Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 85

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 85
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 193 ekkert er að tengslum heila- dinguls og eggjastokka. Örvun vantar frá undirstúku heilans (skortur á GnRH- gonadotrop- inrealeasing hormone) en ástæða þess er óljós (2-4). Tvær tilgátur eru vinsælastar (2,6). Annarsvegar sú að hækkað magn endorfína eða kortisóls og CRF (corticotropin releasing factor) valdi bælingu á undir- stúku, en vitað er að hvort tveggja er mögulegt. Hin tilgát- an, sem er vinsælust, felur í sér að hitaeiningaskortur (energy drain) valdi tíðateppu. Líkami sem ekki fær nægilegar hitaein- ingar er samkvæmt því ekki fær um að ganga með og ala barn. Margar athuganir hafa leitt í ljós að íþróttakonur í tíðateppu neyta ekki færri hitaeininga en aðrar konur en oft bæta þær sér ekki upp þá umframþörf sem æfingarnar valda (2). Þetta þarf ekki að leiða til þess að líkams- þyngd og fituprósenta breytist (6). Margar þessara kvenna sýna miklar lystarstolstilhneig- ingar á stöðluðum prófum, en erfitt er að greina það vegna mikillar afneitunar. Munur á þörf og neyslu getur verið allt að 500-1000 hitaeiningar á dag. I kjölfar þessa er nú farið að tala um þríeyki íþróttakvenna (the female athlete triad) sem einkennist af; Lystarstolshegð- un, tíðateppu og beineyðingu. ACSM hefur gengist fyrir mörg- um ráðstefnum um þessi mál í samvinnu við aðra og kynnt víða um heim. Mikið æfingaálag getur einn- ig valdið tíðateppu og hægt er að framkalla tíðastopp hjá kon- um sem álag er aukið hratt hjá (2). Afleiðingarnar verða allt aðrar hjá hópi sem álag er aukið hægar hjá. Þrátt fyrir miklar at- huganir er enn óljóst hvort ástæðan er orkuskortur eða æf- ingaálagið sjálft. Nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið dýralíkan sem líkir ótrúlega vel eftir íþróttakonum (2). Um er að ræða kvenapa sem hægt er að láta sýna sömu tíðatruflanir og íþróttakonur, svo sem lækkun gulbúskveikju (LH), fíbrínstillis (FSH), estró- gens og gulbúsvaka og algjöra tíðateppu. Með hlaupum sem nema 9,6-12,2 km á dag í fjóra til 18 mánuði fá um 75% þeirra tíðastopp og það helst á meðan æfingar vara. Þegar æfingum lýkur hættir tíðastoppið á fjór- um dögum að meðaltali (6). Með því að æfa áfram og auka fæðuinntöku þeirra sem hafa orðið fyrir tíðastoppi má snúa hormónabreytingum og tíða- teppunni við. Þessar rannsóknir eru sterkustu vísbendingar þess að orkuskortur sé aðal ástæða tíðatruflana hjá konum (6). Á hinn bóginn eru ekki allar tíðatruflanir tíðateppa. Margir telja að um nokkur stig sé að ræða (2,3). Stytting gulbúshluta tíðahrings er fyrsta stigið. Það þýðir að hjá íþróttakonum með reglulegar blæðingar reynist gulbúsvakaframleiðsla í fyrri hluta tíðahrings ónóg. Það leið- ir til ótímabærrar rýrnunar gul- bús og ófrjósemi þar sem egg festast í legbolsslímhúð sex til sjö dögum eftir egglos. Niður- brot slímhúðarinnar hefst nokkrum dögum fyrir blæðing- ar þannig að vari gulbúshluti tíðahrings skemur en 10 daga veldur það ófrjósemi. Styst hef- ur hann mælst fjórir og hálfur dagur og oft fimm til sex dagar og hann styttist eftir því sem æf- ingar aukast (6). Flestar þessar konur hafa eðlilegar blæðingar, bæði hvað varðar magn og reglu. Síðari hluti tíðahrings er þá lengri. Áhrif þessa á beintap eru hinsvegar óljós. Næsta stig getur verið tíðahringur án egg- loss þrátt fyrir eðlilegar blæð- ingar eins og áður. Það merkir einnig dulda ófrjósemi. Tíma- bundin tíðateppa og síðar algjör tíðateppa eru svo lokastigin með sínum skelfilegu áhrifum á beintap. Stytting gulbúshluta tíðahrings er af sumum talin vera merki um væntanlega tíða- teppu eða jákvæð aðlögun að æfingum hjá konum sem ekki munu lenda í tíðateppu. Áhrif þjálfunar á unglinga Vitað er að ungar konur sem stunda íþróttir hafa fyrstu tíðir síðar en hinar og þjálfun ekki síður en vannæring getur haft áhrif á GnRH-losun og byrjun kynþroska og tíðatruflanir hjá eldri íþróttakonum (2). Fjöldi rannsókna hefur staðfest að tíð- ir byrja síðar hjá íþróttakonum en öðrum og því hafa margir ályktað sem svo að þátttaka í íþróttum seinki kynþroska. Þó hefur almennt verið talið að seinkun kynþroska stafi ekki af lífeðlisfræðilegum ástæðum heldur þjóðfélagslegum (2-4). Þar sem löngu beinin vaxa þar til eftir tíðabyrjun (stúlkur vaxa að meðaltali 8 cm eftir upphaf tíða) leiðir seinkaður þroski frekar til getu í íþróttum og stúlkur sem þroskast hægar taka því fremur þátt í íþróttum en hinar heltast úr lestinni (6). Niðurstaðan er sú að þótt íþróttakonur verði kynþroska síðar en konur sem ekki stunda íþróttir þá bendi ekkert til þess að það sé æfingunum að kenna (3-6). Seinkaður kynþroski tef- ur fyrir styrkingu beina en álag- ið af íþróttunum eykur bein- styrk. Hver útkoman verður fer eftir íþróttagreinum (2). Áhrif þjálfunar á karla Svipuð vandamál hafa komið upp hjá körlum með bælingu á framleiðslu á testósteróni og sæðisframleiðslu við miklar æf- ingar. Ástæðan er líklega sú sama og áður er minnst á hjá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.