Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 52
410 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 9. öryggi gagna 10. varðveislu gagna 11. flutning gagna til annars ríkis 12. vísindarannsóknir í tillögum Evrópuráðsins er lögð áhersla á að í aðildarlöndum ráðsins sé þess gætt að frið- helgi einkalífsupplýsinga í heilsufarsgögnum sé tryggð í löggjöf ríkjanna. Þau atriði í tillögum ráðsins sem helst hafa valdið ágreiningi snerta vísindarannsóknir. Enda þótt viðurkennt sé í tillögunum að framfarir í læknavísindum bygg- ist að miklu leyti á aðgengi læknisfræðilegra upplýsinga um einstaklinga eru settar skorður að aðgengi. Hvenær sem það er mögulegt skyldi nota nafnlausar læknisfræðilegar upp- lýsingar og mælst er til þess að aðferðir verði þróaðar til að afmá persónuauðkenni slíkra gagna. Reynist ekki unnt að afmá persónuauð- kenni til að framkvæma rannsókn sem gerð er í lögmætum tilgangi væri hægt að gera hana með eftirfarandi skilyrðum: a) sjúklingur hefur gefið upplýst samþykki sitt fyrir henni eða b) ef sjúklingur er ófær um að gefa samþykki þá hafi lögmætur fulltrúi sjúklings gefið sam- þykki eða c) ef aðgangur að persónubundnum heilsu- farsupplýsingum er nauðsynlegur þáttur vís- indalegrar rannsóknar sem snertir mikilvæga almannahagsmuni og lögmætt leyfi hefur feng- ist fyrir rannsókninni, en aðeins ef: sjúklingur hefur ekki sérstaklega mælt gegn því að upp- lýsingar um hann verði notaðar í rannsóknar- skyni og að ekki reynist raunhæft að ná til sjúklings til að fá upplýst samþykki þrátt fyrir tilraunir til þess og mikilvægi rannsóknaráætl- unarinnar réttlæti heimild fyrir rannsókn eða d) ef vísindaleg rannsókn er bundin í lögum og er nauðsynlegur þáttur vegna almanna- heilla. Lagt er til að heilbrigðisstarfsmenn geti stundað vísindarannsóknir á þeim sjúklingum sem þeir sjálfir stunda svo lengi sem þeir hafa gögn sjúklinga sinna undir höndum og ef sjúk- lingur hefur ekki mælt gegn því. Bent hefur verið á að sjúklingar hafi ekki bara réttindi heldur einnig skyldur. Læknar og sjúklingar hafi sameiginlega þá siðferðilegu skyldu að stuðla að framförum í læknisfræði meðbræðrum og komandi kynslóðum til hags- bóta. Því hefur verið dreginn í efa siðferðilegur réttur sjúklings til að hafna því að upplýsingar um hann, þar með talin lífsýni, verði notaðar í rannsóknarskyni ef einkalífsvernd er tryggð. Tillögur að stefnumótun Læknafélags Island um einkalífsvernd 1. Löggjöf um vernd persónuupplýsinga. Læknum ber að fylgjast vel með allri lagasetn- ingu með það fyrir augum að ekki sé gengið á stjórnarskrárbundinn rétt sjúklinga til einka- lífsverndar við setningu nýrra laga. 2. Öryggismál og gæði gagna. Læknum ber að fylgjast grannt með öryggismálum er varða heilsufarsgögn. Læknar þurfa að stuðla að bættum gæðum gagna og aðferðum til að tryggja áreiðanleika þeirra. 3. Aðgangstakmarkanir að persónubundn- um heilsufarsgögnum. Læknar eiga að láta sig varða hverjir megi hafa aðgang að persónu- bundnum heilsufarsgögnum. 4. Miðlun persónuupplýsinga til þeirra sem ekki koma að meðferð og umönnun sjúklinga. Læknar þurfa að standa vörð um að það sé þeirra að segja til um miðlun persónubundinna heilsufarsupplýsinga. Læknum ber að sjá til þess að þróa aðferðir sem tryggja að einkalífs- upplýsingar komi ekki fram í samskiptum við aðila sem ekki stunda sjúklinga, þar með taldir stjórnendur og greiðendur læknisþjónustunn- ar. 5. Yarðveisla gagna. Nauðsynlegt er að taka afstöðu til tilmæla Evrópuráðsins um varð- veislu heilsufarsgagna en þar segir að megin- reglan eigi að vera að ekki skuli varðveita per- sónutengdar heilsufarsupplýsingar lengur en nauðsynlegt er til að ná þeim markmiðum sem til var ætlast við söfnun þeirra. 6. Meðferð persónuupplýsinga í vísinda- rannsóknum. Það er skylda lækna gagnvart sjúklingum að stuðla að framförum í læknis- fræði. Jafnramt ber læknum að tryggja vernd einkalífsupplýsinga eftir því sem kostur er og stuðla að þróun aðferða til að svo megi verða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.