Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 91

Læknablaðið - 15.06.1997, Blaðsíða 91
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 443 Málþing um ferliverk og stöðu læknisins Laugardaginn 24. maí stóð LÍ fyrir tveimur málþingum. Ann- ars vegar um ferliverk og hins vegar um stöðu læknisins. Vilhelmína Haraldsdóttir, Matthías Halldórsson og Högni Óskarsson fluttu framsöguer- indi um stöðu læknisins. Erindi þeirra verða birt í næsta tölu- blaði Læknablaðsins. Um ferliverk höfðu framsögu Jóhann Heiðar Jóhannsson, Kjartan Örvar og Ólafur Örn Arnarson. Jóhann Heiðar ræddi nokkuð um skilgreiningu hugtaksins ferliverk. Hann ræddi um ólíka hagsmuni og hagsmunaárekstra sem komið geta upp. Hagsmun- ir læknis felast til dæmis í því að hafa aðstöðu til að sinna sínu starfi og fá fyrir það viðunandi laun, þannig að unnt sé að helga sig læknisverkum án hlaupa milli vinnustaða. Hagsmunir sjúklings felast í því að fá sem besta og ódýrasta þjónustu á sem fyrirhafnarminnstan hátt. Jóhann spurði af hverju um- ræða um ferliverk kæmi upp núna og svaraði því til að málið snerist um peninga. Niðurstaða hans var sú að hann hefði ekkert á móti ferli- verkum, að því gefnu að allir læknar sætu við sama borð varðandi aðstöðu til ferliverka og greiðslur fyrir þau. Ef þeim skilyrðum væri ekki fullnægt þá væri hans svar: burt með ferli- verkin! Kjartan Örvar var sammála því að málið snerist um pen- inga. Hann sagði hugmyndir ráðuneytisins þær að breyta greiðslum fyrir ferliverk, en ferliverk telja nú 25% af öllum rekstri sérfræðinga. Kjartan sagði ferliverk nauðsynjaverk sem hægt væri að vinna á göngu- deildum, oft væri um erfiðar að- gerðir að ræða og því nauðsyn- legt að vera undir regnhlíf stofn- unar. Hans álit var að gera þyrfti öllum kleift að vinna á þennan hátt. Kjartan taldi fast- launakerfið úrelt og flestir ættu að fá greitt eftir vinnuframlagi og launamunur ætti að miðast við það. Niðurstaða hans var sú að taka bæri upp viðvikakerfi þar sem greiðslur byggðust á vinnuframlagi, að teknu tilliti til stjórnunar og kennslu. Ólafur Örn rakti nokkuð þær breytingar sem orðið hafa á síð- ustu árum á spítalarekstri í kjöl- far nýrrar tækni. Hann taldi að miðað við þróun erlendis myndi legurúmum fækka um helming á næstu þremur til fjórum árum. Ólafur Örn sagði launakerfið þránd í götu þróunar í átt til meiri ferlivistarþjónustu. Hann vísaði til reynslunnar frá Landa- kotsspítala og sagði kerfið þar hafa gengið vegna þess að það hafi verið samskonar hvort heldur um var að ræða inniliggj- andi sjúklinga eða aðra. Ólafur sagði hugmyndir ráðuneytisins nú að fella alfarið niður greiðsl- ur fyrir ferliverk og færa á föst fjárlög. Möguleikarnir væru þrír: alfarið væri unnið eftir fastlaunakerfi; alfarið væri unn- ið eftir viðvikagreiðslum; beitt væri blönduðu kerfi þar sem væri 1. ákveðin föst greiðsla, 2. námsferðir, orlof og þess háttar væri greitt á sama hátt og í fast- launakerfi, 3. greitt væri fyrir unnin verk, aðgreint eftir verk- um: aðgerð, viðtal, vísinda- störf, stjórnun, kennsla og svo framvegis. í almennum umræðum kom fram að gífurleg og vaxandi óánægja er meðal sjúkrahús- lækna vegna þeirrar mismunun- ar sem er ríkjandi innan spítal- anna. Læknar eru að vinna hlið við hlið, jafnvel að sinna sams- konar verkefnum, en annar fær greitt fyrir það sérstaklega sem ferliverk á meðan hinn er á sín- um föstu launum. Verði þetta ekki lagfært þannig að samstaða náist mun það stuðla að mjög erfiðu ástandi. Nokkrir töldu að fari fram sem horfir muni marg- ir læknar segja upp á spítulun- um vegna þess einfaldlega að þetta ástand sé óþolandi og ranglátt, það muni ekki nást al- menn sátt um neitt annað en eitt og sama kerfi fyrir alla. Aðrir bentu á að nauðsynlegt sé að hafa stuðning spítala til þess að geta nýtt sívaxandi tölvutækni og möguleika til fjar- aðgerða, við slíkt ráði ekki ein- stakir læknar. Með nýrri tækni mun göngudeildaraðgerðum fjölga, nema því aðeins að launakerfið í dag komi til með að hamla í raun framþróun í lækningum. Bent var á að ferliverk til dæmis á Landspítalanum væru í raun á föstum fjárlögum vegna þess að um ákveðinn kvóta er að ræða og þegar honum er náð vinnur læknirinn með afslætti, þannig að þegar upp er staðið geta greiðslur til lækna jafnast út í þeim kostnaði sem læknir- inn verður að reiða af hendi. Greinilega er afstaðan til ferliverka mjög misjöfn en upp úr stendur að flestir virtust sam- mála um að núverandi launa- kerfi sé ónýtt. Það verði eilíft stríð svo lengi sem ekki gangi eitt yfir alla. -bþ-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.