Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 41

Læknablaðið - 15.06.1997, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 401 fyrir nauðsyn á heildstæðri lagasetningu um rannsóknir á sviði líffræði og læknisfræði. Lagðar hafa verið fram til menntamálaráð- herra tillögur Læknafélags íslands um laga- frumvörp um þessi efni. Málum þessum verða gerð ítarlegri skil á fundi Læknafélags íslands um stefnumótun. Stjórn siðfræðiráðs hefur á undanförnum ár- um endurtekið bent á nauðsyn þess að sett verði á stofn óháð vísindasiðfræðinefnd. Þetta yrði óháð siðfræðinefnd sem á landsvísu fjall- aði um áætlanir um læknisfræðirannsóknir á mönnum. Fjölmörgum málum hefur verið vísað til stjórnar siðfræðiráðs til umsagnar af stjórn Læknafélags íslands. Má þar nefna frumvarp til laga um tæknifrjóvgun. Einnig hefur stjórn Siðfræðiráðs gert tillögur að „Leiðbeinandi reglum fyrir lækna vegna starfslegra samskipta þeirra og mögulegra hagsmunatengsla við heil- brigðisstofnanir í einkaeign, sérstaklega sem þeir kunna sjálfir að eiga hlut í“. Stjórn siðfræðiráðs hefur gert umsögn til stjórnar LÍ um Tillögudrög nefndar Rannsókn- arráðs Islands um „Reglur um meðferð, notk- un og vörslu erfðaefna úr mönnum.“ Þá hefur stjórn siðfræðiráðs staðið fyrir nokkrum málþingum svo sem um forgangsröð- un í heilbrigðisþjónustunni, siðfræði á dauða- stundu, tölvuvæðingu sjúkragagna - siðfræði- leg vandamál og réttindi sjúklinga. Nokkur erindi bíða afgreiðslu stjórnar sið- fræðiráðs, svo sem; „hvernig samskiptum lækna og þeirra sem æskja upplýsinga úr sjúkraskrám skuli fyrir komið“ og loks erindi frá formanni Læknafélags Islands þar sem ósk- að er eftir því að ráðið skoði og endurmeti reglur um starfsemi trúnaðarlækna en hæglega geta orðið árekstrar á milli læknisfræðilegrar siðfræði og fyrirtækjatengdra hagsmuna. Nýliðun, starfslok og launaþróun Nýliðun Til þess að íslensk læknisfræði þróist í sam- ræmi við það sem best gerist í heiminum, þarf að standa vel að nýliðun, ekki aðeins í al- mennri læknisfræði heldur einnig í sérgreinum læknisfræðinnar. Örar framfarir í læknavísind- um kalla á æ fleiri störf í vísindavinnu, kennslu og stjórnun á sama tíma og þörfin á klínískri vinnu eykst stöðugt með auknum fólksfjölda, breyttri aldurssamsetningu og auknum kröfum nútímasamfélagsins um góða heilbrigðisþjón- ustu. Með meiri tæknivæðingu og sérhæfingu eru stöðugt fleiri sérgreinar að bætast við en um leið þarf að huga að endurskoðun á þeim sérgreinum sem fyrir eru. Þá geta breyttar áherslur í skipulagningu heilbrigðisþjónustu Frá vinnuhópi Ll um nýliðun, starfslok og launaþróun. Hóp- inn skipuðu Árni Björnsson, Eiríkur Jónsson, Gestur Þor- geirsson, Margrét Oddsdóttir, Már Kristjánsson, Sigurbjörn Sveinsson (sérálit um nýliðun og launaþróun), Steingerður A. Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Ari Arason hópstjóri. Vilhjálmur Ari Arason gekk frá erindinu. svo og breytingar á þjóðfélagsháttum og sjúk- dómamynstri í þjóðfélaginu kallað á tíma- bundnar breytingar á fjölda lækna í einstökum sérgreinum. Heilbrigðisyfirvöld eiga í samráði við lækna- samtökin að meta þörf þjóðfélagsins fyrir læknismenntaða menn á hverjum tíma. Þá er eðlilegt að sömu aðilar geri framtíðarspár um læknaþörf með hliðsjón af þróun annarra þjóð- félagsþátta, til að mynda þróun í byggðarmál- um, atvinnumálum og aldursdreyfingu. Hag- kvæmast er, að læknar vinni störf þar sem sér- þekking þeirra kemur að sem bestum notum og að þeir fái viðhaldið færni sinni. Heilbrigð- isþjónustunni hefur gjarnan verðið skipt upp í þrjú stig þar sem fyrsta stigið er heilsugæsla og forvarnir, annað stigið sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa og þriðja stigið sérfræðiþjónusta á sjúkrahúsum. Óljós verkaskipting og sam- keppni milli lækna sem eiga að vinna á hinum ólíkum stigum heilbrigðiskerfisins hlýtur að skaða trúverðugleika og brengla þörfina á ný- liðun í einstökum sérgreinum. Það verður þó
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.