Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 68
422 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Þróun læknisþjónustu utan sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva Sérfræðiþjónusta Staðan í dag: Sérfræðiþjónustunni er að langmestu leyti sinnt af sérfræðingum sem starfa á eigin stofum sem reknar eru af þeim sjálfum. Oft starfa sérfræðingarnir saman í hóp, samnýta húsnæði og tæki og reka þannig stofur sínar á hagkvæman hátt. Þeir ráða sjálfir starfsfólk sitt og bera fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum. Oft er um miklar fjárfestingar að ræða. Það er mjög athyglisvert að þessarar um- svifamiklu starfsemi er hvergi getið í opinber- um plöggum eða í landslögum. I Islensku heil- brigðisáætluninni er hvergi minnst á þessa þjónustu heldur sagt að völ skuli vera á sér- fræðiþjónustu á öllum heilsugæslustöðvum (H2) með ferðum og ráðningu sérfræðinga. Einnig stendur þar að tengsl milli sérfræðiþjón- ustu sjúkrahúsa og heilsugæslu skuli aukin. í Lögum um heilbrigðisþjónustu er hvergi minnst á störf sérfræðinga utan sjúkrahúsa nema þá undir dulnefninu? Hvers kyns heilsu- gæsla? Á þessum lögum má helst skilja að öll læknisþjónusta og þá um leið sérfræðiþjónusta utan sjúkrahúsa eigi að fara fram á heilsu- gæslustöðvum. Á íslandi leita sjúklingar oft beint til sér- fræðinga með vandamál sín. Ástæður þess eru rneðal annars auðveldur aðgangur og skortur á læknum í frumþjónustunni. Þetta getur stund- um leitt til skjótra og markvissra úrlausna en einnig til þess að mörg vandamál sem eru auð- leyst í frumheilsugæslunni eru leyst af öðrum sérfræðingum en heimilislæknum. Þetta getur leitt til þess að sjúklingar leiti til margra lækna með vandamál sín en enginn læknanna hafi heildaryfirsýn. Þetta á þó meira við í þéttbýli en dreifbýli þar sem aðgengi íbúa að sérfræðiþjónustunni er lakara og kostnaður sjúklinga oft meiri. Vilhelmína Haraldsdóttir gekk frá erindinu. Læknisþjónusta hefur verið að færast út af sjúkrahúsunum á síðustu árum. Vegna sparn- aðar í rekstri og fækkun sjúkrarúma eru veikir sjúklingar oft ekki lagðir inn heldur fara rann- sóknir og meðferð fram utan sjúkrahúsa oftast undir eftirliti sérfræðinga. Það verður því æ mikilvægara að gera sérfræðingum kleift að sinna sínum sjúklingum bæði á sjúkrahúsi og utan þess, enda er slíkt grundvöllur fyrir sam- felldri meðferð. Tiltölulega lítill hluti af sérfræðiþjónustu við sjúklinga utanspítala er unninn á göngudeild- um sjúkrahúsanna. Oftast er þá um að ræða þjónustu við sjúklinga með mjög yfirgripsmikil og sérhæfð vandamál. Göngudeildirnar eru einnig notaðar til eftirlits eftir sjúkrahúsinn- lögn svo sem til eftirskoðana eftir skurðað- gerðir. Aðstaða lækna á göngudeild er mjög misjöfn. Almennt er vinnuaðstaðan fremur bágborin í samanburði við einkastofurnar. Þar vegur þungt að læknar hafa ekki með stjórn göngudeildarstarfseminnar að gera. í Islenskri heilbrigðisáætlun er þess getið að göngudeildir sjúkrahúsa skuli skipulagðar og efldar. Ekki er minnst á göngudeildir í Lögum um heilbrigðisþjónustu. Fyrri ályktanir LÍ Læknafélagið hefur margoft, síðast árið 1996, ályktað að sjálfstætt starf sérfræðinga og reyndar einnig sjálfstætt starf heimilislækna, skuli viðurkennt í Heilbrigðisáætlun Islands. LÍ taldi einnig þá að allir læknar eigi rétt á að skapa sér starfsvettvang með eigin stofurekstri og rekstri læknastöðva. Einnig minnti LÍ þá á, að sérfræðingar í hinum ýmsu greinum læknis- fræðinnar komi að frumheilsugæslunni. Árið 1995 ályktaði LÍ um að það fagnaði þeirri end- urskoðun sem boðuð var á Heilbrigðisáætlun íslands og lagði áherslu á að sérfræðiþjónusta yrði þar skilgreind, viðurkennd og skráð. Árið 1994 hafði aðalfundur LÍ lagt til nær sams kon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.