Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 28
376 LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80 algengt vandamál. Talið er að getuleysi hrjái um 7% allra bandarískra karla (2,3) og við 75 ára aldur er talið að 55% karla séu getulausir (4). Orsakir getuleysis geta verið af ýmsum toga og oft blandast nokkrir þættir saman (5). Æðasjúkdómar skipa veigamikinn sess og er orsakirnar ýmist að finna í truflun á starfsemi slagæða eða bláæða. Einnig er oft talið að getu- leysi megi rekja til geðrænna þátta, hormóna- truflana, taugasjúkdóma eða lyfjanotkunar (2,6). Á síðari árum hefur áhugi manna á þessu vandamáli aukist. Rannsóknum á lífeðlisfræði og meinþróun getuleysis hefur fleygt fram. Nýlega var sýnt fram á að köfnunarefnisoxíð (slökunarþáttur æðaþels, endothelial derived relaxing factor, EDRF) er mikilvæg forsenda þess að ris geti átt sér stað (7,8). Komið hafa fram nýjar og endurbættar rannsóknaraðferðir til að komast að orsökum getuleysis og þannig hefur meðferð orðið markvissari (9). Nætur- rismæling (nocturnal penile tunrescence, NPT) skipar veigamikinn sess við greiningu á orsök- um getuleysis (10). Á Islandi var fyrst boðið upp á næturrismælingar og blóðþrýstingsmæl- ingar á getnaðarlimi árið 1986. Umfang þessara rannsókna hefur síðan farið stöðugt vaxandi. Á sex ára tímabili, 1986-1991, voru gerðar kyn- geturannsóknir á 282 körlum á rannsóknastofu í eðlisfræði. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði og heilsufarsþætti þessa hóps og kanna tengsl þeirra við niðurstöður kyngeturannsókna. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturvirk. Farið var yfir sjúkraskrár og rannsóknarniðurstöður 282 karla, sem vísað var til kyngeturannsókna á æðarannsóknastofu Landspítalans 1986-1991 vegna kvartana um getuleysi. Á íslandi eru kyngeturannsóknir aðeins gerðar á þessum stað og er hér því um heildarfjölda rannsókna á landinu að ræða. Af þessum 282 körlum þurftu 11 að koma tvisvar og einn kom þrisvar. Blóðþrýstingur í upphandlegg var mældur nreð kvikasilfursmæli og í getnaðarlimi með ljósnæmum rúmtaksrita (Vasculab Photop- hletysmograph Model PPG-13, MedaSonics, Mountain View, Kaliforníu). Ut frá þessum niðurstöðum var reiknað blóðþrýstingshlutfall milli getnaðarlims og upphandleggs, GU-hlut- fall (penile-brachial index). Næturrismælingar voru gerðar heima af körlunum sjálfum með Tumistore 1424 rismæli (Life-Tech, Inc., Houston, Texas). Mælt var ris í eina til fjórar nætur eftir að karlarnir höfðu fengið nákvæmar leiðbeiningar um notkun tækisins. Skráð var hversu oft mælingin tókst og meðalfjöldi marktækra risa á nóttu. Ris var talið marktækt ef útslag náði að minnsta kosti 15 mm frá grunngildi og stóð yfir í 10 mínútur eða lengur. Næturrismæling var talin eðlileg ef fleira en eitt marktækt ris átti sér stað á nóttu. Búseta karlanna, aldur, tilvísandi læknar, niðurstöður blóð- og hormónarannsókna og almennar upplýsingar um heilsufar voru skráð- ar (blöðruhálskirtilsbólga, hár blóðþrýstingur, sykursýki, kransæðasjúkdómur, nýrnabilun og svo framvegis). Af þeim 282 körlum sem vísað var til rannsóknar eru til gögn um bæði nætur- ris- og blóðþrýstingsmælingar hjá 233 þeirra. Samband þessara þátta við niðurstöður kyn- geturannsókna (næturris, fjöldi risa á nóttu) var reiknað með línulegri fjölþátta aðhvarfs- greiningu (multiple linear regression analysis) og lógistískri aðhvarfsgreiningu (logistic re- gression). Munur var talinn marktækur ef p<0,05. Niðurstöður Efniviður: Upplýsingar um ýmsa faralds- fræðilega þætti þeirra 282 karla sem rann- sakaðir voru er að finna í töflu I. Sérgreinar tilvísandi lækna eru sýndar á mynd 1. Alls voru gerðar 295 kyngeturannsóknir á þessum 282 körlum á sex ára tímabili, þar eð 11 þeirra komu tvisvar til rannsókna, en einn karl þrisv- ar. Tæplega 60% hópsins var úr Reykjavík og Seltjarnarnesi, en samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands bjuggu í árslok 1991 um það bil 40% íslenskra karla á því svæði. Frá ná- grannabyggðarlögunum Kópavogi, Hafnar- firði, Garðabæ og Mosfellsbæ, komu tæplega 15%, en nálega 18% karla búa þar. Ríflega fjórðungur er af landsbyggðinni en þar búa 42% íslenskra karla (11). Upplýsingar um ýmsa félagslega þætti er einnig að finna í töflu I. Hlutfall ekkla í rann- sókninni var 2,2%, en af íslenskum körlum eru I, 8% ekklar. Fráskildir voru 7,5%, en hlutfall íslenskra karla sem skilið hafa lögskilnaði eða að borði og sæng er 4,8% (11). Heilsufarslegir þættir eru taldir upp í töflu II. Algengasta sjúkdómsgreining hópsins var blöðruhálskirtilsbólga, en hjarta- og æðasjúk- dómar fylgja þar fast á eftir. Hjá tæplega 40%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.