Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 355 ákvörðunum sínum í fjárveitingum og öðrum stefnumarkandi ákvörðunum. Þegar bilið milli þarfa og fjárhagslegrar getu breikkar verður þörfin á vel grunduðum leiðbeinandi reglum um forgangsröðun innan heilbrigðiskerfisins æ brýnni. Það er ekki á færi einstakra heilbrigðis- starfsmanna né einstakra heilbrigðisstofnana að taka stefnumótandi ákvarðanir um for- gangsröðun. Þó skal tekið fram að stefnumörk- un og leiðbeinandi reglur leysa lækna ekki undan ákvörðunum sem snerta forgangsröðun í klínísku starfi. Ef stofnun hins vegar þarf að lækka þjónustustig af fjárhagsástæðum er nauðsynlegt að sú ákvörðun sé tekin í ljósi skynsamlegrar forgangsröðunar með hags- muni heildarinnar í huga og að samræmis sé gætt ntilli stofnana. Fjölmargir hafa áhrif á forgangsröðun; stjómmálamenn, embættismenn, stjórnendur heilbrigðisstofnana, læknar, hjúkrunarfræð- ingar, annað heilbrigðisstarfsfólk, fjölmiðlar og ekki síst sjúklingarnir sjálfir og aðstandend- ur þeirra. Til að auðvelda heilbrigðisstarfs- mönnum erfiðar ákvarðanir er augljóst að ein- hver handleiðsla þarf að koma til af hálfu heil- brigðisyfirvalda. í mörgum vestrænum löndum eða landshlutum hafa opinberir aðilar birt regl- ur eða leiðbeiningar um forgangsröðun. Þar má nefna Noreg, Holland, Nýja-Sjáland og Or- egon fylki í Bandaríkjunum. Undirbúningur á vegum heilbrigðisyfirvalda í Svíþjóð er langt kominn (6). Skilningur hérlendra ráðamanna á mikilvægi forgangsröðunar virðist takmarkaður. Til marks um það má minna á viðbrögð alþingis- manna á síðstliðnum vetri við spurningalista landlæknis um forgangsröðun og svör sumra þingmanna úr heilbrigðisnefnd Alþingis um forgangsröðun í Tímanum 19.08.1994 þar sem fram kemur að með forgangsröðun sé átt við forkastanlega mismunun þegnanna (7). Þeir sem halda því fram að forgangsröðunar sé ekki þörf vegna þess að öllum sé þjónað eins og best er á kosið eru að blekkja sjálfa sig og/eða aðra. Mikilvægt er að læknar taki virkan þátt í þeirri umræðu sem til þarf svo að valdamenn og almenningur fái séð að hér er um brýnt réttlætismál þegnanna að ræða. Til þess að rödd lækna verði sannfærandi þurfa þeir ætíð að setja hagsmuni heildarinnar framar hags- munum þröngra hópa. Jóhannes M. Gunnarsson lækningaforstjóri Borgarspítalans HEIMILDIR 1. OECD — Economic Surveys 1993 — Iceland. OECD, May 1993. 2. Lög um heilbrigöisþjónustu nr. 97/1990. 3. Arsreikningar Borgarspítala, Landakotsspítala og Ríkis- spítala 1991. 4. Aætluö rekstrargjöld Borgarspítala, Landakotsspítala og Ríkisspítala 1994. Munnlegar upplýsingar framkvæmda- stjóra, september 1994. 5. Biðlistar sjúkrahúsanna í Reykjavík. Bráöabirgðauppgjör landlæknisembættisins. Munnlegar upplýsingar. 6. Várdens svára val. Rapport frán utredningen om pri- oritering inom halso- och sjukvárden. Stockholm: Statens offentliga utredningar, 1993: 93. 7. Dagblaðið Tíminn 19.08.1994: 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.