Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 87

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 439 Ljósm.: jt mannfjölgunar. Aukningin verður aðallega að fara fram ut- an spítala eða á göngudeildum. Umræða í öngstræti - Mér finnst þessi umræða komin í öngstræti og stundum finnst mér hún hreinlega vera farin að eyðileggja eðlileg sam- skipti starfssystkina. Læknar verða að finna grundvöll greiðslufyrirkomulags fyrir ferliverk sem þeir geta að mestu verið sammála um. Pað gerist trúlega ekki nema með breyt- ingum á ráðningarsamningi lækna. Nú eru margir í hluta- störfum, kannski 50-75% stöð- um og er beinlínis gert ráð fyrir að þeir geti unnið ferliverk utan spítala eða innan til að hafa laun sem svara til heillar stöðu. Séu verkin unnin á spítalanum er reynt að koma því svo fyrir að þeir séu ekki á spítalalaunum meðan vinna við ferliverk fer fram. Þetta getur hins vegar verið erfitt og er alltaf tortryggt, og segir Jóhannes að erfitt sé að koma því alltaf svo fyrir að þessi verkefni fari fram utan hefð- bundins vinnutíma. Til að sem best og samfelldust nýting fáist á skurðstofum eða annarri að- stöðu verði ferliverk unnin á öll- um tímum og þá komi til þessi togstreita - að menn starfi hlið við hlið en fái greitt eftir mis- munandi launakerfum. - Pessu verður ekki breytt nema með því að læknar fái aukið starfshlutfall og að föstu launin verði þannig að þeir geti haft þokkalega afkomu af þeim og þurfi því ekki á sérstökum greiðslum að halda fyrir einstök önnur læknisverk. Það verður ekki sátt um þetta fyrr en fyrir- komulaginu verður breytt og þessi vinna verður eðlilegur partur af starfi sjúkrahúslæknis. Því fylgir auðvitað að stöður verða fleiri með tilheyrandi kostnaði en á móti kemur sparnaður þegar greiðslur vegna ferliverka falla niður. En það verður vissulega að breyta kerfinu þannig að báðir aðilar sætti sig vel við það þótt trúlega verði seint hægt að gera öllum til hæfis. Jóhannes segist ekki sjá aðra lausn en að breyta greiðslufyrir- komulaginu verulega og ekki vill hann horfa á eftir þessum verkefnum frá sjúkrahúsunum: - Nei, þau þarf alltaf að vinna á sjúkrahúsunum að vissu marki, meðal annars vegna að- stöðunnar eins og ég gat um áð- an og það eru fleiri kostir sem því fylgja. Þar má nefna þjálfun ungra lækna sem eru í námi eða á leið að hefja störf, þeir verða að komast til að sinna ákveðnum verkum undir hand- leiðslu reyndra lækna. Við meg- um ekki stefna að því að ýta þessum verkefnum út heldur byggja áfram upp aðstöðu til að vinna þau á sjúkrahúsunum. Þá minnir Jóhannes á álit nefndar sem kannaði störf og greiðslur fyrir læknisverk og lagði til að sérstakar greiðslur fyrir ferliverk yrðu lagðar niður og að þær yrðu teknar inn í kjarasamningana eins og hann hefur þegar drepið á. - Þar stendur hnífurinn í kúnni og meðan ekki verður tekið al- mennilega á þessum málum í kjarasamningum verður engin breyting. - Eg hef verið þeirrar skoð- unar að ferliverk hafi ýtt undir ákveðna og jákvæða faglega þróun og hafði einnig þá trú að gott væri að hafa innbyggðan hvata með greiðslunum. Hins vegar hef ég nú sannfærst urn að þessi leið er ekki lengur fær og ég held að læknar á íslandi þurfi engan sérstakan hvata til að stunda sína vinnu, segir Jóhann- es Gunnarsson að lokum. -jt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.