Læknablaðið - 15.10.1994, Blaðsíða 86
426
LÆKNABLAÐIÐ 1994; 80
Úr fréttatilkynningu
Siðfræði og samskipti
í starfi með börnum
Námskeið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
„Fósturgreining - fóstureyð-
ing?“, „Greining og meðferð -
nei takk!“, „Að stjórna lífi ann-
arra“, „Siðfrœði þjálfunar - er
meira alltaf betra?“, „Höfum
við rétt til að velja líf?“, „Pegar
barn deyr“, „Álag ístarfi - kuln-
un“. Þetta eru heiti nokkurra
þeirra sextán fyrirlestra sem
fluttir verða á námskeiði Grein-
ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkis-
ins í Háskólabíói 7. og 8. októ-
ber næstkomandi.
Auk ofangreindra efna verð-
ur meðal annars varpað sið-
ferðilegu ljósi á læknisfræðilega
meðferð fyrirbura og alvarlega
fatlaðra barna, sem og um-
mönnun barna með langvinna
sjúkdóma og barnaverndarmál,
viðbrögð við áföllum, samskipti
fagfólks innbyrðis og samskipti
foreldra og fagfólks, frá sjónar-
hóli beggja.
Fyrirlesarar eru einkum úr
hópi barnalækna og sál-
fræðinga, auk þess sem heim-
spekingur, félagsráðgjafi, geð-
læknir, sjúkrahúsprestur, for-
eldri fatlaðs barns, félagsmála-
stjóri og framkvæmdastjóri
svæðisskrifstofu leggja sitt til
málanna.
Þátttaka tilkynnist Greining-
ar- og ráðgjafarstöð ríkisins, í
síma 64 17 44.
Sérhæfð endurlífgun
Námskeið fyrir lækna, sem starfa utan sjúkrahúsanna í Reykjavík
Staður: Borgarspítalinn, Suðursalur G-1 og víðar.
Tími: Föstudagur 25. nóvember og laugardagur 26. nóvember 1994 kl. 08:00 -16:00
báða dagana.
Fyrirkomulag:
Fyrir hádegi báða dagana verða haldnir fyrirlestrar um ýmis efni er varða endurlífgun, svo
sem:
Greiningu og meðferð hjartsláttartruflana
Raflostsmeðferð
Öndunarhjálp og barkaþræðingu
Aðferðir til aö gefa lyf og vökva í æð
Endurlífgun barna
Siðfræðileg og lagaleg atriði og fleira.
Lögð verður áhersla á hagnýta þekkingu. Eftir hádegi fyrri daginn verða verklegar
æfingar. Eftir hádegi síðari daginn verða verkleg og skrifleg próf.
Skráning: Skrifstofa læknafélaganna, Hlíðasmára 8, sími 644 100. Frestur til 18.
nóvember næstkomandi. Hámarksfjöldi þátttakenda er 16.
Lesefni: Guidelines for Cardiopulmonary Resuscitation and Emergency Cardiac
Care. JAMA 28. október 1992 bls. 2172-298 með sérstaka áherslu á bls.
2199-241. Sérprent verða send þátttakendum við skráningu.
Námskeiöið er haldið á vegum fræðslunefndar læknafélaganna í samvinnu við Borgar-
sþítalann.
Nánari upplýsingar veitir Jón Baldursson, slysadeild Borgarspítalans.