Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 10
358 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 (sjá töflu). Læknum með mest af útlægum töl- um var einnig sleppt. Þessi nýja aðhvarfsjafna var: Hb = kyn+aldur+kyn*aldur +MCV+kreat+prótín {2}, þar sem MCV var notað sem samfelld (contin- uous) breyta en hinar eins og áður. Með þessu móti sýna niðurstöðurnar leiðrétta mynd af aldurs- og kynbreytingum Hb í hópnum sem verið er að kanna. Mœliadferðir: Hb og MCV voru mæld með Technicon H1 (Technicon Instruments Cor- poration). Ómarkvísi innan og milli mælingar- lota var 0,45% og 0,85% í Hb-mælingunum og 1,20% og 1,40% í MCV-mælingunum. Sökk- mælingarnar voru gerðar með aðferð Wester- grens og kreatínín og heildarprótín í sermi voru gerðar á RA-1000 (Technicon) með pikric sýru og biuret hvörfum eins og við á. Niðurstöður Meðalgildi Hb-styrks allra sjúklinganna, sem vísað var til rannsóknarstofunnar, eru sýnd á mynd 1. hér eru taldir með 3100 sjúkling- ar innan við tvítugt. Á myndinni hefur sjúk- lingunum verið skipt upp eftir aldri og kyni. Hb-styrkurinn eykst úr svipuðum barnagildum fyrir bæði kyn í fullorðinsgildi þar sem karlar eru um 16g/l hærri. Hjá konum fellur styrkur- inn lítið eitt á þeim tíma sem þær eru í barn- eign, hækkar aftur um tíðahvörf og lækkar loks aftur eftir áttrætt. Mesta breytingu í Hb-styrk er að sjá hjá eldri körlum, en þar hefst lækkun upp úr sextugu og nemur hún 13 g/1 hjá áttræð- um og eldri. Mismunurinn á meðal Hb-styrk kynjanna var um 18 g/1 á fjórða aldurstugnum en hafði minnkað í 7 g/1 hjá fólki 80 ára og eldra. Tíðnidreifing Hb-styrksins í blóði fjögurra aldurshópa hvors kyns, 50 ára og eldri, hefur normal (gaussian) dreifingu og er sýnd á mynd 2. í aldurshópi karla, 50 til 59 ára, eru flest gildin nálægt 158g/l (mynd 2a) og í sama aldurs- hópi kvenna um 140 g/1 (mynd 2b). Hjá körlun- um má sjá að dreifikúrfurnar fletjast út og þær og toppar þeirra færast strax til lægri gilda með hækkandi aldri. Hjá konunum voru litlar breytingar að sjá nema hjá þeim sem voru 80 ára eða eldri. Ef notuð voru viðmiðunargildi fyrir þennan hóp, sem gefin hafa verið út af Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni með lægri gildunum 130g/l 155 - Age groups (years) Mynd 1. Meðalblóðrauðastyrkur í blóði karla og kvenna sem tekin voru inn íkönnunina. Einstaklingar hafa verið flokkað- ir i aldurshópa fram til 80 ára. Fjöldi einstaklinga í hverjum aldurshópi eftir tvo fyrstu er sýndur í svigum. Haemoglobin, g/1 Heamoglobin, g/l Mynd 2. Tíðnidreifing Hb-styrks ífjórum aldurshópum karla og kvenna 50 ára og eldri: a) Fjórir aldurshópar karla á sextugs-, sjötugs- og áttrœðisaldri ásamt þeim sem eru 80 ára og eldri. b) Fjórir samsvarandi aldurshópar kvenna. Fjöldi einstaklinga t hverjum aldursltópi eftir tvo fyrstu er sýndur í svigum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.