Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
369
Sýruskynjari var staðsettur 10 cm neðan við
mót maga og vélinda og sýrustig mælt í 24
klukkustundir.
Niðurstöður: Öll lyfin hækkuðu sýrustigið
marktækt miðað við viðmiðunarmælingu.
Zantac® meðferð gaf gildi yfir 3 í 8,8 klukku-
stundir, Famex® í 11,2, Losec® í 17,5 og Ló-
mex® gaf gildi yfir 3 í 18,3 klukkustundir. Fa-
mex® hækkaði sýrustig marktækt meira en
Zantac® en ekki var munur á Lómex® og Los-
ec®.
Ályktun: Samanburður á virkni lyfjanna sést
best á því að Zantac® lengdi tímann sem sýru-
stigið var yfir 3 um 2,6 klukkustundir, Famex®
um fimm klukkustundir, Losec® um 11,3 og
Lómex® um 12,1 klukkustund.
Inngangur
Rannsóknir á síðasta áratugi hafa leitt í ljós
að sterkt samband er á milli þess hve sár í maga
og skeifugörn gróa hratt annars vegar og hækk-
aðs sýrustigs í maga hins vegar. Þessi þekking
fæst með því að draga saman niðurstöður úr
fjölda tilrauna á græðslu sára með sýrulækk-
andi lyfjum og á nákvæmum mælingum á sýru-
stigi í maga til að meta virkni lyfjanna (1-3).
Hraðinn á græðslu skeifugarnarsára er í réttu
hlutfalli við hækkun sýrustigs. Til að ná há-
markshraða í græðslu þarf að halda sýrustiginu
yfir 3 um 16-18 tíma á sólarhring (1,2). Hækkun
á sýrustigi umfram þetta leiddi ekki til virkari
græðslu sára. Það þarf meiri hækkun á sýrustigi
til að græða vélindabólgu af gráðu þrjú og fjög-
ur heldur en til að græða sár. Til að ná há-
marksvirkni þarf að halda sýrustigi yfir 4 í 16
tíma á sólarhring (2). Enn meiri hækkun á
sýrustigi þarf til að auka virkni fúkkalyfs við
útrýmingu á Helicobacter pylorí en þar þarf að
halda sýrustigi yfir 5 allt að 24 klukkustundir á
sólarhring (4). Algengasta notkun sýrulækk-
andi lyfja á íslandi er við illa skilgreindum
sýrutengdum einkennum (non ulcer dyspepsy)
og vægum vélindabólgum (5) þar sem væntan-
lega þarf ekki eins mikla hækkun á sýrustigi og
getið er hér að framan.
Það er því mikilvægt að þekkja vel virkni
lyfja sem hækka sýrustig í maga til að geta valið
lyf við hæfi fyrir hvern sjúkling og hvern sjúk-
dóm. Tveir flokkar lyfja eru ríkjandi á íslensk-
um lyfjamarkaði í dag. Árið 1991 voru um 30%
lyfjanna prótónupumpuhemlar en um 70% H2
blokkar (5) en árið 1996 höfðu þessi hlutföll
breyst þannig að prótónupumpuhemlar höfðu
60% markaðshlutdeild en H2 blokkar 38%.
Frumlyf í þessum flokkum Losec® og Zantac®
hafa nokkuð verið rannsökuð hvað varðar
áhrif á sýrustig í maga (6-8) en engar upplýs-
ingar liggja fyrir um samheitalyf. Það er vel
þekkt að samheitalyf geta haft minni verkun en
frumlyf og gildir þetta sérstaklega um ómepra-
zól (9,10). Tilgangur rannsóknarinnar var að
kortleggja virkni lyfjanna almennt en þó sér-
staklega eftir viku meðferð en vitað er að
virkni H2 blokka er mest fyrstu daga meðferðar
og dvínar síðan en virkni ómeprazól er minnst
fyrstu dagana og eykst síðan. Stöðug áhrif
beggja lyfja á sýrustig í maga nást ekki fyrr en
eftir sjö daga (7). í fyrri tilraunum hefur ekki
verið tekið tillit til þessa.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur: Sextán heilbrigðir sjálfboða-
liðar á aldrinum 18-43 ára (13 konur, sjö karl-
ar) tóku þátt í tilraununum að fengnu skriflegu
samþykki. Siðanefnd Landspítalans samþykkti
rannsóknaráætlunina. Sjúkrasaga var könnuð
og sérstaklega spurt um sjúkdóma í meltingar-
færum. Blóðrauði var mældur svo og kreatínín
og lifrarpróf. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókn
var að allt þetta væri eðlilegt. Engin lyfjataka
eða áfengisneysla var leyfð rneðan á rannsókn
stóð en undantekning var gerð með getnaðar-
varnartöflur. Enginn þátttakenda reykti. Spurt
var um fæðuvenjur og sérstaklega könnuð
neysla á gosdrykkjum. Allir þátttakendur
borðuðu almennt íslenskt fæði á reglulegum
matmálstímum og neyttu gosdrykkja í hófi.
Lyf: Apótek Landspítalans sá um afhend-
ingu og frágang lyfja og var tryggt að læknar
hefðu ekki upplýsingar um hvaða lyf voru gefin
á hverjum tíma. Úr prótónupumpuflokknum
voru notuð lyfin Losec® (Hassle) og Lómex®
(Omega Farma), en úr flokki H2 blokka Zant-
ac® (ranitidín, Glaxo) og Famex® (famótidín,
Omega Farma). Zantac® 300 mg og Famex® 40
mg voru tekin einu sinni á dag með kvöldmat í
sjö daga. Losec® 20 mg og Lómex® 20 mg voru
tekin að morgni í sjö daga. Lyfin voru merkt lyf
1 og lyf 2 og þegar rannsókninni var lokið og
niðurstöður lágu fyrir var lyfjamerking opnuð
á sameiginlegum fundi forstöðumanns apóteks
Landspítalans og lækna.
Framkvæmd: Tilraunin var gerð í þremur
lotum. I fyrstu lotu var gerð viðmiðunarmæling
án lyfja. I annarri lotu voru borin saman lyfin
Zantac® og Famex® en í þriðju lotu Losec® og