Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 62
418 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Læknisþjónusta í þéttbýli og dreifbýli Læknisþjónusta veitt á sjúkrahúsum Við höfum kynnt okkur ástand sjúkrahús- mála hér á landi og komist að þeirri niðurstöðu að ýmsu er ábótavant og að skipulag sjúkra- húsþjónustu er langt frá því að vera markvisst. Hlutverk einstakra sjúkrahúsa sem og sjúkra- húsþjónustunnar í heild er ákaflega illa skil- greint. Á íslandi er starfrækt 21 sjúkrahús. Þar af veita fimm fjölbreytta sérgreinaþjónustu. Stóru sjúkrahúsin tvö í Reykjavík sinna sér- hæfðustu vandamálunum fyrir allt landið. Tíu sjúkrahús til viðbótar hafa skurðlækni og/eða fæðingarlækni. Þá er sex sjúkrahúsum þjónað af heilsugæslulæknum. Þannig eru bæði til staðar sérgreinasjúkra- hús á vissum stöðum á landsbyggðinni sem eiga að sinna ákveðnum landshlutum og svo lítil sjúkrahús í einstökum kaupstöðum og bæjum þar sem stundaðar eru almennar skurðlækn- ingar. í mörgum tilvikum eru þessi síðarnefndu sjúkrahús staðsett skammt frá fyrrnefndum sérgreinasjúkrahúsum. Á þessum sjúkrahúsum er til staðar vaktþjónusta skurðlæknis allan sól- arhringinn, allt árið um kring. Þau hafa þó fæst yfir að ráða sérfræðingi í svæfingalæknisfræði sem hlýtur að gera skurðlæknisþjónustu lítt virka. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve oft og í hvaða tilvikum slík bráðaþjónusta gæti haft úrslitaáhrif fyrir afdrif sjúklinga þegar bráð veikindi eða slys steðja að. Nauðsynlegt er að horfa til þess að nær und- antekningarlaust er nú hægt að flytja sjúklinga skjótt í aðlægt sérgreinasjúkrahús eða, þegar þörf krefur, á sjúkrahús í Reykjavík. Þar er í Frá vinnuhópi LÍ um þróun læknisþjónustu í þéttbýli og dreifbýli. Hópinn skipuðu Bryndís Benediktsdóttir, Eiríkur Þorgeirsson, Hafsteinn Skúlason, Haraldur Hauksson, Helgi H. Helgason, Ludvig Á. Guðmundsson, Runólfur Páls- son, Sigurður Ólafsson hópstjóri, Vilhelmína Haraldsdóttir og Þórir B. Kolbeinsson. Runólfur Pálsson gekk frá erindinu. flestum tilvikum unnt að veita mun víðtækari og virkari þjónustu. Jafnframt er erfitt að sjá hvernig hægt er að stunda bráðar skurðlækn- ingar þegar svæfingalæknir er ekki til staðar. Loks er nauðsynlegt að benda á að miklar framfarir og sérhæfing hafa orðið í læknisfræði á undanförnum árum og áratugum og af því hefur leitt að sífellt eru gerðar meiri kröfur til gæða þeirrar þjónustu sem læknar veita. Skurðlæknar í dag eiga erfitt með að sinna jöfnum höndum til dæmis kviðarholsaðgerð- um, fæðingarhjálp og bæklunarlækningum. Því er sú þjónusta sem mörg minni sjúkrahús á landsbyggðinni geta boðið upp á orðin ófull- nægjandi í dag. Bæði á þetta við varðandi greiningu sjúkdóma og áverka þar sem miklar tækniframfarir í myndgreiningu hafa valdið straumhvörfum, og eins varðandi tæknifram- farir í skurðlæknisfræði. Af hinu síðarnefnda ber hæst notkun holsjár við skurðaðgerðir sem hefur gert það að verkum að ekki er lengur réttmætt að bjóða sjúklingum upp á opnar skurðaðgerðir við aðgerðir eins og brottnám gallblöðru svo dæmi sé tekið. Slík þjónusta, sem krefst flókins tæknibúnaðar, er dýr og ómögulegt að veita nema á fáum stöðum í okk- ar litla samfélagi. Þá krefst slíkt mikillar þjálf- unar og sérhæfingar lækna sem erfitt er að halda við á litlum stöðum þar sem sjúklinga- flæði er lítið. Loks ber þess að geta að þessi litlu sjúkrahús skortir nær undantekningalaust sérfræðiþjónustu á öðrum sviðum læknisfræð- innar, svo sem lyflækningum, kven- og fæðing- arlækningum og barnalækningum og er þjón- ustan sem þau geta veitt því mjög takmörkuð. Því er við að bæta að upptökusvæði og hér- aðshlutdeild er í mörgum tilvikum lítil á al- mennum sjúkrahúsum. Flest sjúkrarúm á þess- um stofnunum eru nýtt fyrir langlegusjúklinga en tiltölulega fá fyrir almenna læknishjálp.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.