Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 14
374
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Ristilblóðþurrð hjá ungu fólki
Hjörtur Kristjánsson11, Þorgeir Þorgeirsson21, Nick Cariglia3’
Kristjánsson H, Þorgcirsson Þ, Cariglia N
Ischcmic colitis in young adults
Læknablaðið 1997; 83: 374-81
Introduction: Ischemic colitis is most often consid-
ered a disease of the elderly with associated cardio-
vascular disease. Young patients with this disease
have been diagnosed at our hospital and therefore
the authors decided to investigate the disease’s prev-
alence, its anatomical location, prognosis and risk
factors in the young population.
Material and mcthods: A retrospective search of all
cases diagnosed as ischemic colitis from 01.01. 1983
to 31.12. 1995 was performed. One author (ÞÞ) re-
viewed all pathological material. Strong inclusion
criteria were proposed and of the 50 cases discov-
ered, only 26 fulfilled these strict criteria, 16 women
and 10 men. Five were under the age of 40 (19%),
three of them men.
Results: Ischemia was most common in the left co-
lon. Incidence has increased in the last years, para-
lelling the increase in colonoscopies performed. AIl
patients under 40 years of age had completely re-
versible ischemia, however eight of 21 patients over
the age of 60 required surgical intervention. Five
patients died and were all older than 75 years. The
percentage of young patients is noteworthy.
Conclusion: Pathophysiology of ischemic colitis in
young people is in most cases unknown. Possible
contributing factors in our study were smoking, de-
hydration, NSAID (non-steroidal anti-inflammato-
ry drugs) use, constipation and contraceptive use.
The study supports the importance of early endosco-
py and biopsies for diagnosis in patients presenting
acutely with symptoms of hemorrhagic colitis.
Keywords: ischemic colitis, young adults, etiology.
Frá 1|lyflækninga-, 2)meinafræði- og 3)speglunardeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Hjörtur Kristjánsson, Bergflodtvegen 86, 3400 Lier, Noreg-
ur.
Lykilorð: ristilblóðþurrð, ungtfólk, orsakir.
Ágrip
Inngangur: Ristilblóðþurrð hefur fyrst og
fremst verið talin sjúkdómur eldra fólks með
hjarta- og æðasjúkdóma. Ungt fólk hefur
greinst með þennan kvilla á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri (FSA) og því þótti höfund-
um ástæða til að kanna algengi hans hjá yngra
fólki, staðsetningu, sjúkdómsgang, áhættu-
þætti og afdrif.
Efniviður og aðferðir: Leituð voru uppi öll
tilfelli á tímabilinu 01.01. 1983 til 31.12. 1995.
Einn höfunda (ÞÞ) endurskoðaði öll sýnin.
Sett voru ströng skilyrði fyrir greiningu og af 50
sjúklingum upphaflega athuguðum reyndust
26 uppfylla þau skilyrði, 16 konur og 10 karlar.
Fimm voru yngri en 40 ára (19%), þar af þrír
karlar.
Niðurstöður: Blóðþurrð var algengust í
vinstri hluta ristils. Tíðni hefur aukist síðustu
ár, samhliða fjölgun ristilspeglana. Allir sjúk-
lingar yngri en 40 ára voru með afturkvæma
ristilbólgu, en átta af 21 eldri en 60 ára gengust
undir aðgerð. Fimm dóu og voru þeir eldri en
75 ára. Hlutfall yngri sjúklinga er athyglisvert.
Ályktun: Meinmyndun ristilblóðþurrðar hjá
ungu fólki er illa skilgreind í flestum tilfellum.
Mögulegir áhættuþættir hjá okkar sjúklingum
voru meðal annars estrógen, bólgueyðandi
gigtarlyf (NSAID), þurrkur, astmi, aukinn
þrýstingur í kviðarholi, reykingar, ampicillín
og hugsanlega E. coli, 0157:H7.
Rannsókn okkar styður mikilvægi skjótrar
speglunar og vefjaskoðunar til greiningar
sjúklinga með bráðan og blóðugan niðurgang.
Inngangur
Rúm öld er síðan að ristilblóðþurrð var fyrst
lýst. Fram á sjötta áratuginn var veggdrep eina
formið sem menn þekktu. Árið 1963 birtist
grein eftir Boley og félaga þar sem lýst var í