Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 18
366
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
lögunar, þar á meðal skólagöngu og atvinnu-
þátttöku.
Efniviður og aðferðir
Gagna var aflað úr sjúkraskrám fyrstu 100
sjúklinganna. Skráð var hverjir vísuðu sjúk-
lingunum til deildarinnar og ýmsar aðstæður
við innlögn svo sem samskiptaörðugleikar og
uppgjöf í fjölskyldu, þrot í skóla og fyrri með-
ferðartilraunir. Skráð voru helstu vandamál
unglingsins við innlögn, hve lengi þau höfðu
varað, fjölskylduaðstæður og metið það sálfé-
lagslega álag sem talið var skipta máli fyrir
innlögnina. Við það mat var notaður sálfélags-
legur álagskvarði fyrir börn og unglinga, sem
fylgir hinu bandaríska sjúkdómsflokkunarkerfi
DSM-III-R (15) og gefur stig frá 0-6 með vax-
andi álagi (SÁ-stig). Kvarðinn fylgir í viðauka.
Farið var yfir greindarmat og aðrar klínískar
rannsóknir sem gerðar voru á deildinni, til þess
að unnt væri að gera sjúkdómsgreiningu sam-
kvæmt 10. útgáfu hinnar alþjóðlegu sjúkdóma-
og dánarmeinaskrár (ICD-10) (16). Skráðar
voru aðstæður við útskrift, einkum með tilliti
til eftirmeðferðar og metin hver þörfin væri
fyrir hana.
Kí-kvaðrat próf með leiðréttingu Yates var
notað til að bera saman fjölda einkenna og
greininga meðal pilta og stúlkna og meðal
þeirra sem voru yngri eða eldri en 15 ára.
Vegna þess hve mörg einkenni voru borin sam-
an er munur ekki talinn marktækur nema p-
gildi sé <0,01. Við samanburð á meðaltölum
var notuð dreifigreining (ANOVA) og staðal-
skekkja ef gögn voru normaldreifð, en ella var
notað Mann-Whitney próf. Munur er talinn
marktækur ef p-gildi er <0,05.
Niðurstöður
Læknar vísuðu 59 sjúklingum til deildarinn-
ar, en ástæður fyrir innlögn hjá fjórðungi
þeirra voru fyrst og fremst hegðunartruflanir
og/eða félagsleg vandamál, til samanburðar
við 68% tilvísana frá félagsmálakerfinu sem
vísaði fjórðungi sjúklinganna. Sálfræðideild
skóla vísaði 10 unglingum og sex komu sam-
kvæmt ósk frá foreldrum. Sjö unglingar höfðu
nýlega verið á Unglingaheimili ríkisins. Beðið
var um nánari greiningu og mat á þeirn, en í
reynd var um mjög erfið mál að ræða, þar sem
fyrri meðferðartilraunir höfðu ekki tekist.
í 71 tilviki var tilvísunin til innlagnar á deild-
Tafla I.Skipting eftir kyni og aldri.
Stúlkur Piltar Samtals
11-13 ára 8 11 19
14-16 ára 43 31 74
17-19 ára 4 3 7
Samtals 55 45 100
Tafla II. Lengd innlagna eftir aldri og ky. ni.
<15 ára >15 ára
Piltar Stúlkur Piltar Stúlkur Samtals
0-8 vikur 8 7 11 17 43
9-26 vikur 11 13 10 9 43
>26 vikur 3 6 2 3 14
Samtals 22 26 23 29 100
Meðaltími
(dagar) 124,7 130,7 80,0 80,7 103,2
Miðtími (dagar) 84 105,5 58,0 34,0 63
ina fyrstu samskipti við hana, en í 74 tilvikum
var um bráðainnlögn að ræða.
Að meðaltali liðu um 15 dagar frá tilvísun
þar til sjúklingurinn var lagður inn. Meðferðar-
tími á göngudeild fyrir innlögn var því að jafn-
aði mjög stuttur. Athugað var hve lengi ung-
lingurinn hafði átt við vandamál að stríða af
geðrænum, félagslegum eða námslegum toga.
I ljós kom að helmingur hafði haft slík vanda-
mál í tvö ár eða lengur, og tæplega 40 í fjögur ár
eða lengur.
Tafla I sýnir að flestir sjúklingarnir voru á
aldrinum 14-16 ára, en helmingur þeirra var 15
ára og eldri. Eins og við má búast komu flestir
af Stór-Reykjavíkursvæðinu eða 59, og er hlut-
fallið í samræmi við íbúafjölda svæðisins. Til-
vísanir frá landsbyggðinni dreifðust nokkuð
jafnt eftir landshlutum.
Rúm 40% innlagna stóð skemur en níu vikur
(tafla II), jafnmargar stóðu í tvo til sex mánuði
og 14% lengur en sex mánuði. Síðastnefndi
hópurinn lengir meðaldvalartímann verulega.
Helmingur eldri stúlknanna dvaldi 34 daga eða
skemur. Þeir sem voru eldri en 15 ára dvöldu
að jafnaði skemur á deildinni en þeir sem voru
undir 15 ára aldri. Hins vegar var ekki mark-
tækur munur á dvalartíma kynjanna. í einstaka
tilvikum voru unglingar í meðferð í hálft ár eða
lengur. Þetta var gert vegna brýnna þarfa hjá
þeim, en einnig vegna þess að starfsfólk deild-