Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 58
414 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 sjálfstætt starf lækna innan íslenska heilbrigðis- kerfisins um langt skeið. Takmörkun á sjálf- stæðu starfi heimilislækna hefur verið mótmælt endurtekið af aðalfundum LÍ (nr. 121995, nr. 3 aukaaðalfundur 1996, nr. VII og XII 1996). Nýlegu samningsákvæði í samningum LR við Tryggingastofnun ríkisins frá 1995 um að- gangstakmarkanir inn á samning um greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp var einnig mótmælt harðlega á aðalfundi LÍ1995 og 1996 en án þess að ákvæðið fengist fellt niður. Félag ungra lækna kærði hinsvegar ákvæðið til Samkeppn- isstofnunar, sem dæmdi það ógilt (úrskurður Samkeppnisstofnunar nr. 2/1997). Samkvæmt fyrri úrskurði Samkeppnisstofnunar heyrir heilbrigðisþjónustan undir samkeppnislög (úrskurður nr. 11/1994) og vegna „markaðsráð- andi stöðu“ Tryggingastofnunar ríkisins er stofnuninni óheimilt að hindra aðgang lækna að samningum stofnunarinnar (úrskurður nr. 2/1997). Um starf lækna hlýtur einnig að gilda stjórnarskrárákvæðið um atvinnufrelsi allra fs- lendinga (það er um réttinn til þess að sjá sjálf- um sér og sínum farborða), en atvinnufrelsi má ekki hefta nema ef almannaheill krefst þess og þá eingöngu með lagaboði (75. gr. Stjórnar- skrár Lýðveldisins íslands). Þetta ákvæði tryggir grundvallarmannréttindi lækna, og stjórnsýslulög og samkeppnislög vernda enn frekar þessi mannréttindi. A. Sjúkrahús er (samkvæmt Lögum um heil- brigðisþjónustu nr 97/1990 gr. 23.1) „...hversú stofnun, sem œtluð er sjúkufólki til vistunar og þar sem lœknishjálp, hjúkrun og allur aðbún- aður er í samrœmi við það sem þessi lög og reglugerðir þar að lútandi krefjast". Samkvæmt 25.1 gr. laganna kemur fram að starfssvið skuli vera fyrirfram ákveðið þegar starfræksla nýs sjúkrahúss er ákveðin, (en misbrestur virðist vera á því í reynd samanber samþykkt aðal- fundar LÍ nr. 5 1994 um verkaskiptingu og starfssvið sjúkrahúsa). Almennt virðist gert ráð fyrir opinberum rekstri sjúkrahúsa en eng- in bein ákvæði eru í Lögum um heilbrigðis- þjónustu um rekstrarform sjúkrahúsa. í ýms- um greinum er þó á óbeinan hátt gert ráð fyrir að aðrir aðilar en opinberir aðilar geti rekið sjúkrahús. í Lögum um heilbrigðisþjónustu gr. 30.4 er til dæmis beinlínis gert ráð fyrir einka- sjúkrahúsum og sjálfseignarstofnunum. Vistun á sjúkrahúsi, þar með talið fæðingar- stofnun, að ráði læknis skal vera ókeypis „hverjum þeim sem sjúkratryggður er“ (Lög um almannatryggingar gr. 34). í 39. gr. lag- anna er gert ráð fyrir að sum sjúkrahús séu á föstum fjárlögum en önnur á daggjöldum sem ákveðin séu af stjórnvöldum. Gert er ráð fyrir að sjúkrahúsin njóti jafnframt tekna af gjald- skrám slysa- og röntgendeilda. „Daggjöld og gjaldskrár skulu ákveðin þannig að samanlagð- ar tekjur stofnunar standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði á hverjum tíma miðað við þá þjónustu sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur ákveðið að stofnunin veiti“. Með öðrum orðum er afkoma sjúkrahúsa tryggð með lögum haldi sjúkrahúsið sig við skilgreint verksvið. Læknafélögin hafa endurtekið lýst efasemdum um, að fyrirkomulag fastra fjár- veitinga til sjúkrahúsa séu í samræmi við fagleg sjónarmið (samþykktir aðalfundar LÍ 1985, 1986, 1989, 1996). Læknar hafa um árabil haft áhyggjur af ófullnægjandi áhrifum sínum á stjórnun opin- berra heilbrigðisstofnana samanber samþykkt aðalfundar LÍ nr. 3 1981 (áskorun til heilbrigð- isyfirvalda) um það „að lœknaráðum.. .sé tryggðurfulltrúi ístjórn viðkomandi stofnunar" og nr. 6 1990 um „brýna nauðsyn þess að á hverju deildaskiptu sjúkrahúsi starfi lœknis- fræðilegur forstjóri". IL Heilsugæslustöðvar og heimilislækningar: Aðalfundur LÍ 1969 beindi þeirri áskorun til heilbrigðisráðherra að stofnaðar yrðu „lœkna- stöðvar á þeim stöðum, þar sem grundvöllur er fyrir rekstri þeirra". Þessi ályktun var undan- fari stofnunar heilsugæslustöðva í núverandi mynd, en þær voru heimilaðar með Lögum um heilbrigðisþjónustu 1974. Aðalfundur LÍ 1977 ályktaði, að „nýliðun í heimilislœkningum (vœri) ólíklegán heilsugœslustöðva". Arið 1980 varaði aðalfundur LÍ hins vegar „eindregið við öllum aðgerðum, sem stefna í þá átt að tak- marka starfsréttindi lœkna og er þannig beint gegn þeim réttindum, sem hið almenna lœkn- ingaleyfi veitir", og er þessi ályktun ef til vill fyrstu merki þess að ósamkomulag sé innan stéttarinnar um rétt lækna til að starfa á öllum eða ákveðnum sviðum. í ályktun aðalfundar LÍ 1982 er stjórn LÍ falið „að athuga möguleika þess, að lœknar reki á eigin vegum lœknastöðv- ar, sem veiti sömu/svipaða þjónustu og heilsu- gœzlustöðvar". Á aðalfundi 1983 var hvatt til fjölgunar heilsugæslustöðva í Reykjavík sem „skilyrði eðlilegrar fjölgunar heimilislœkna í borginni". Samkvæmt núgildandi Lögum um heilbrigð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.