Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 125 islæknum. Það gefur auga leið að sérmenntaðir heimilislæknar munu vitaskuld rannsaka og meðhöndla skjólstæðinga sína á sömu faglegu forsendum og þekkingu og aðrir sérfræðingar. Osannað verður því að telja, að tilvísunarkerfi leiði til lækkunar útgjalda. Er þá vægt til orða tekið. Líklegra er að heildarkostnaðurinn í heilsugæslunni verði í besta falli sá sami en að einhver tilfærsla verði í tekjuöflun milli hópa lækna. „Sparnaður" hins opinbera gæti legið mestur í því, að tilvísanir væru ekki notaðar. Það er óvanalegt ef höfnun kerfis er aðals- merki þess og megin ávinningurinn af því. Fagleg sjónarmið hljóta að ráða mestu um afstöðu okkar. Við njótum þess að búa við kerfi þar sem sérfræðilæknisþjónusta er ódýr og við erum því ekki þvinguð til að ganga í berhögg við ákvæði í siðareglum okkar um inn- byrðis samskipti og við skjólstæðinga okkar. Þetta er mikilvægt. í öðrum löndum þar sem sérfræðiþjónustan er hefðbundin dýr verður læknastéttin að gangast undir kvaðir sem engin þörf er fyrir hér. Samskipti lækna í núverandi heilbrigðiskerfi eru mikil og góð. Þau eru oft óformleg. Þau eru óþvinguð. Samkipti gætu orðið stirðari í kerfi þar sem einn hópur lækna er settur sem vörður yfir annan án faglegra forsendna. Að því leyti sem samskiptum okkar innan núverandi kerfis kann að vera ábótavant getur enginn bætt úr því nema við sjálf. Tilvísana- kerfi bætir hvorki né tryggir samskipti. Má í því sambandi benda á að færu margir sjúklingar beint til sérfræðinga og greiddu kostnað að fullu er hætt við að upplýsingaflæði yrði lakara en nú er. Óraunhæft er að líta á það sem skil- yrðislausan grundvöll fyrir faglega fullkomnu heilbrigðiskerfi að öll ferli einstaklings byrji hjá heimilislækni hans. Stjórnvöld viðurkenna þetta. Ekki þarf tilvísun til augnlækna. Það er óvirðing við heimilislækninn og starf hans að ætla honum að hindra ferli um kerfið. Það brýtur trúnaðarsamband læknis og sjúklings og ákvæði siðareglna lækna ótvírætt. Enn alvar- legra er að ætla heimilslækni að loka augum fyrir þekkingu sinni með tilliti til rannsókna og meðferðar á sjúklingum. Erfitt er fyrir meiri- hluta læknastéttarinnar að starfa fyrir kerfi undir því ámæli að hann sé ekki trúverðugur og hafi ekki getu til þess, nema undir eftirliti, að vísa fólki um kerfið, jafnvel sjálfum sér og sínum nánustu. Læknastétt sem kyngir slíkum kvöðum að ástæðulausu er í miklum vanda. Að lokum fylgir hér með ályktun stjórnar Læknafélags íslands um tilvísanir frá 1993. Það sem í henni stendur er markvisst. Það er í fullu gildi. Að þeirri yfirlýsingu stóðu fulltrúar allra hópa lækna: „Það er skoðim stjórnar Lœknafélags ís- lands, að hver einstaklingur skuli hafa heimilis- lœkni, sem hefur heildaryfirlit yfir heilsuhagi hans. Sérhver einstaklingur leiti að öllu jöfnu fyrst til heimilislœknis síns þarfnist hann þjón- ustu í heilbrigðiskerfinu. Jafnframt telur stjórn Lœknafélags Islands að hver og einn skuli hafa óskoraðan rétt til þess að leita sér lœkninga hjá hverjum þeim lœkni sem hann kýs án milli- göngu annars lœknis. Flœðistýring í heilbrigðiskerfinu, sem ekki tekur mið afþessum grundvallarsjónarmiðum, samrýmist ekki stefnu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar umfrjálst val einstaklinga til að leita sér læknisþjónustu. Slíkt er jafnframt í andstöðu við siðfræði Alþjóðasamtaka lœkna, sem íslenskir læknar eru aðilar að, ogfelur í sér að hagsmunir sjúklings skuli settir ofar hags- munum kerfis, einstakra lœkna eða annarra hópa heilbrigðisstarfsfólks. Siðareglur lœkna geyma ákvæði um sam- skipti og upplýsingaskyldu milli lækna. í þeim eru ítarleg ákvœði um samskipti þeirra við skjólstœðinga sína sem og um samskipti lækna innbyrðis vegna sameiginlegra skjólstœðinga. Þessi ákvœði í siðareglunum eru til þess sett að vernda hag og rétt þeirra sem til lœkna leita. Flœðistýring í heilbrigðiskerfinu, sem byggir fyrst og fremst á fjárhagslegum sjónarmiðum, tryggir hagsmuni sjúklings aldrei jafnvel og gildandi siðareglur lœkna. “ Sverrir Bergmann, formaður Læknafélags íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.