Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 66
420
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
læknar taki að sér rekstur stofnana eða ein-
stakra eininga.
Sú þróun sem sett er fram hér að ofan hefur
þegar farið af stað sjálfkrafa vegna þeirra fram-
fara sem orðið hafa í læknisfræði og mun halda
áfram óháð aðperðum stjórnvalda. Það er því
mikilvægt að LI taki virkan þátt í þessari þróun
til að hún geti orðið markviss og gætt sé að
faglegum þáttum.
Læknisþjónusta utan sjúkrahúsa, frumheilsugæsla
Staðan í dag
Þá sem veita lœknisþjónustu utan sjúkrahúsa í
dag má flokka í:
* heimilislækna á ríkisreknum heilsugæslu-
stöðvum með ákveðin upptökusvæði,
* heimilislækna á einkastofum,
* sérgreinalækna á einkastofum,
* sérgreinalækna með aðstöðu á sjúkrahús-
um eða göngudeildum.
Sérstök vandamál:
* mikið framboð er af sérgreinalæknum en
skortur er á heimilislæknum,
* vaxandi erfiðleikar eru við mönnun læknis-
staða í dreifbýli bæði heimilislækna og sér-
greinalækna.
Þarfír íslenskrar heilbrigðisþjónustu
Þarfir íslands fyrir læknisþjónustu miðast
við að íbúar utan stærstu þéttbýlisstaða eiga
jafnan rétt og aðrir um aðgang að læknisþjón-
ustu þegar alvarleg veikindi eða slys ber að
höndum. Þannig er ekki hægt að þjappa allri
þjónustu á þéttbýlisstaði heldur verður að
miða læknisþjónustu við að hún taki tillit til
búsetu fbúa landsins.
Vinnumarkaður íslenskra lækna er allur
heimurinn og því er ekki hægt að mennta
lækna með það markmið fyrir augum að þeir
muni eingöngu starfa á íslandi, en hins vegar er
hægt að byggja læknanám þannig upp að
kynntar verði sérstaklega þarfir Islands og
reynt að gera þær áhugaverðar.
Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir að
vandamál við skipan læknisþjónustu á íslandi
bæði í þéttbýli og dreifbýli og skipting milli
frumþjónustu / frumheilsugæslu (primary care)
og annars stigs þjónustu (secondary care) eru
einnig vel þekkt erlendis frá. íslenskt heil-
brigðiskerfi getur nýtt sér að víðtæk umræða
hefur átt sér stað erlendis meðal alþjóðlegra
heilbrigðisstofnana og læknasamtaka um hag-
kvæmustu og jafnframt skilvirkustu læknis-
þjónustu. Hvort þær hugmyndir henta jafnvel
hérlendis eða hvort einangrun landsins veldur
því að aðkoma sérgreinalækna að heilsugæslu
verður önnur, hefur verið umdeilt.
Skilyrðin sem þarf að uppfylla er að heil-
brigðisþjónusta og þar með læknisþjónusta
verður að mæta þörfum þjóðarinnar. Til þess
verður að beita aðferðum við notkun fjár-
magns, mannafla og tæknivæðingar sem með
rannsóknum hafa sýnt sig í að bæta heilbrigði.
Beita þarf skynsamlegri fjármagnsstefnu sem
hvetur til að heilbrigði einstaklinga og samfé-
laga sé bætt og verðlaunar hagkvæma nýtingu
fjármagns.
Grunnforsendan er: Hver einstaklingur þarf
persónulega þjónustu sem er í höndum eins
ábyrgs læknis. Uppbygging slíkrar þjónustu á
að leggja áherslu á forvarnir, árangursríka
meðferð bráðaveikinda og langvinnra sjúk-
dóma og tryggja hámarks færni og sjálfstæði
einstaklinga. Áhersla á að vera á gæði, sam-
fellda og samræmda meðferð sem og ásættan-
lega og vel aðgengilega þjónustu sem skapi
ánægðan neytanda. Þessi markmið hafa verið
talin nást best með öflugri heilsugæslu.
Þörf þjóðarinnar fyrir öfluga heilsugæslu
leiðir til þess að stefna ber að því að fjölga
sérmenntuðum heimilislæknum. Heimilis-
læknar þurfa framhaldsnám og símenntun eins
Þórir B. Kolbeinsson gekk frá erindinu.