Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 60
402
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
einnig meðal lækna. Útgjöld til
þess eru svipuð og hjá þeim
þjóðum sem við miðum okkur
við. Sparnaður er ekki allur sem
sýnist. Hinn opinberi liggur í því
að ekki er jafnt framboð á þjón-
ustu, meira álag er á hlutfalls-
lega fámennara starfsliði á heil-
brigðisstofnunum og meiri
kostnaði er velt yfir á „neytend-
ur“ heilbrigðisþjónustunnar
heldur en áður. Raunhæfur
sparnaður byggist á skipulagi
þar sem viðurkennt er hvaða
þjónustu eigi að veita á hverjum
stað og skilgreind starfsemi
stofnana og allra þátta í heilsu-
gæslunni, einnig sérfræðiþjón-
ustunnar. Fjárframlög til óhag-
stæðrar eða ónauðsynlegrar
uppbyggingar og þá um leið
starfsemi verður að linna.
Svo opinská og einlæg sem í
raun orðaskiptin við heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra
voru og málflutningur hans fag-
legur á aðalfundinum láðist
honum alveg að geta um þá fyr-
irætlan sína að taka alvarlega á
kostnaði í sérfræðiþjónustu sem
er4% af kostnaði við heilbrigð-
iskerfið í landinu. Um það lásu
aðalfundarfulltrúar skömmu
síðar í Morgunblaðinu en það
berst seinna til lesenda á Húsa-
vík en þeirra á höfuðborgar-
svæðinu og hafði ráðherra orðið
á undan því á aðalfundinn.
V
Úr stjórn Læknafélags Is-
lands gengu að þessu sinni,
Anna Stefánsdóttir, Magnús R.
Jónasson og Porkell Bjarnason
og vil ég þakka þeim góð störf
og ánægjuleg samvinnu og
bjóða um leið velkomin til
starfa í stjórn félagsins Drífu
Freysdóttur, Guðmund Jón El-
íasson og Jón Högnason sem
verður ritari stjórnar Læknafé-
lags Islands.
Orlofsnefnd lét öll af störfum
og er ástæða til að þakka henni
fyrir mikið framlag og þá ekki
hvað síst formanni hennar að
öðrum ólöstuðum Jóni Sigurðs-
syni. Ný stjórn undir forystu
Arna Stefánssonar er boðin vel-
komin til starfa.
Pá er ástæða til að fagna
hcimkomu Læknablaðsins.
Læknablaðið og Fréttabréf
lækna eru nú sameinuð í eitt rit
og er útgáfunni árnað farsældar
og heilla.
Fyrir lok þessa árs mun
Læknablaðið birta ágrip út árs-
Ályktanir aðalfundar LÍ
Eftirfarandi ályktanir voru sam-
þykktar á nýafstöðnum aðal-
fundi LÍ
I
Aðalfundur Læknafélags ís-
lands haldinn á Húsavík dagana
26. og 27. ágúst 1994 ályktar að
fela stjórn Læknafélags íslands
að leggja fram breytingar á lög-
um Læknafélags íslands á auka-
aðalfundi í lok nóvember 1994
og feli í sér:
1. að allir læknar geti verið í
heildarsamtökum lækna það
er Læknafélagi íslands.
2. að möguleikar lækna verði
auknir til þess að hafa bein
áhrif á stjórnun og ákvarðan-
ir Læknafélags Islands með
eftirfarandi hætti:
a) Öllum læknum verði heimill
aðgangur að aðalfundi og
þeir hafi þar málfrelsi og til-
lögurétt.
b) Læknar utan stjórnar
Læknafélags íslands geti
með ákveðnum skilyrðum
látið kalla saman aukaaðal-
fund ef mikilvæg mál koma
upp milli aðalfunda.
c) Allsherjaratkvæðagreiðsla
verði möguleg í einstökum
málum að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum.
3. aðeittsvæðafélagmegi kjósa
fleiri fulltrúa á aðalfund en
hin aðildarfélögin öll til sam-
ans.
skýrslu síðasta árs þannig að all-
ir læknar geti betur glöggvað sig
á starfsemi Læknafélags Islands
en ársskýrslan er auðvitað til á
skrifstofu læknafélaganna og
þar opin öllum til aflestrar.
Eg vil svo endurtaka þakkir
mínar til Læknafélags Norð-
austurlands fyrir alla fram-
kvæmd við aðalfund Læknafé-
lags íslands að þessu sinni.
Næsti aðalfundur verður hald-
inn í Reykjavík.
4. að tryggja að aðild að
Læknafélagi íslands, verði
þannig háttað að jöfnuður
verði í rétti og áhrifamögu-
leikum lækna innan félags-
ins.
(Sjá nánari umfjöllun annars
staðar í blaðinu.)
II
Aðalfundur Læknafélags Is-
lands haldinn á Húsavík dagana
26. og 27. ágúst 1994 heimilar
stjórn Læknafélags íslands að
gerast aðili að Comité Perman-
ente.
III
Aðalfundur Læknafélags Is-
lands haldinn á Húsavík dagana
26. og 27. ágúst 1994 heimilar
stjórn Læknafélags íslands að
vinna að og gefa út sögu lækna-
samtakanna á Islandi.
Aðalfundurinn felur stjórn
Læknafélags Islands að ganga
svo frá verkinu að útgáfa þess
standi undir kostnaði.
IV
Aðalfundur Læknafélags ís-
lands, haldinn 26. og 27. ágúst
1994 hvetur heilbrigðismálaráð-
herra til að taka sérfræðiþjón-
ustu utan sjúkrahúsa til skil-
greiningar við endurskoðun á
íslenskri Heilbrigðisáætlun,
enda verði hún áfram rekin
samkvæmt samningi læknafé-
lagsins við Tryggingastofnun