Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
395
„A fundi lœknadeildar 29. júní fór Stefán
Jónsson dósent fram á það, að staða hans yrði
gerð að prófessorsembœtti, eða laun hans aukin
sem svaraði prófessorslaunum. Deildin áleit
þetta fyllilega réttmœtt með þeim störfum sem á
hann eru lögð. Ég leyfi mér því fyrir hennar
hönd að óska þess að háskólaráðið fari þess á
leit við alþingi. Jafnframt vil ég fœra nokkrar
ástœður fyrir þessari málaleitan.
1. Pað hefir komið í Ijós, að staða Stefáns
Jónssonar nœr ekki tilgangi sínum í þvt' formi,
sem hún er nú. Ef hann á að geta gefið sig við
ýmsu rannsóknarstarfi, sérstaklega viðvíkjandi
sóttvörnum og sóttkveikjufræði, þarf hann að
vera laus við almenn lœkningastörf. Það tvennt
getur ekki samrýmst. Þá þarfbæði að sjá rann-
sóknastofunni fyrir betra húsnœði, bœta útbúm-
að hennar allan og sjá henni fyrir tilraunadýr-
um. Allar verulegar framfarir ísóttvörnum hér
byggjast á því að þetta komist í framkvœmd.
2. Starf það sem á hann er lagt nú, er œrið
starf fyrir einn mann: kennsla í sóttkveikju-
frœði, líffœrameinafrœði, almennri sjúkdótna-
frœði, vefjafrœði og svo bœtist nú við réttar-
lœknisfrœði, sem enginn erfœr um að kenna af
lceknum deildarinnar nema hann. Auk þessa
hefur hann, þó ekki verði til frambúðar, all-
mikla kennslu á hendi í efnafrœði.
3. Stefán hefur átt erfitt með að komast af
síðan hann flutti heim og hefði þó gengið ólíku
erfiðar, ef ekki hefði hann fengið ríflegan fé-
styrk frá kennslu í efnafrœði. Honum stendur
aftur til boða álitleg staða í Danmörku og hefur
hann því í hyggju að segja hérstöðu sinni lausri,
en þá er ekki sýnilegt að vér hefðum nokkurn
mann í hans stað. Verður ekki fram úr þessum
vanda ráðið nema að framtíð hans hér sé svo
tryggð fjármunalega, að hann vilji vera hér.
Himi leggur hann minna uppúr hvort prófess-
orsnafnbót fylgir að svo stöddu eða ekki, enfrá
deildarinnar sjónarmiði er það óviðkunnanlegt
að gera stöðu hans að prófessorsembætti meðan
ekki er sérstakur prófessor í lyflœknisfræði,
annarri aðalgrein lœknisfrœðinnar.
Deildin lýsti því og yfir á fyrrnefndum fundi
að óhjákvœmilegt sé að gera kennarastöðuna í
lyflækningum að prófessorsembœtti hið allra
fyrsta.
Af framangreindum ástœðum álít ég nauð-
synlegt:
a) Að Stefáni Jónssyni séu tryggð þau launa-
kjör, að hann geti gefið sig allan við starfi sínu
(prófessorslaun) og fáist til að vera hér.
b) Að húsnœði og útbúnaður rannsóknar-
stofunnar sé bætt svo sem nauðsyn krefur.
Óska ég að háskólaráðið beri þessar kröfur
fram fyrir alþingi.
Fengist þeim fullnœgt myndi Stefán Jónsson
taka að sér efnafrœðikennsluna endurgjalds-
laust til þess sérstakur maður tekur við henni.
Guðm. Hannesson
777 háskólaráðsins. “
Ekki bar þessi málaleitan tilætlaðan árangur
og fékk Stefán lausn frá embætti í lok árs 1922
að eigin ósk, og fluttist til Danmerkur þar sem
hann starfaði við almenn læknisstörf fram til
ársins 1950. Stefán lést í Danmörku í ágúst 1961
án þess að sinna nokkrum rannsóknarstörfum
svo vitað sé frá því hann kvaddi ísland.
Þrátt fyrir ítrekaðar og eindregnar tilraunir
stjórnar læknadeildar til að fá Stefán Jónsson
skipaðan prófessor í meinafræði við Háskóla
íslands varð stjórnvöldum ekki bifað í því máli.
Þegar Stefán Jónsson hætti tók Guðmundur
Thoroddsen við dósentsstöðunni í sjúkdóma-
fræði og gegndi henni þar til í september 1926.
En hér var aðeins um bráðabirgðaráðstöfun að
ræða, þar sem aðalstarf Guðmundar var próf-
essorsstaðan í handlæknisfræði og yfirsetu-
fræði, en í þá stöðu var hann skipaður í nóv-
ember 1924.
I gögnum Rannsóknastofu Háskólans frá
fyrstu árum Níelsar Dungals sem forstöðu-
manns er meðal annars bréf frá háskólaráði
dagsett 18. maí 1929, þar sem þess er farið á leit
að hann geri háskólaráðinu grein fyrir öllum
tekjum og útgjöldum rannsóknarstofunnar ár-
in 1923-28. í svari Dungals koma engar upplýs-
ingar fram um tekjur og útgjöld stofnunarinnar
frá 1923 og fram að þeim tíma að hann tekur
við í október 1926. Má því ætla að þá hafi engin
gögn verið tiltæk um rekstur stofunnar á árun-
um 1923-26 og hafa engin fundist síðar.
Um kennslu Guðmundar Thoroddsen, setts
dósents í sjúkdómafræði og réttarlæknisfræði
segir nánar í Árbók Háskóla íslands 1923-24 á
eftirfarandi hátt:
„1. Fór með viðtali og yfirheyrslu í3 stundir á
viku yfir almenna sjúkdómafrœði eftir Schuma-
us og Herzheimer.
2. Fór með viðtali og yfirheyrslu í 3 stundir á
viku yfir líffærameinafrœði. Sýndi líffœri eftir
föngum, holdsneiðar í smásjá og lík krufin.
3. Hafði verklegar æfingar í vefjafræði tvisv-
ar í viku.
4. Feiðbeindi stúdentum daglega 2 stundir í