Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 74

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 74
414 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 en 50% eftir það. Ekki er til staðar útlendingaafsláttur en fyrstu mánuðina eftir flutninga eru skattar aðeins lægri. Trygginga-, félags- og skólakerfi Svíar búa við mjög öflugt trygginga- og félagskerfi, senni- lega það besta á Norðurlönd- um. Almenna tryggingakerfið veitir íslendingum í Svíþjóð sömu réttindi og skyldur og Svíum á grundvelli gagnkvæmra milliríkjasamninga. Barnabætur eru mun betri en á íslandi, eða tæplega 7000 ís- lenskar krónur á mánuði fyrir hvert barn, og eru greiddar út mánaðarlega. Eftir að komið er út verður að snúa sér sem fyrst til sjúkrasamlagsins (Försakr- ingskassa), skrá sig þar og sækja um barnabætur. Fæðingarorlof og aðrar félagslegar bætur er einnig hægt að sækja um hjá sjúkrasamlaginu. Rétt er að ítreka það að best er að skrá sig hjá sjúkrasamlaginu sem fyrst eftir að komið er út því annars er hætt við að bætur tapist eða rýrni. Almennt fæðingarorlof er 52 vikur á 80% launum og geta foreldrar skipt því á milli sín eft- ir þörfum. Feður eiga að auki rétt á tveggja vikna fríi við fæð- ingu barna sinna. Leiti maki að vinnu getur hann leitað til atvinnumiðlunar í viðkomandi bæjarfélagi (Ar- betsformedlingen) og skráð sig þar. Rétt er að kynna sér vel hvaða vottorð/gögn þarf að taka með sér áður en haldið er utan og þá sérstaklega með tilliti til milliríkjasamninga á grundvelli EES-samningsins. í dag er hægt að fá fluttan rétt á atvinnuleysis- bótum á milli Svíþjóðar og Is- lands, en eingöngu ef viðkom- andi gengur í sænskt fagfélag innan fjögurra vikna frá því hann flytur til Svíþjóðar og yfir- færir síðan réttindi sín. Þannig er skynsamlegt fyrir rnaka að verða sér úti um vottorð frá fag- félögum á Islandi og staðfest- ingu á tekjum siðastliðins árs áður en haldið er út. Yfirleitt er meira framboð á barnaheimilisplássi en á íslandi en það er þó mismunandi eftir stöðum. Greiðslur fyrir barna- heimilispláss eru oftast tekju- bundnar og eru víða 5-7% af heildarlaunum. Best er að sækja um dagvistarpláss sem fyrst þar sem nokkur bið getur verið eftir plássum, sérstaklega í háskóla- bæjum. Valið stendur aðallega á milli tveggja kosta; annars vegar barnaheimilis og hins veg- ar dagmæðra. Dagmæður starfa innan kerfisins þannig að dag- mæður eins og á Islandi þekkj- ast varla, nema þá þær sem starfa „svart". Skólar eru yfirleitt mjög góðir og uppbygging skólakerfisins svipuð og á Islandi. Börnin byrja þó einu ári síðar í skóla í Sviþjóð en skólaskylda er frá sjö til 16 ára aldurs. Nýverið var skólum veitt heimild til að taka börn inn í sex ára bekk en ekki er alls staðar boðið upp á sex ára bekk. Skólaárið er lengra, sum- arfrí er níu vikur og jólafrí tvær vikur, en síðan bætist við viku frí í febrúar (sportlov) og nóv- ember (höstlov). Skóladagur- inn er samfelldur frá klukkan átta á morgnana og fram yfir hádegi og öll börn fá heita mál- tíð í skólanum. Áður en haldið er utan er skynsamlegt að grennslast fyrir um skóla í hverfinu og sækja síðan um skóla tímanlega. Yfirleitt er auðvelt að fá skólapláss en ekki er skilyrði að sótt sé um þann skóla sem næstur er heimilinu því nú fylgir hverju barni ákveð- in upphæð sem rennur til þess skóla sem barnið sækir. Bifreiðakaup Verð á nýjum bifreiðum hef- ur verið nokkuð lægra í Svíþjóð en á íslandi og flestir eru þeirrar skoðunar að ekki borgi sig að taka bílinn með út frá peninga- legu sjónarmiði. Þó má benda á að hafi maður átt bíl á Islandi í eitt ár þarf ekki að greiða tolla af bflnum í Svíþjóð. Bíllinn verður að vera búinn hvarfakút, annars þarf að greiða sérstakan mengunarskatt. Eins og gefur að skilja er verð á sænskum bfl- um hagstæðara en á íslandi en skynsamlegt er að bera saman verð með því að fá sendar upp- lýsingar frá bifreiðaumboðum eða bflasölum í Svíþjóð. Líkt og á íslandi hrapa bílar nokkuð hratt í verði fyrsta árið og því er oft hagstæðara að kaupa notaða bfla en nýja. Rétt er að benda á að í Svíþjóð er oft hægt að „prútta" niður verð á bílum ef greitt er út í höjid og eldri bíll er ekki tekinn upp í þann nýja (in- bytesbil). Atvinnuhorfur að loknu námi Eins og áður kom fram hafa orðið miklar breytingar á at- vinnuhorfum lækna í Svíþjóð. Árið 1993 voru þar skráðir 600 atvinnulausir læknar, þar af 170 á atvinnuleysisbótum en lang- stærsti hluti þessara lækna voru unglæknar. I Svíþjóð eru í kringum 26 þúsund læknar (1/3 konur), þar af rúmlega 1000 Danir og 200 íslendingar. Af þessum 200 Islendingum er talið að 20% hafi sest að í Svíþjóð til frambúðar. Verði ekkert að gert er spáð að um aldamót verði 5-6000 læknar atvinnu- lausir í Svíþjóð. Eins og fyrr sagði eru ástæður þessara um- skipta á atvinnumarkaði sænskra lækna fyrst og fremst efnahagssamdráttur sem hefur leitt til minni frantlaga til skóla- heilsugæslu og fyrirtækjalækn- inga. Lokaorð Leiðbeiningar sent þessar eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.