Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
401
Óskráðar reglur hafa verið í
gildi en verða nú fastmótaðar.
Reikningar félagsins voru
lagðir frarn með löglegri endur-
skoðun og samþykktir. Þeir eru
nú ekki eins vel sundurliðaðir
fyrir hinn almenna fulltrúa og
lækna eins og áður en hægt er að
fá fulla skýringu og sundurliðun
á skrifstofu læknafélaganna vilji
menn þekkja einstaka liði
reikningsins nánar. Vel hefur
verið haldið á fjármálum lækna-
samtakanna og umtalsverður
hagnaður af rekstri á síðasta ári
þrátt fyrir talsverðan kostnað
að vonum vegna 75 ára afmælis
Læknafélags íslands.
Læknasamtökin eru nú flutt í
ný heimkynni að Hlíðasmára 8 í
Kópavogi. Húsið verður að
fullu tilbúið seinnipart nóvem-
ber á þessu ári og verður þá öll-
um læknum gefinn kostur á því
að koma í hin nýju húsakynni og
þau formlega tekin í almenna
notkun. Hin nýju heimkynni
bjóða upp á fullkomna félags-
lega aðstöðu fyrir lækna. Verð-
ur þá í höndum lækna hvort vel
tekst til um nýtingu og reynslan
mun síðan endanlega skera úr
um það hvort vel hafi til tekist
eða ekki en í raun veltur niður-
staðan að lokum á okkur sjálf-
um.
Stjórn Læknafélags íslands
mun athuga rækilega hvort unnt
er að breyta í einhverju rekstri
skrifstofunnar. Nauðsynlegt er
að hún sé opin allan daginn en
kanna þarf jafnframt hvort ein-
hverjum þáttum hennar verði
komið fyrir með hagkvæmara
móti heldur en nú er. Þær tekjur
sem standa að baki rekstri
læknasamtakanna leyfa Iítil út-
gjöld umfram þau sem þegar
eru og flest fastmörkuð. Hag-
ræðing getur hugsanlega skapað
eitthvert svigrúm til athafna
sem útgjöld hefðu í för með sér.
Mikilvægt er þó að hyggja að
öðrum tekjustofnum en nú eru
til reksturs samtakanna og nýt-
ing á hluta þess húsnæðis sem
brátt verður tilbúið gæti skapað
tekjur.
III
Alyktanir þær sem samþykkt-
ar voru á aðalfundi Læknafélags
Islands eru birtar á öðrum stað í
blaðinu og er vísað til þeirra og
afgreiðslu þeirra.
Þau verkefni sem niikilvægust
eru framundan hjá Læknafélagi
Islands eru:
1. Endurskoðun á lögum fé-
lagsins með tilliti til framtíð-
arskipulags (í það minnsta í
allra næstu framtíð).
2. Markvist starf til þess að
tryggja áhrif lækna á faglega
stjórnun í heilbrigðiskerfinu
í landinu.
3. Efling framhaldsmenntunar
og þar með talin viðhalds- og
síðar sérmenntun lækna á ís-
landi.
4. Altæk gæðastjórnun í heil-
brigðiskerfinu að frumkvæði
lækna.
5. Virk þátttaka í alþjóðlegu
starfi um menntun og þjálf-
un, atvinnu, skipulag heil-
brigðismála og siðfræði.
Jafnframt þurfa læknasam-
tökin áfram að ástunda læknis-
fræðilegt menningarsögulegt
hlutverk sitt og styðja slíka
starfsemi í hvívetna. Nægir að
nefna þar uppbyggingu Nes-
stofu, stuðning við aðild að
Gudmanns Minde á Akureyri
og sögulega útgáfustarfsemi. Á
nýafstöðnum aðalfundi var
heimiluð útgáfa sögu lækna-
samtakanna á Islandi enda
verði gerðar ráðstafanir til þess
að slík útgáfa stæði undir kostn-
aði.
Þá er ekki þýðingarminnst
framundan það verkefni að
reyna að koma svo fyrir kjara-
málum lækna að þeir beri úr
býtum eðlileg laun miðað við ís-
lenskt launaumhverfi og miðað
við þætti eins og menntun,
lengd starfsævi, álag og ábyrgð í
starfi, kostnað við viðhald
menntunar og svo framvegis,
sem ákvarða ættu kjör án þess
að um margóhóflegt vinnuálag
væri að ræða. Þetta verkefni
verður lagt í hendur samninga-
nefnda ineð stuðningi stjórna
heildarsamtaka lækna.
IV
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra sýndi aðalfundi Læknafé-
lags Islands þann heiður að vera
gestur fundarins og flytja þar er-
indi sem fyrst og fremst fjallaði
um þróun útgjalda ti! heilbrigð-
ismála og þá meðal annars með
tilliti til aðgerða sem viðhafðar
hefðu verið til þess að útgjöld
færu ekki úr böndunum. Erindi
ráðherra mátti teljast faglegt og
í kjölfar þess urðu langar og
gagnlegar umræður. Fulltrúar á
aðalfundi lýstu almennt þeirri
skoðun sinni að þeir væntu þess
að ráðherra hefði rneira samráð
við Iæknasamtökin um skipulag
í heilbrigðiskerfinu og að
læknasamtökin væru reiðubúin
að vinna með ráðuneytinu á fag-
legum grunni að slíku skipulagi
og axla ábyrgð með ráðu-
neytinu á ráðstöfunum sem
taldar væru faglega réttar þótt
augljóslega myndu þær stund-
um koma við einhvern og bitna
stundum jafnvel á læknum sjálf-
um að einhverju Ieyti. Var ekki
annað að skilja á ráðherranum
en hann væri reiðubúinn til þess
að hyggja einlæglega að slíku
fyrirkomulagi og skipulegu
samstarfi við læknasamtökin og
er vonandi að það gangi eftir.
Fundað verður með ráðherra
fljótlega, meðal annars til að
kynna honum nánar ályktanir
aðalfundarins og gengið eftir
því að samvinna af þessu tagi
geti orðið að skipulegum veru-
leika.
Sú staðreynd stendur eftir að
heilbrigðiskerfið á íslandi er til-
tölulega farsælt og skilvirkt.
Um það er sæmilega góð sátt,