Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1994: 80 365 en þó með sveigjanleika í báðar áttir. Slíkar deildir eru ekki ýkja gamlar sem hluti af heil- brigðiskerfinu, eða ríflega 30 ára þær elstu. Þeim hefur fjölgað mjög á undanförnum árum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Vaxandi þekking á heilbrigðisvanda unglinga í kjölfar aukinna rannsókna undanfarna áratugi, ásamt ákalli samfélagsins um aukna þekkingu og að- gerðir vegna andfélagslegrar hegðunar meðal ungs fólks gerir slíkar deildir nauðsynlegar. Þá hafa rannsóknir bent til að börnum og ungling- um sem vistuð eru á geðdeildum fyrir full- orðna, farnist verr en þeim sem vistuð eru á deildum sem ætlaðar eru þeirra eigin aldurs- hójpi (1). A Norðurlöndum og í flestum öðrum lönd- um Evrópu eru unglingageðlækningar hluti af geðheilbrigðisþjónustu barna. Mörkin milli barna- og unglingageðlækninga annars vegar og fullorðinsgeðlækninga hins vegar eru talin eðlileg um 18 ára aldur. Barnasáttmáli Samein- uðu Þjóðanna sem staðfestur var af Alþingi í október 1992, skilgreinir börn upp að 18 ára aldri (2). Unglingar með alvarlega geðsjúkdóma eiga heima á unglingageðdeild til 16 ára aldurs í það minnsta. Unglingageðdeildir í nágrannalönd- um okkar hafa í mismiklum mæli getað sinnt aldurshópnum milli 16 og 18 ára. Danir telja æskilegt að mörkin milli innlagna á unglinga- og fullorðinsgeðdeildir séu sveigjanleg eftir eðli vandans (3). í Noregi hafa aldursmörkin við innlagnir á unglingageðdeildir verið 12-16 ár, með sveigjanleika í báðar áttir. í Noregi eru slíkar deildir reknar á tveimur stöðum, en áætl- að að fjölga þeim á næstu árum. Undanfarin ár hafa fjölskyldur ungra geðsjúklinga í auknum mæli komið inn í meðferðina með það fyrir augum að fækka endurinnlögnum (4). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að unt það bil 20% barna eigi við geðtruflanir að stríða, þannig að þau myndu greinast með að minnsta kosti eina geðgreiningu samkvæmt bandaríska sjúkdómsflokkunarkerfinu DSM- III-R (5). í Bandaríkjunum er talið að um 1% barna fái nteðferð á vegum geðheilbrigðiskerf- isins (6), en alls fái um 6% þjónustu vegna slíkra vandamála í almennu heilsugæslunni og í skólakerfinu. Norðmenn hafa sett sér það markmið að geta sinnt 2% barna á hverjum tíma innan geðheilbrigðiskerfisins, sem þýðir tæplega tvöföldun á núverandi þjónustutilboði (7). Þeir telja þó að 5-8% barna og unglinga þurfi einhvers konar þjónustu vegna geðrænna og skyldra vandkvæða. Börn og unglingar með geðtruflanir eiga flest við fjölþætt vandamál að stríða (8). Þó að hefðbundin sjúkdómsgreining sé eitt mikilvæg- asta hjálpartækið við ákvörðun um meðferð og mat á horfum, er hún ekki nægjanleg til að skýra vandamál unglingsins í heild. Markmiðið með innlögn á unglingageðdeild þarf að vera skýrt frá sjónarhóli meðferðaraðila, forsjárað- ila og unglingsins sjálfs, og við innlögn ætti að liggja fyrir áætlun um framhald meðferðar eftir útskrift. I vissum tilvikum getur verið gild ástæða til bráðainnlagna á unglingageðdeild eins og við sturlun, alvarlegt þunglyndi, sjálfs- vígshegðun, brátt kreppuástand og fleira. Unglingageðdeildir eru mismunandi hvað varðar markmið og meðferðarramma og því erfitt að bera deildir saman (9). Annars vegar eru almennar deildir sem taka við sjúklingum með fjölbreytilegar truflanir, hins vegar eru deildir sem taka aðeins við sjúklingum með tilteknar truflanir sem þær hafa sérhæft sig í að meðhöndla. Almennar unglingageðdeildir eins og deildin við Landspítalann eru oft erfiðar í rekstri og þær eiga erfitt nteð að mæta sérstök- um þörfum allra fyrir þjónustu. Sjúklingum er vísað á þessar deildir aðallega af læknum, en einnig af félagsmálastarfsmönnum og skólum (10-13). Meðaldvalartími á deildunum er frek- ar langur. Eftir 14 ára aldurinn eru stúlkur í meirihluta þeirra sem koma inn á deildir í Dan- mörku (14). Taugaveiklun, hegðunartruflanir og persónuröskun eru algengustu greiningar við útskrift (9,10,14). Einnig er nokkuð af geð- klofa og geðbrigðasjúkdómum (11). Við skipulagningu á heilbrigðisþjónustu er mikilvægt að hafa yfirsýn yfir þá starfsemi sem fyrir hendi er og vita, hverjir nota þjónustuna og hvers vegna. Athuga þarf hvort munur sé á fjölda pilta og stúlkna sem leggjast inn og hvort aldur hafi þar áhrif. Einnig þarf að athuga lengd innlagna, sálfélagslegt álag og tíðni helstu sjúkdómsflokkanna og hvernig þessir þættir breytast með aldri og milli kynja. Til þess að upplýsa þetta hvað varðar unglinga, var athugað hvaða sjúklingar hafa lagst inn á unglingageðdeild Landspítalans á fyrstu fimm árum starfseminnar, hverjir vísuðu þeim á deildina og hvers vegna, hvert þeir útskrifuð- ust og hverjir fylgdu þeim eftir. Síðar þarf að athuga hvað orðið hefur um þessa unglinga með tilliti til geðtruflana og sálfélagslegrar að-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.