Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 53

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 165 óvirka þátttöku án skilnings, mega könnuðir á engan hátt ganga út frá því að samþykki þessara varnarlausu einstaklinga sé gilt nema að fyrir liggi samþykki óháðrar siðfræðilegrar matsnefndar. Þegar einstaklingur er óhæfur til þess að taka ákvörðun byggða á vitneskju um það hvort hann á að taka þátt í vísindarannsókn, verður könnuður að fá heimild forráðamanns hans eða einhvers annars sem er löggildur málsvari hans. Þegar hönnun vísindarannsóknarinnar felur aðeins í sér lágmarksáhættu, það er að segja að hættan er ekki meiri eða líklegri en felst í venjubundinni læknisfræðilegri eða sálfræðilegri athugun og ekki er talið framkvæmanlegt að fá samþykki byggt á vitneskju frá hverjum og einum (til dæmis þegar rannsóknin felst aðeins í því að afla gagna úr skrám er varða þátttakandann) getur siðfræðilega matsnefndin fallið frá kröfu um suma eða alla þætti vitneskjusamþykkis. Könnuðir ættu aldrei að setja af stað vísindarannsóknir á mönnum án þess að afla samþykkis sérhvers þátttakanda byggðu á vitneskju, nema þeir hafi fengið skilmerkilega heimild um það frá siðfræði- legri matsnefnd. 2. Nauðsynlegar upplýsingar fyrir væntan- legan þátttakanda: Áður en könnuður fer fram á það við ein- stakling að hann/hún taki þátt í vísindarannsókn, skal könnuður veita viðkomandi upplýsingar um eftirtalin atriði á máli sem væntanlegur þátttak- andi er fær um að skilja: * Að hverjum þátttakanda sé boðið að taka þátt, sem viðfang í vísindalegri rannsókn og að markmið og aðferðir rannsóknarinnar séu skýrð, * hversu lengi er ætlað að þátttakan standi, * hagsbætur sem réttmætt er að ætla að falli þátttakanda og öðrum í skaut, er væru árangur rannsóknarinnar, * hverja þá áhættu eða óþægindi fyrir þátttakandann sem tengist þátttöku í rannsókninni, * hverja þá valmeðferð sem gæti verið jafn hagkvæm fyrir þátttakandann og sú aðferð eða meðferð sem ætlunin er að prófa, * að hve miklu leyti varðveittur verður trúnaður um skrár þar sem borin verða kennsl á þátttakanda, * hversu langt skylda könnuðar nær um það að veita þátttakanda læknishjálp ef sú skylda er fyrir hendi, * hvort meðferð vegna tilgreindra skaða sem tengjast rannsókn verði veitt þátttakanda að kostnaðarlausu, * hvort fjölskylda þátttakanda eða ómagar á framfæri hans fái bætur vegna örorku eða dauða sem hlytist af slíkum skaða og * að einstaklingum sé heimilt að neita þátttöku og sé frjálst að draga sig út úr rannsókninni hvenær sem er án þess að verða refsað eða missa af hagsbótum sem þeir ættu ella rétt á. Skýringar á annarri leiðbeiningunni. Ferli. Óflun vitneskjusamþykkis er ferli sem hefst þegar fyrst er haft samband við væntanlegan þátttakanda og það heldur áfram alla könnunina. Með því að veita viðkomandi upplýsingar með endurtekningu og skýringu, með því að svara spurningum þátttakandans jafn óðum og þær eru bornar fram og með því að tryggja að allir þátt- takendur skilji sérhverja aðferð, laðar rannsóknar- teymið ekki aðeins fram samþykki byggt á vitneskju heldur auðsýnir það jafnframt reisn þátttakandans djúpa virðingu. Túngumál. Fræðsla þátttakandans má ekki aðeins felast í að þylja það upp sem stendur á eyðublaði. Könnuður skal kappkosta að koma upplýsingunum í orð sem hæfa skilningi þátt- takandans. Könnuðinum ber að hafa í huga að getan til þess að skilja upplýsingar sem nauð- synlegar eru fyrir samþykki byggt á vitneskju, er komin undir þroska, greind, menntun og dóm- greind. Skilningur. Könnuðurinn skal þessu næst tryggja að væntanlegur þátttakandi hafi skilið upp- lýsingarnar nægilega vel. Þessi skylda er þeim mun þyngri sem áhættan fyrir þátttakandann er meiri. I sumum tilvikum gæti könnuður þurft að beita munnlegu eða skriflegu prófi til þess að kanna hvort upplýsingarnar hafi skilist nægilega vel. Hagsbætur. I vísindarannsóknum sem hann- aðar eru til þess að meta bóluefni, lyf eða aðra framleiðsluvöru, ber að segja þátttaicendum frá því hvort og hvernig afurðin verði þeim tiltæk, ef hún reynist örugg og virk. Ber að segja þeim frá því hvort þeir hafi áframhaldandi aðgang að afurðinni á þeim tíma sem líður frá því að þátt- töku þeirra í rannsókninni lýkur, þar til afurðin verður samþykkt til almennrar dreifingar og hvort þeir fái hana ókeypis eða ætlast er til að þeir greiði fyrir afurðina. Áhætta. Þegar um flóknar vísindaáætlanir er að ræða, getur verið að það sé hvorki gerlegt né æskilegt að segja væntanlegum þátttakendum frá allri hugsanlegri áhættu. Hins vegar ber að segja þeim frá allri áhættu sem hver skynsemi gædd mannvera myndi telja að skipti máli við að ákvarða hvort hún ætlaði að taka þátt í rann- sókninni. Álit könnuðar á því hvaða áhætta eigi að teljast skipta máli, skal leggja fyrir siðfræðilega matsnefnd (sjá þriðju leiðbeiningu) og hljóta samþykki hennar. Væntanlegir þátttakendur sem óska eftir að fá frekari upplýsingar skulu fá tækifæri til þess að spyrja að vild. Ábyrgð könnuðar á læknishjálp. Sé könnuðurinn læknir, verður að gera þátttakanda það Ijóst hvort könnuðurinn er aðeins í því hlutverki eða hvort hann er jafnframt læknir viðkomandi þátttakanda. Hins vegar tekur sá læknir sem felst á að vera samtímis læknir og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.