Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
409
Aukning á
meningókokkasjúkdómi
Farsóttanefnd ríkisins hafa
borist upplýsingar frá sýkla-
deild Landspítalans um skyndi-
lega aukningu á greindum til-
fellum af meningókokkasjúk-
dómi á undanförnum vikum.
A fyrstu átta mánuðum þessa
árs hafa greinst 18 sjúklingar
með sjúkdóminn (13 sjúklingar
voru sýktir af A'. meningitides,
hjúpgerð B en fimm voru sýktir
af A'. meningitides, hjúpgerð C).
Af þessum 18 sjúklingum
greindust níu á tímabilinu 4.-31.
ágúst (sjö með N. meningitides,
hjúpgerð B og tveir með N.
meningitides, hjúpgerð C).
Þaö sem af er septembermán-
uði hafa enn greinst þrjú tilfelli
af meningókokkasjúkdómi
þannig að í heild hefur 21 sjúk-
lingur greinst með sjúkdóminn
á árinu.
Undanfarin fimm ár hefur
ríkt hástaðsótt (hyperendemísk
útbreiðsla á meningókokka-
sjúkdómi á Islandi. Fjöldi
greindra tilfella hefur farið hægt
vaxandi og er fjöldi greindra til-
fella á þessu ári að nálgast fjölda
greindra tilfella á öllu síðast-
liðnu ári. Það eru því vísbend-
ingar um að stefni í farsótt af
völdurn N. meningitides á Is-
landi.
í ljósi þessara upplýsinga vill
Farsóttanefnd hvetja alla lækna
til aukinnar árvekni gagnvart
þessum sjúkdómi og veita sér-
staklega athygli sjúklingum
með hita, skert meðvitundar-
ástand og húðútbrot. Sjúklingar
grunaðir um heilahimnubólgu
og blóðsýkingu skulu þegar í
stað sendir á sjúkrahús til grein-
ingar og meðferðar.
Þá er einnig mikilvægt að
meðhöndla nánustu fjölskyldu-
meðlimi og aðra, sem hafa haft
náin samskipti við sjúklinginn
síðustu 10 dagana fyrir veikind-
in, með sýklalyfjum (cípró-
floxacín, rífampicín eða ceftri-
axon) til að uppræta sýklana í
nefkoki. Einnig kemur bólu-
setning til álita ef tveir eða fleiri
einstaklingar veikjast í afmörk-
uðum hópi (til dæmis í skóla eða
á vinnustað). Flafa ber þó í huga
að bóluefni gegn hjúpgerð B er
enn ekki komið á almennan
markað.
Ólafur Ólafsson landlæknir,
formaður Farsóttanefndar
Haraldur Briem yfirlæknir,
ritari Farsóttanefndar
30-50% á meðan á címetidín
meðferð stendur. Einfaldast
hefði verið að gefa ranitidín eða
famótidín í stað címetidíns, þar
sem það milliverkar ekki við
teófýllín. I könnuninni sést að
árið 1988 fengu 228,6 sjúklingar
einhverja H2-blokkara samhliða
teófýllíni, þar af 10,7% címeti-
dín. Fimm árum seinna sést að
135,4 sjúklingar fengu einhverja
H, blokkara samhliða teófýllíni
en nú einungis 6,0% címetidín.
Tíðni samtímis notkunar erý-
trómýcíns og astemizóls (flokk-
ur A) hefur aukist úr 7.1 árið
1988 í 24,2 árið 1994. Það hefur
komið í ljós, að samtímis notk-
un þessara lyfja getur valdið
hjartsláttartruflunum sem í
mörgum tilfellum hafa verið
lífshættulegar. Frekar alvarleg-
ar ECG breytingar eru skráðar
eftir notkun þessara lyfja sam-
tímis.
Úr flokki B mætti nefna díg-
oxín og fúrósemíð en það ka-
líumtap sem verður af völdum
fúrósemíðs eykur streymi ka-
líums úr hjartafrumum sem síð-
an leiðir til aukinnar næmni
fyrir dígoxíni. Tíðni samtímis
notkunar þessara lyfja hefur
aukist um 78%, eða úr 213,3
sjúklingum (1988) í 397,0
(1993).
Aukin lyfjaneysla, meira val í
lausasölulyfjum og stöðugur
straumur nýrra lyfja gera það að
verkum, að lyfjafræðingar og
læknar þurfa að fylgjast sérstak-
lega vel með þeim hliðarverk-
unum sem geta komið fram.
Þess má geta, að í könnuninni
var ekki hægt að sjá þau lyf sem
notuð voru á sjúkrahúsum/
heilsugæslustöðvum eða seld í
lausasölu. Það er ábyrgð þeirra
sem hafa þessi efni undir hönd-
um, að vera vakandi fyrir því að
sjúkdómar geta verið af völdum
lyfja og gefa sjúklingum hagnýt-
ar ráðleggingar um þá lyfjameð-
ferð sem þeir eru á. Tölurnar
sem birtar eru hér að ofan yfir
tíðni ávísana á milliverkandi lyf,
sýna að vert er að veita þessu
vandamáli meiri athygli.
Verkefnið var unnið í sam-
vinnu við lyfjamáladeild Heil-
brigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins, landlækni, NM
Pharma og Geir R.Jóhannesson
kerfisfræðing. Tölvunefnd
veitti heimild fyrir könnuninni.