Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 94
446 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 ingu reglugerða er dragi úr tó- baksneyslu og styðja almennt við bakið á þeim sem sinna for- vörnum, meðal annars til að draga úr þeirn mikla kostnaði sem fylgja erfiðum og oft ban- vænum sjúkdómum er fylgja neyslu þess.“ í ljósi þessa boðskaps spyr ég hvort eðlilegt geti talist að í stjórn ÁTVR sé maður sem eft- ir stjórnarfund þar skellir sér í hvítan slopp og svo í hina vinn- una sína og berst þar gegn notk- un vörunnar sem ÁTVR selur? Gæti ekki komið upp sú staða að erfitt yrði fyrir hann að vera heiðarlegur gagnvart báðum sínum herrum og hvað þá? Eða hvað felst í eftirfarandi orðum Hildar Petersen formanns stjórnar ÁTVR er hún lét falla í útvarpi 30.01. 1997?: „Það er í raun og veru mjög erfitt að reka fyrirtæki sem má helst ekki selja vöruna sína. Mér er það eigin- lega alveg gjörsamlega ómögu- legt.“ Ég get ekki betur skilið en að þessi félagi þinn í ÁTVR finni sig þurfa að velja milli þess hverjum ber að hlýða, herran- um sem vill selja eitrið eða hin- um sem vill selja sem minnst. Og hverjir eru svo herrarnir í ÁTVR? Leitum svarsins með tilvitnun í næstu setningu í þinni grein í Mogganum: „I reynd er staðan hérlendis nú sú að ríkis- valdið, sem samnefnari þjóðar- innar, hefur tekið á sig þá ábyrgð sem innflutningi tóbaks fylgir og starfar nú sem þjón- ustuaðili við framleiðendur tó- baks og umboðsaðila þeirra hvað innflutning og dreifingu vörunnar varðar". Er hægt að skilja þessi orð öðruvísi en svo að þú lítir þannig á að sem stjórnarmaður í ÁTVR sért þú í þjónustu tóbaksframleiðenda? Mikil játning það. í símtalinu kom frarn sú skoðun þín að það væru Islendingar allir, þar sem við eigum okkar litlu hlutdeild í ríkinu hvert og eitt. Orðaleikir eru ágætir en ekki við hæfi í svona dauðans alvöru. Vitnum enn í Moggann og þá í niðurlag greinarinnar, rúsínuna í pyslu- endanum, en þar segir: „Verði þannig að málum staðið og rík- isvaldið ekki lengur beggja vegna borðsins, munu tóbaks- varnir fá byr undir báða vængi, því ljósara verður þá en áður, hverjir ábyrgð í reynd bera á innflutningi og dreifingu tó- baksvara“. Tilvistarréttur lækn- is sem stjórnarmanns í ÁTVR breytist lítið, þó þér takist að einkavæða innflutning og dreif- ingu tóbaksins. Eftir sem áður verður það svo að ríkið mun hafa af tóbakinu umtalsverðar tekjur, og á sama tíma bera skyldur til að vinna að tóbaks- vörnum. Að þetta verði til þess að efla tóbaksvarnir er vægast sagt mjög hæpin fullyrðing. Með því að gera einstaklinga ábyrga fyrir innflutningi og dreifingu tóbaks, gerist það líka að þeir ásamt fjölskyldum sín- um verða háðir því að geta selt sem allra mest af því. Slíkur söluaðili mun þaulhugsa leiðir til markaðssetningar, gjarnan feta gráa geirann milli þess sem er löglegt og hins sem er ólög- legt, til dæmis reyna að snið- ganga auglýsingabann, rétt eins og umboðsaðilar bjórs gera í dag. Þetta yrði því fremur til að styrkja en veikja stöðu óvin- anna - tóbaksframleiðendanna. Lokaorð Hvernig sem ég reyni fæ ég ekkert jákvætt séð við það að læknir sitji í stjórn ÁTVR. Þvert á móti getur í því falist mikill ávinningur fyrir tóbaksfram- leiðendur. Umsvif þeirra og markmið krefjast þess að gera sem flest ungmenni að níkótín- fíklum. Að hafa yfirlækni krabbameinsdeildar Landspít- alans í stjórn þess fyrirtækis sem hefur einkarétt á innflutningi og dreifingu á tóbaki er eitthvað sem þeir gætu notað og munu þá gera það, hvort sem þér líkar eða ekki. Tilvist læknis í stjórn ÁTVR gefur að mínu mati sterk skilaboð til tóbaksfíkla um að tóbak geti nú þrátt fyrir allt ekki verið svo slæmt. Sama skilnings má vænta meðal æskufólks, sem eru verðandi fíklar fái tóbaks- iðnaðurinn sitt fram. Mál er að linni. Frá og með 01.02. 1997 tóku gildi nýjar reglur ÁTVR um innkaup á tóbaki. Afleiðing þeirra mun verða umtalsverð fjölgun reyktóbakstegunda sem til sölu eru á íslandi, 11 nýjar sígarettutegundir og fimm vindlategundir. Þetta er aðgerð sem ekkert minnir á læknis- fræði, hvað svo sem þær „tak- markandi reglur“ sem þú nefnir í Mogganum koma hugsanlega til með að þýða í fyllingu tím- ans. Nýtt tóbak kallar eftir nýj- um neytendum og reynslan seg- ir okkur að þeir verða úr hópi æskufólks. Undirritaður ásamt mörg hundruð öðrum heilbrigð- isstarfsmönnum mótmæltu þessum reglum skriflega, en við höfðum ekki erindi sem erfiði. Vertu nú svo vænn að útskýra fyrir okkur í hverju læknisfræði- legt ágæti þessara reglna felst. Jafnvel enn torskildara er að þú sem læknir skulir af fúsum og frjálsum vilja taka sæti í stjórn ÁTVR og það á sama tíma og þú ert þeirrar skoðunar að fyrir- tækið vinni sem þjónustuaðili við tóbaksframleiðendur. í ljósi þess skilnings þíns ríkir nú það ástand að tóbaksvarnir á íslandi deila yfirlækni krabbameins- deildar Landspítalans með fyrirtæki sem er í þjónustu tó- baksframleiðenda. Er það ásættanlegt? 04. 04. 1997 Pétur Heimisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.