Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 24

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 24
384 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 taugakerfisins í 15 tilfellum, sjö sinnum vegna fjölkerfabilunar og þrisvar vegna vanstarfsemi hjartans. Flestir sjúklinganna lögðust strax á gjörgæsludeild við komu á spítalann. Akvörð- un um takmörkun meðferðar tók sérfræðingur þeirrar deildar sem sjúklingur var skráður á, oftast í samráði við gjörgæslulækni og ættingja. Þegar ákvörðunin var tekin voru 22 sjúklingar án meðvitundar. Tuttugu og einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild, fjórir útskrifuðust á legu- deildir. Umræða: Miðað við erlendar kannanir er takmörkun meðferðar beitt sjaldnar hér og síð- ar í veikindum sjúklings. Skráning mætti vera ítarlegri í sumum tilfellum. Inngangur Miklar framfarir í læknisfræði og tækni á síðustu áratugum hafa leitt til þess að unnt er að bjarga lífi fleiri alvarlega veikra og stórslas- aðra sjúklinga en áður. Nefna má markvissa endurlífgun, notkun öndunarvéla, frumudrep- andi lyfja, blóðhluta og blóðsíunar. Einnig bætt meðferð við hjartsláttartruflanir, notkun sýklalyfja, þvagræsilyfja og æðavirkra lyfja auk næringar um görn eða æð. í kjölfarið hafa orð- ið miklar umræður um siðfræðileg atriði, sem þessum málum tengjast, svo sem nýja skil- greiningu á dauða (heiladauða) og sjálfs- ákvörðunarrétt sjúklinga. Einnig hvort rangt sé að hætta meðferð sem hafin hefur verið, hvort beita skuli öllum meðferðarmöguleik- um, hvort beita eigi endurlífgun hjá öllum og hvort taka skuli tillit til aldurs. Jafnframt hafa komið upp umræður um skilgreiningu á lífs- gæðum, hvort forgangsraða eigi og hvernig fjármunum sem veitt er til heilbrigðisþjónustu skuli varið. Lengi var talið sjálfsagt og rétt að beita öll- um tiltækum og þekktum ráðum við meðferð sjúklinga, jafnvel dauðvona sjúklinga, þar til yfir lauk. Eftir að þær aðferðir sem nú eru notaðar við endurlífgun voru þróaðar á árun- um upp úr 1960 og þegar notkun öndunarvéla varð algeng um svipað leyti, fór að bera á efasemdum um að rétt væri að beita þessurn meðferðarmöguleikum hjá öllum, vegna þess að í sumum tilfellum var slík meðferð árang- urslaus (1) og gat framlengt líf dauðvona sjúk- linps, oft samfara þjáningum. I ljósi þessara umræðna hafa víða verið sett- ar fram leiðbeiningar um takmörkun meðferð- ar (2-8) og er velferð sjúklingsins þar alls stað- ar höfð að leiðarljósi. Á Borgarspítalanum (nú Sjúkrahúsi Reykjavíkur) voru slíkar leiðbein- ingar settar fram árið 1992 (9). Þverfagleg nefnd innan spítalans sá um gerð þeirra, auk þess sem leitað var álits sérfræðinga á ýmsum sviðum.- Eftir að leiðbeiningarnar voru teknar í notk- un var ákveðið að gera könnun á því hvernig staðið var að takmörkun á meðferð sjúklinga á gjörgæsludeild spítalans árið 1993. Tilgangur- inn var að athuga hve oft slíkum takmörkunum var beitt, hverjar voru ástæður, hverjir tóku ákvarðanir, með hvaða hætti skráningu var háttað og hvernig leiðbeiningarnar voru notað- ar. Efniviður og aðferðir Gerð var könnun á ýmsum atriðum varðandi þá sjúklinga gjörgæsludeildar spítalans árið 1993 þar sem meðferð var takmörkuð. Starfs- og siðanefnd læknaráðs Sjúkrahúss Reykjavík- ur samþykkti rannsóknina. Við skilgreiningu á takmörkun meðferðar lágu til grundvallar leið- beiningar sem settar voru fram á spítalanum árið 1992 (9). Þar eru meðferðarmöguleikar skilgreindir á eftirfarandi hátt: 1. Full meðferð: Ef engin önnur meðferð er ákveðin er alltaf beitt fullri meðferð þar með talin endurlífgun. 2. Full meðferð að endurlífgun: Þar fá sjúk- lingar fulla meðferð að öllu leyti öðru en því að í tilfelli hjartastopps er endurlífgun ekki beitt. 3. Líknandi meðferð: Þá hefur verið komist að þeirri niðurstöðu að áframhaldandi með- ferð læknar sjúkling ekki og lengir ekki virkt líf, heldur framlengir aðeins þjáningar og óhjá- kvæmilega banalegu. Eingöngu skuli beitt meðferð sem líknar sjúklingi. í leiðbeiningunum er lagt til að læknir sjúk- lings riti ákvörðunina á fyrirmælablað og riti rökstuðning hennar í sjúkraskrá. Þegar ákvörðun um takmörkun meðferðar lá fyrir var fyllt út til þess gert eyðublað. Þar var spurt hvort um fulla meðferð að endurlífg- un eða líknandi meðferð hafi verið að ræða. Jafnframt var spurt um aldur, kyn, aðalatriði sjúkrasögu og meðferðar, og ástæður innlagn- ar á gjörgæsludeild. Einnig var spurt um hver hafi tekið ákvörðun, hvenær ákvörðun var tek- in, við hverja hafi verið haft samráð, hvernig skráningu var háttað, hvort sjúklingur hafi verið með meðvitund þegar ákvörðun var tek- in og afdrif sjúklingsins. Þetta eyðublað var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.