Læknablaðið - 15.06.1997, Qupperneq 60
416
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
innar yfirvinnu þótt á sömu stofnunum sé ekki
greitt fyrir sannanlega unna yfirvinnu utan
vakta. Sumar sérgreinar (eða einstaklingar
innan sérgreina) njóta ferliverkagreiðslna, en
ekki aðrar og sérgreinar bjóða þar að auki í
nrismunandi miklum mæli upp á aukastörf.
Þeir sem þurfa að byggja afkomu sína á sjálf-
stæðum stofurekstri bera persónulega fjár-
hagslega ábyrgð og tap og því eru allar stökk-
breytingar í heilbrigðiskerfinu (á því sem lög-
fræðingar kalla „ríkjandi ástandi") þeim
áhættusamar og geta leitt til persónulegra
gjaldþrota. Mikilvægt er því að forystumenn
læknasamtakanna og samninganefndir þeirra
fari varlega í að semja um skerðingu á rétti
lækna til aukastarfa. Reyndar má ætla að
kjarasamningsbundin skerðing stæðist ekki
stjórnarskrárákvæðið um atvinnufrelsi manna
ef á það væri reynt fyrir dómstólum. Réttinum
til þess að geta séð sér og sínum farborða með
því að selja vinnu sína (atvinnufrelsinu) eru
ekki sett takmörk í stjórnarskrá (samanber of-
ar).
Þar sem stöðufjöldi á stofnunum hins opin-
bera er takmarkaður og háður afkomu ríkis-
sjóðs, er gríðarlega mikilvægt fyrir lækna að
tryggja stéttinni sjálfstæðan starfsvettvang.
Sömuleiðis er ljóst að sá starfsvettvangur verð-
ur að vera opinn öllum læknum í ljósi atvinnu-
frelsisákvæðisins og samkeppnislaga til þess að
tryggja stofnsetningarrétt og jafnræði allra að-
ila á markaði (samanber úrskurð Samkeppnis-
stofnunar 1994 og 1997). Til þess að tryggja
læknum og öðrum heilbrigðisstéttum frelsi ut-
an opinberra sjúkrastofnana þarf að skoða enn
frekar í ljósi samkeppnislaga hvort skilgreina
verði starfssvið opinberra heilbrigðisstofnana
þröngt.
6. Tillögur nefndarinnar að
breytingum innan heilbrigðiskerfísins
Læknafélag íslands hefur á löngum tíma
þróað stefnu um rekstrarform og fjármögnun
heilbrigðisþjónustu. Vinnuhópurinn telur upp-
byggingu íslenskrar heilbrigðisþjónustu í gróf-
um dráttum vel heppnaða og telur varasamt að
fara út í stökkbreytingar, en eftirfarandi eru
þættir sem til skoðunar ættu að vera:
a. Endurvakning tryggingahugtaksins:
Starfshópurinn telur nauðsynlegt að endur-
vekja tryggingahugtakið í íslenskri heilbrigðis-
og sjúkraþjónustu. Öllum sjúkratryggðum þarf
að vera ljóst hlutverk sjúkratryggingar sinnar
og hvaða skilgreindur réttur fylgir. Fjármagna
verður kerfið með iðgjöldum, sem líklega
þurfa að einhverju leyti að vera tekjutengd, en
hins vegar er fráleitt að tengja bótagreiðslur úr
kerfinu tekjum þannig að þeir sem byggi upp
sjóðinn njóti ekki bóta úr honum til jafns við
aðra. Skoða þarf rækilega hvort fleiri en einn
aðili eigi að keppa um að sjúkratryggja fólk, en
hópurinn telur þó að um lágmarks skyldutrygg-
ingu þurfi að vera að ræða. Ávinningur af fleiri
en einu tryggingafélagi væri meðal annars sam-
anburður, sem myndi skýra rétt sjúkra-
tryggðra.
b. Stjórnunarlegt forræði lækna á vinnu-
stöðum: Forræði lækna verður að vera afdrátt-
arlaust yfir lækningum. Ella eru þeir seldir
undir hagsmuni, sem geta orðið þess valdandi
að læknum sé gert ómögulegt að gæta bestu
hagsmuna sjúklinga sinna. Sömuleiðis telur
starfshópurinn vera ljóst, að launakjör lækna
verði best tryggð á vinnustöðum sem læknar
eigi eða reki sjálfir.
c. Fjármögnun læknisverka og sjúkrahúsa:
Skoða þarf hvort í ljósi samkeppnislaga verði
að skilgreina starfssvið opinberra heilbrigðis-
stofnana þröngt, það er til þess að tryggja lækn-
um og öðrum heilbrigðisstéttum frelsi utan op-
inberra stofnana. í framhaldi af slíkri skilgrein-
ingu telur starfshópurinn æskilegt að sá kostur
sé skoðaður vandlega af LI hvort öll lækninga-
starfsemi, innan og utan vistunarstofnana skuli
vera fjármögnuð í viðvikagreiðsluformi (í sam-
ræmi við unnin verk og samkvæmt umsömdum
töxtum í líkingu við núverandi samninga lækna
við Tryggingastofnun ríkisins). Sé þetta gert er
nauðsynlegt að greiðslan komi úr sameiginleg-
um tryggingasjóði til að tryggja jafnrétti sjúk-
linga til þjónustu óháð búsetu. Þar sem afkoma
sjúkrahúsa er tryggð í Lögum um heilbrigðis-
þjónustu og sjúkrahúsin sinna öryggis- og
kennsluhlutverki á öllum tímum dags er til
dæmis ljóst að ekki er unnt að beita sömu
aðferðum við ákvörðun verðs eins og notaðar
eru við ákvörðun verðs á sjálfstætt reknum
læknastofum. Forsendur eru aðrar. Því hlýtur
greitt verð til stofnana fyrst og fremst að vera
viðmiðun hugsuð til þess að bæta rekstur ein-
stakra stofnana. Ávinningur af kerfi þar sem
fjármagnið fylgir sjúklingnum kann meðal ann-
ars að vera að fjárfestingar séu betur nýttar,
með öðrum orðum minni stofnkostnaður, en
hugsanlegt væri að á móti kæmi aukinn stjórn-
unarkostnaður.