Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
397
stofan geti cetíð starfað, efeinn er maðurinn og
aðstoðarlaus, en hins vegar getur það ekki
komið til mála, að Háskólinn beri kostnað af
slíkum aðstoðarmanni, sem ynni auðvitanlega í
þágu heilbrigðisstjórnarinnar. Eigi að síður tel-
ur deildin kröfu landlæknis um aðstoðarmann
fyllilega réttmœta.
3* Undanfarið hefur Rannsóknastofan skoð-
að það skyldu sína, þótt óskrifað vœri, að leysa
öll þau störf af hendi fyrir heilbrigðisstjórn og
lœkna, sem kringumstœður leyfðu. Meira verð-
ur ekki gert að svo stöddu. “
Allar gagngerðar endurbætur á stofunni, að-
stoðarmaður og fleira, voru undir því komnar
hvort ríkið fengist til að leggja nægilegt fé til
verksins eða ekki.
Á deildarfundi 6. október 1923 skýrði deild-
arforseti frá því, að Stefán Jónsson hyggðist
ekki sækja um dósentsembættið aftur. Á sama
fundi var lesið upp símskeyti frá sendiherra
íslands í Kaupmannahöfn til forsætisráðherra
þess efnis að Pétur læknir Bogason væri fáan-
legur í dósentsembættið, eftir hæfilegan undir-
búning.
Eftir nokkrar umræður um þá menn sem
deildin taldi líklega kandídata, ákvað meiri-
hlutinn að hallast að Pétri ef hann vildi gefa
kost á sér nreð þeim skilyrðum sem deildin
setti, það er að segja tveggja ára undirbúnings-
nárni.
Á deildarfundi í læknadeild 7. janúar 1924 er
dósentsembættið í meinafræði enn á dagskrá.
Pá skýrir deildarforseti frá því að forsætisráð-
herra hefði tveimur dögum áður fengið skeyti
frá Sveini Björnssyni, sendiherra Islands í
Kaupmannahöfn, þess efnis að Pétur Bogason
ætlaði að taka að sér að búa sig undir dósents-
embættið í tvö ár, gegn því að sér væri veittur
styrkur síðara árið. Með því að deildin hafði til
umráða 2000 kr. einmitt í þessum tilgangi og
forsætisráðherra hafði lofað að leita 1000 kr.
fjárveitingar frá alþingi og deildin skilur sím-
skeytið svo sem Pétur muni láta sér það nægja.
Álítur deildin að þetta mál sé nú til lykta leitt.
Á fundi læknadeildar 4. apríl 1924 getur deild-
arforseti þess að hann hafi nýlega fengið bréf
frá Pétri lækni Bogasyni, sem hefur skýrt frá að
hann væri byrjaður að búa sig undir dósents-
starfið.
Síðan er ekki minnst á embætti þetta á fund-
um læknadeildar fyrr en 9. janúar 1925. Þá er
bókað að hælislæknirinn Pétur Bogason hafi
bréflega tilkynnt prófessor Guðmundi Hann-
essyni, að hann væri hættur við að búa sig undir
starfið. Á sama fundi samþykkir deildin að
mæla með Níelsi P. Dungal, cand. med. et
chir., eftir að hann hefur hæfilega búið sig
undir stöðuna, sem hann er fús að gjöra.
Níels Dungal var skipaður dósent og for-
stöðumaður Rannsóknastofu Háskóla Islands
1. október 1926 eins og fyrr er getið. Prófessor
varð hann 1932 og lét mikið að sér kveða bæði
innan læknadeildar og háskólans. Dungal
gegndi embætti sínu til dauðadags 1965.
HEIMILDIR
1. Bjarnason Ó, Ólafsdóttir E. Saga meinafræöirannsókna
á íslandi I. Læknablaðið 1993; 79: 163-9.
2. Thoroddsen G. Stefán Jónsson Im Memoriam. Lækna-
blaðið 1962; 46: 37-9.
3. Heilbrigðisskýrslur 1926. (Public Health in Iceland.)
Reykjavík: Landlæknisembættið, 1928: 26-7.
4. Jónsson S. Isoagglutinin íblóði íslendinga. Læknablaðið
1922; 8: 65-7 og 81-2.
5. Jónsson S. Nogle Undersögelser over Isoagglutininer
hos Islændere. Hospitalstidende 1923; 66: 45-50.