Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 38
398 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Hjónin Guðrún Jónsdóttir og Páll Sigurðsson sóttu málþingið. Ljósm.: Lbl. grein fyrir stöðu mála á því sviði á árlegum rannsóknarfundi lyfjadeildar. Reglubundnar ráðstefnur eru haldnar þar sem niðurstöður rannsókna eru birtar. Á tveggja ára fresti er lyflæknaþing og þess á milli, einnig annað hvert ár, er ráðstefna um rannsóknir í lækna- deild. Erindum hefur fjölgað og þáttur grunn- rannsókna aukist ár frá ári. Á undanförnum árum hefur læknadeild, ásamt raunvísindadeild, hlotið stærstan skerf af úthlutunum úr Rannsóknasjóði HÍ. Komið hefur verið á framhaldsnámi fyrir heimilis- lækna hér á landi í samráði við framhalds- menntunarráð læknadeildar, um fullkomið skipulagt framhaldsnám í öðrum sérgreinum er ekki að ræða. Viðhaldsnámi, símenntun lækna, er sinnt með greinakynningum, fræðslufundum og rannsóknarstarfsemi af ýmsu tagi eins og hér hefur verið nefnt að framan. Vikulegt nám- skeið haldið í lok janúar ár hvert á vegum framhaldsmenntunarráðs og Læknafélags Is- lands er einnig ætlað sérfræðingum til viðhalds- menntunar. Framtíðarsýn Grunnnám: Nefndin var sammála um að brýnasta verkefnið til úrbóta í grunnnámi læknanema væri að innleiða stjórnunarnám til að tryggja haldgóða þekkingu lækna á þessu sviði, sem mun einnig viðhalda því forystuhlut- verki sem læknar eiga að hafa í heilbrigðismál- um. Það má hugsa sér að stjórnunarnám komi inn á námsefni síðari ára læknanámsins sem námskeið er gefi ákveðin réttindi. Mikilvægt er að gefa einnig unglæknum og sérfræðingum kost á þátttöku í slíku námi. Mikilvægt er að LÍ taki frumkvæði í þessu máli með ákveðnu fjár- framlagi og hugsanlega ráðningu sérmenntaðs aðila til ákveðins tíma til að hleypa þessu úr vör og sinna verkefninu í byrjun. Þessi aðili gæti síðan nýst á annan hátt sem ráðunautur fyrir LI í tengslum við kjarasamninga og önnur mál. Hann gæti líka séð um framhaldsnámskeið í stjórnun og fleiru á vegum LÍ. Hin hefðbundna læknisfræði skarast við fjöl- mörg önnur fræða- og starfssvið, læknisfræðin mun þurfa að hasla sér völl á slíkum landamær- um. Læknar munu í ríkara mæli koma að stjórnun og rekstri heilbrigðisstofnana og fyrir- tækja í þjónustu og framleiðslu fyrir heilbrigð- isstofnanir. Þannig er æskilegt að auka val- möguleika í læknanámi, þannig að sérhæfing geti byrjað fyrr og kynnt verði ný svið sem tengjast læknisfræðinni, þannig að það opnist leiðir fyrir unglækna í aðrar áttir en til „hefð- bundinnar“ læknisfræði. Heilsuverkfræði, tækniþróun, líftækni, tölvunarfræði eru allt svið sem munu í auknum mæli tengjast og sam- vefjast læknisfræði framtíðarinnar. Því telur nefndin að opna beri fyrir valkosti í grunn- námi, sem gefi læknanemum færi á að kynnast nýjungum og framþróun á þessum sviðum. Framhalds-, viðhaldsnám: Nefndin vill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.