Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 31

Læknablaðið - 15.06.1997, Side 31
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 391 Hlutverk læknisins, almannatengsl, læknir sem leiðtogi Læknar sem leiðtogar í heilbrigðiskerfinu Almannatengsl og ímynd læknisins Hlutverk læknisins og ímynd hans Hlutverk læknisins er að lækna, líkna, fræða og að rannsaka. Hlutverk læknisins er starf hans, aðalsmerki og hornsteinn ímyndar. Siðareglur lækna greina frá hlutverki þeirra, ábyrgð sem starfi þeirra fylgir og þær kveða á um hinar siðferðilegu kröfur sem læknisstarf- inu fylgja og sem læknum ber að uppfylla vilji þeir teljast traustir og trúverðugir. Siðareglur lækna setja þeim meginreglur og markmið. Þær kveða á um starfsaðferðir lækna. Þær byggja á fag-, þekkingar- og siðferðilegum grunni. Læknum ber að varðveita ímynd sína og gæta þess í hvívetna að hún megi vera góð. Því er lækninum mikilvægt að hafa í heiðri þá þætti sem skapa hlutverk hans og þá um leið starf. Hann verður jafnframt að vera grandvar í öllu líferni og víkja ekki af braut faglegra og heiðarlegra vinnubragða. Lækninum er mjög mikilvægt að uppfylla þær siðferðilegu kröfur sem læknisstarfinu fylgja og sem kveðið er á um í siðareglum lækna. Honum er jafn mikil- vægt að virða alfarið ákvæði um samband sitt við sjúklinga eins og siðreglur lækna kveða á um. Þá ákvarðast ímynd læknisins mjög af því trausti sem hægt er að bera til læknastéttarinn- ar í heild sinni. Traust og tiltrú og virðing fyrir læknastéttinni allri er afar mikilvæg til að varð- veita ímynd læknisins og því ber læknum að virða alfarið ákvæði um samskipti lækna eins og þau eru skráð í siðareglum lækna. Læknum sæmir aðeins efnisleg rökræða, sett fram af Frá vinnuhópi LÍ um hlutverk læknisins, almannatengsl, lækni sem leiðtoga. Hópinn skipuðu Högni Óskarsson, Kat- rín Fjeldsted, Ólafur Már Björnsson, Ólafur F. Magnússon, Sigurður Björnsson og Sverrir Bergmann hópstjóri. virðingu og umburðarlyndi þegar þá greinir á, og takast á um þann ágreining sinn fyrir opnum tjöldum. Læknirinn læknar og líknar, hvort tveggja í senn eða annað hvort. Hann er í senn raunsæis- rnaður og húmanisti. Starfið krefst tæknilegrar kunnáttu en viðfangsefnið er manneskjan. Læknirinn verður í senn að þjálfa sig í því að beita þekkingu sinni með faglegum hætti en jafnframt í þeirri list að umgangast manneskj- una. Lækninum ber að koma þekkingu sinni á framfæri eins og við á við aðra lækna, heil- brigðisstarfsmenn og allan almenning. Þetta gildir jafnt um þá þekkingu sem aðrir hafa aflað og til hefur orðið á mislöngum tíma og hvort heldur er óumbreytanleg eða ekki, sem og um þá vitneskju sem læknirinn hefur sjálfur aflað. Þannig rækir hann hlutverk sitt sem kennari og fræðari. Lækninum ber að leggja sitt af mörkum til að afla vitneskju og koma henni á framfæri. Hann getur gert þetta að nokkru leyti tilviljanakennt en annars með skipulögðum hætti og þannig rækt skyldur sínar við rannsóknir. * Læknasamtökin séu virkir þátttakendur í skipulagningu menntunar og þjálfunar lækna. * Læknasamtökin skulu sem fyrr standa fyrir skipulagðri fræðslu og þjálfunarstarfsemi í mynd námskeiða, ráðstefna og þess háttar. * Menntun og þjálfun læknis á víðari grunni en nú er gerir hann hæfari til þess að vera raunleiðtogi og standa undir hlutverki sínu þannig að ímynd læknisins sé traust og trú- verðug. * Huga þarf að menntun lækna á breiðari grundvelli en nú er og leggja aukna áherslu Sverrir Bergmann gekk frá erindinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.