Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
423
un, eða skyndilega elst ógnvæn-
lega. Þetta getur gerst nteðan á
neyslu sveppanna stendur eða
eftir á og staðið yfir lengi.
Bráðavíman af völdum psi-
locybins stendur yfir í um það
bil sex klukkustundir. Eftir
hana kvarta neytendurnir oft
um lasleika, mjög mikla þreytu
og djúpt þunglyndi. Krampar
virðast stundum geta komið eft-
ir psilocybineitrun, einkum þó
hjá börnum.
Meðferð við psilocybinvímu
er fyrst og fremst fólgin í því að
sitja yfir sjúklingnum, tala hug-
hreystandi og róandi við hann,
ef hann verður óttasleginn og
órólegur. Best er að reyna að
komast hjá því að gefa róandi
lyf. Verði ekki hjá því komist er
öruggara, vegna krampahættu,
að nota díasepam frekar en fen-
tíazín. Leiki einhver vaft ú því
hvers konar sveppi sjúklingurinn
át, er rétt ad magaskola hann og
gefa lyfjakol.
Heimildum ber ekki alveg
saman um skaðleg efni og rnagn
þeirra í sveppum sem vitað er að
vaxa á íslandi. Helstu sveppa-
tegundirnar, sem ég veit að
finnast hér á landi og talið er að
innihaldi efni sem valdið geta
alvarlegum eitrunum eða ýmiss
konar truflunum á líkamsstarf-
semi, eru:
1. Meldrjóli (Claviceps purp-
urae). Hann sést stundum hér á
melgresi og myndar þar þá
svarta aflanga drjóla, sem eru
ummynduð frækorn og eru eitr-
aðir vegna ergotamins, sem
sveppirnir mynda og getur það
meðal annars valdið geðrænum
einkennum. Langt aftur í aldir,
allt aftur til Assyríumanna 600
fyrir Krist, þekkjast frásagnir af
eitruðu korni, sem olli undar-
legum sjúkdómum/eitrunum
hjá þeirn er neyttu þess. Frá
iniðöldum eru til frásagnir af
faröldrum af ergóteitrunum þar
sem einkennin voru gangren á
höndum, handleggjum, fót-
leggjum og fótum. I alvarlegum
tilfellum urðu dauðu vefirnir
þurrir og svartir eins og hjá
múmíum. Limir gátu þá auð-
veldlega brotnað af án þess að
blæddi. Þar sem þessum breyt-
ingum vefjanna fylgdi oft sár
sviði og brunaverkur var ekki
óeðlilegt að menn kenndu þetta
einhvers konar „heilögum
eldi“. Önnur einkenni, er fylgt
gátu langvarandi ergóteitrun,
voru fósturlát hjá konum og
krampar.
2. Berserkjasveppur (Aman-
ita muscaria) er oft stórvaxinn,
með allt að 20 cm breiðan hatt
og álíka háan staf. Hatturinn er
blóðrauður. í fyrstu er hann
meir og minna þakinn hvítum
hululeyfum, er síðar mynda
flögur á yfirborði hans og hverfa
oft með aldrinum því þær skol-
ast af í regni. Fanir eru mjög
þéttar, hvítar eða gulhvítar með
hjölkenndri egg. Stafurinn er
einnig hvítur og dálítið mélugur
ofan til með gulhvítum hang-
andi kraga, oftast með greini-
legum hnalli. Holdið hvítt en
gult undir hatthúðinni, nær
lyktarlaust, mjúkt viðkomu.
Vex í skógum, kjarrlendi og
hrísmóum og virðist fylgja eftir
birki og fjalldrapa. Berserkja-
sveppir eru dæmigerðir eitur-
sveppir. Innihald þeirra af eit-
urefnum er mismunandi og fer
að einhverju leyti eftir vaxtar-
stöðum. Meðal ýmissa þjóða í
Síberíu hefur hann verið notað-
ur sem nautnameðal. I honurn
eru nokkur eiturefni í mismikl-
um mæli, og verka þau á mis-
munandi líffæri.
Kunnasta eiturefni í ber-
serkjasveppnum er múscarín.
Þótt það hafi fyrst verið ein-
angrað í berserkjasveppnum er
múscarínið þar í svo litlu magni,
að það getur tæplega eitt sér
borið ábyrgð á hinum verulegu
og stundum alvarlegu eitur-
verkunum hans. Eiturverkanir
sveppa af þessari og skyldum
tegundum stafa af andkólín-
virkum áhrifum og skynvillu-
framkallandi áhrifum ýmissa ís-
oAr«só/-sambanda íbótensýru,
múscimól ogmúscazon. íbóten-
sýran líkist glútamínsýru og líkir
eftir ýmsurn áhrifum liennar.
Hún umbreytist í múscimól, en
það líkist GABA og dregst því
auðveldlega að GABA-við-
tækjum taugafruma.
Þessar þrjár sveppaeiturteg-
undir valda meðal annars ein-
kennum sem oft byrja með
syfju, en síðan kemur vímu-
ástand. samfara pirringi, óró-
leika, skyntruflunum og óráði.
Skyntruflanirnar geta birst
þannig að smáhlutir virðast risa-
stórir og nálægir hlutir virðast
óralangt í burtu. Stundum
koma missýnir eða ofsjónir,
óöryggi í hreyfingum, þvoglu-
mælgi, sundl, höfuðverkur og
vöðvakippir eða vöðvakrampar
fylgja gjarnan geðrænu ein-
kennunum. Tónískir/klónískir
krampar og dauðadá geta fylgt
alvarlegum eitrunum, einkum
hjá börnum.
Einkenni eitrunarinnar byrja
að koma fram 30-90 mínútum
eftir að sveppanna er neytt, þau
ná hámarki eftir tvær til þrjár
klukkustundir og enda oft í
mjög djúpum svefni er varir
fjórar til átta klukkustundir.
Meðferð eitrana af völdum ís-
oxasól-sambanda er fyrst og
fremst fólgin í að magaskola
sjúklinginn og gefa honum lyfja-
kol. Veita honum hjúkrun og
stuðning. Atrópin er varhuga-
vert því það getur beinlínis auk-
ið áhrif íbótensýru og músci-
móls. Atrópin ætti því ekki að
nota. Krampa má meðhöndla
með venjulegum krampastill-
andi lyfjum, en rétt er að fara
varlega í að nota díasepam
vegna þess að dýratilraunir hafa
gefið vísbendingar um. að þessi
eiturefni geti virkað með því og
valdið öndunarlömun.
Múscarín finnst í mun rneira