið. Svo settust þau til borðs, og Linda var undrandi á því, hvað auðugi Lundúnabúinn hegðaði sér alþýðlega og upp- gerðarlaust í þessari fátæklegu stofu. Það gat enginn séð annað en að hann væri vanur slíkum kosti. Bruce skildi líka, að hann mátti ekki beinlínis gefa Gow aðra kú, svo að hann spurði leiguliðann, hvort hann gæti ekki komið í vinnu við torfristu hjá sér. Spurninguna bar hann fram á þann hátt, að það var líkast því sem leiguliðinn gerði honum greiða með því að koma, og Gow brosti ánægjulega, þeg- JÚLÍ, 1955 59

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.